Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 7
RITST JÓRIUARGREIIUAR Reyklaust umhverfi er réttur allra — líka þeirra sem ekki reykja Okkur þykir öllum eðlilegt að búa við takmarkanir á reykingum, geta ferðast með almenningsfarartækj- um, komið á opinberar stofnanir, skóla og flogið um víða veröld án þess að vera með tóbaksreyk allt í kringum okkur. Hafa verður samt í huga að þessi ár- angur náðist ekki án baráttu. Fleiri og fleiri láta í sér heyra, reykingar eru ekki lengur normið, flestir reyk- ingamenn vilja hætta, algengi þeirra var 40,5% árið 1985 og er í dag 22,1 %. Reykingar eru ósiður á hröðu undanhaldi. Tóbaksvarnir hafa tekið mikilum breytingum hér á landi sem og um heim allan á undanförnum árum. Alþjóðavæðing ásamt auknum ferðalögum hefur fengið almenning til þess að bera saman aðstæður og réttindi á milli landa og gera kröfur um frekari að- gerðir. Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvatti til þess að þjóðir heims tækju höndum saman í barátt- unni gegn tóbaki. Hún taldi slíkt koma í veg fyrir stórslys í löndum þriðja heimsins þar sem reykingar væru ekki orðnar algengar, en um leið að aðstoða þjóðir sem hefðu verið ofurseldar tóbaki við að losa sig undan þessum sjúkdómavaldi. Fjögurra ára þrot- laus vinna þjóða WHO hefur nú fætt af sér fyrsta al- þjóðasáttmálann um heilsuvernd, Alþjóða tóbaks- varnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem ísland undirritaði í júní síðastliðnum. Alþjóðasáttmálinn er mikill sigur fyrir þá sem vinna að tóbaksvörnum. Þjóðir heims hafa snúið bökum saman gegn risafyrirtækjum sem svífast einsk- is til að geta selt afurðir sínar. Almenningur um allan heim væntir þess að sáttmálinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Tólfta alþjóðaráðstefna tóbaksvarnafólks, Tóbak eða heilsa, var haldin í Finnlandi nýlega. Helsta um- ræðuefnið var auðvitað Alþjóðasáttmálinn og hvern- ig ætti að halda áfram starfinu eftir að hann verður orðinn að veruleika. Við vonumst til að fá flestar að- ildarþjóðir SÞ til að staðfesta sáttmálann og hafa al- þjóðleg mannréttindasamtök sýnt áhuga á að veita aðstoð til þess að slíkt verði að raunveruleika. Rök þeirra eru að samkvæmt Mannréttindasáttmála SÞ beri okkur sem hafa staðfest hann að veita öllum m.a. jafnan rétt til lífs, heilsu og frjáls aðgangs að upplýs- ingum. WHO hefur skilgreint tóbaksreyk sem krabba- meinsvaldandi efni. WHO, mannréttindasamtök og tóbaksvarnafólk er því sammála um að það sam- ræmist ekki rétti til lífs og heilsu að reykja í grennd við aðra manneskju, síst af öllu börn, það séu mann- réttindabrot að blanda krabbameinsvaldandi efni við andrúmsloft og láta aðra manneskju anda því að sér. Sömu aðilar eru sammála því að upplýsa þurfi al- menning og þjóðir um starfsemi og lögbrot tóbaks- varnafyrirtækja sem framleiða og dreifa afurð sem drepur milljónir árlega og svífast einskis til að brjóta á bak aftur tóbaksvarnastarf um allan heim með vill- andi upplýsingum og lögsóknum, meira að segja á litla íslandi. Fjölmargar þjóðir, borgir og fylki eru nú að banna reykingar alfarið á öllum vinnustöðum til að vernda starfsfólk og aðra þá sem leita inn á slíka staði. í mörg ár hefur verið bannað að reykja á veitingahúsum í Bandaríkjunum, nú hafa ýmsar borgir og fylki bann- að alfarið reykingar á börum og skemmtistöðum að auki. Vissulega óttuðust menn samdrátt í þessum rekstri enda heldur tóbaksiðnaðurinn því fram að 25% samdráttur verði í rekstri þessara staða við reyk- bann, en veltuskattar frá ýmsum stöðum í Bandaríkj- unurn sýna að velta þessara staða hefur aukist við að banna reykingar. írar bönnuðu alfarið reykingar á öllum vinnustöðum frá 1. janúar2003, Norðmenn frá 1. júní 2003, ítalir munu gera það frá 1. janúar 2004, Bretar eru að skoða þessi mál ítarlega. Það er ekki eftir neinu að bíða að við tökum saman höndum með löggjafanum og tryggjum öllu starfandi fólki hér á landi jafnan rétt til reyklauss umhverfis á vinnustað, þar með talið á veitingahúsum, börum og skemmti- stöðum. Það er líka skýlaus réttur hvers einstaklings að geta ferðast, snætt, farið á bari og skemmtistaði án þess að þurfa að draga að sér mengandi og heilsu- spillandi reyk. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk ætti sérstaklega að láta í sér heyra. Mikil breyting hefur átt sér stað á íslandi á fáum árum, það heyrir til undantekninga að reykt sér í grennd við börn og tillitsemi þeirra sem reykja í garð hinna hefur vaxið umtalsvert. Reykingar eru ávana- bindandi og það reynist mörgum mjög erfitt að hætta. Einföld hvatning frá lækni er áhrifarík aðferð til að hjálpa einstaklingum til að hætta. Þorsteinn Njálsson Höfundur er heimilislæknir og formaður Tóbaksvarnanefndar. Læknablaðið 2003/89 651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.