Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / HENOCH-SCHÖNLEIN PURPURA Tafla II. Einkenni viö skoöun og/eöa rannsóknir hjá sjúklingum meö Henoch-Schönlein purpura. Útbrot 101 100% Liöverkir 73 72,3% Kviðverkir 46 45,5% Jákvætt leyniblóðpróf 32 31,7% Vökvi í kvið 3 3,0% Bjúgur á pung 3 3,0% Blóðug uppköst 1 1,0% Garnasmokkun 1 1,0% 4: Nýrungaheilkenni (nephrotic syndrome). 5: Blanda af bráðu nýmabólguheilkenni og nýrunga- heilkenni. Skráð var hvort sjúklingar höfðu fengið meðferð með barksterum. Árinu var skipt upp í vetrarmánuði (nóvember - apríl) og sumarmánuði (maí - september) til að bera saman fjölda tilfella með tilliti til árstíma. Tíðni sjúkdómsins var borin saman við tíðni sýk- inga af völdum Streptococcus pyogenes (P-hemolytic streptococcus, group A), inflúensu eða hlaupabólu. Gögnin voru athuguð með nákvæmnisprófi Fisher’s, poisson líkindadreifingu og tvíhliða pöruðu t-prófi. Tölfræðilega marktækur munur var talinn sem p-gildi lægra en 0,05. Samfelldum gögnum var lýst sem meðaltölum og staðalfrávikum en flokkun- arbreytum lýst í prósentum. Rannsóknin var gerð með leyfi Vísindasiðanefnd- ar Landspítala og tilkynning send Persónuvernd. Niöurstööur Alls greindist 101 sjúklingur, 51 stúlka og 50 drengir með HSP á rannsóknartímabilinu, eða að meðaltali 5,9 tilfelli á ári (5,9 ± 3,1 sjúklingar á ári; dreifing 2-15 á ári; miðgildi 6 á ári) (mynd 1). Meðalaldur hópsins var 5,4 ár (5,4 ± 3,3 ár, 6 mánaða til 16 ára, miðgildi 5,0 ár) og voru 80 eða 79,2% yngri en átta ára og 90 eða 89,1% yngri en tíu ára (mynd 1). Flest tilfelli greindust árið 1996,15 talsins, en fæst 1989 og þá tvö tilfelli (mynd 2). Fleiri sjúklingar greindust með HSP að vetrinum (nóvember-apríl), 0,62 tilfelli á mánuði að meðaltali, en 0,37 tilfelli á mánuði yfir sumartímann (maí-október) (p= 0,045) (mynd 3). Þegar notuð var poisson dreifing til að meta mismun á fjölda tilfella milli mánaða var ekki um tölfræðilegan mun að ræða. Fjöldi tilfella og ársveiflur HSP gáfu vísbendingu um tengsl við sýkingar (Streptococcus pyogenes, inflúensa og hlaupabóla) en tölfræðilegir útreikning- ar voru ekki gerðir (mynd 4a-c). Allir sjúklingarnir höfðu purpura án blóðflögu- fæðar (nonthrombocytopenic purpura), stór hluti sjúklinganna hafði einkenni frá liðum eða kvið en önnur einkenni voru sjaldgæfari (tafla 1 og 2). Flestir sjúklinganna, 80,2%, höfðu einkenni auk útbrota fyrir innlögn, 45,5% höfðu haft hálssærindi, kvef eða almennan slappleika, 38,6% kviðverki, niðurgang eða höfðu kastað upp síðustu dagana fyrir innlögn (tafla 1). Nítján sjúklingar fengu stera (18,8%), flestir þeirra vegna kviðverkja. Þrjátíu og sjö (36,6%) sjúk- lingar höfðu merki um nýmabólgu. Tuttugu og fjórir (23,7%) sjúklingar höfðu smásæja/augsæja (micro- scopic/macroscopic) blóðmigu með lágmarks prótín- migu (flokkur 1). Sjö (6,9%) höfðu blóðmigu með mikilli prótínmigu (flokkur 2), enginn fékk greining- una brátt nýrnabólguheilkenni (flokkur 3) eitt og sér en tveir (2%) höfðu nýrungaheilkenni (flokkur 4). Auk þess reyndust fjórir hafa blöndu af þeim tveimur síðastnefndu (flokkur 5) (mynd 5). Alls höfðu 29 sjúklingar (28,7%) prótínmigu í einhverjum mæli í sjúkrahússlegunni og 25 sjúklingar (24,8%) blóðmigu í einhveijum mæli í legunni. Samtals fengu 37 Mynd 4. Algengi Henoch- Schönlein purpura borin saman við sveiflur í algengum smitsjúkdómum 1984-2000. 4.a. Algengi hlaupabólu samanborið við Henoch- Schönlein purpura. 4.b. Algengi inflúensu samanborið við Henoch- Schönlein purpura. 4.c. Algengi hálsbólgu af völdum Streptococcus pyogenes samanborið við Henoch-Schönlein purpura. Læknablaðið 2002/88 809
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.