Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 9

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 9
RITSTJORNARGREINAR Héraðsdómur með bæklunarlæknum Með nýlegum úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um túlkun á samningi Læknafélags Reykjavíkur og Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR) er unninn mikilvægur áfangasigur sem snertir starfsumhverfi lækna og rétt sjúkratryggðra til læknisþjónustu. Sérfræðingar sem reka eigin stofur hafa margítrekað rekið sig á einhliða túlkun TR á framkvæmd samningsins. TR hefur geng- ið út frá þeirri meginforsendu að fjárlög takmarki það fjármagn sem veitt er til læknisþjónustu utan sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva. Nægi það ekki til að sinna eftirspurn sjúkratryggðra eftir læknisþjónustu skuli læknar veita afslátt af mismuninum. Verktakagreiðsl- ur til sjálfstætt starfandi sérfræðinga eru því háðar ákvörðunum fjárlaganefndar og Alþingis. Vilji læknar ekki sæta þessum afarkostum er ekki um annað að ræða en að draga úr starfsemi og segja upp starfsfólki. Margir læknar hafa því viljað sinna sjúklingum án þátttöku TR óski sjúklingar þess sjálfir. Nokkur for- dæmi eru fyrir slíku, meðal annars lýtaaðgerðir og leysigeislaaðgerðir augnlækna. Rót þessara deilna liggur í mismunandi afstöðu deiluaðila til þess hvernig koma eigi til móts við fólk sem leitar sér læknishjálpar. Læknar hafa flestir brennandi áhuga á læknisfræði og vilja vinna við þetta áhugamál sitt meira en flestar aðrar starfsstéttir myndu láta bjóða sér. Þeir hafa lagt á sig lengra háskólanám og starfsþjálfun erlendis en nokkur önnur starfsstétt. Þeir koma heim til Islands sem fullmenntaðir sérfræðingar í sinni sérgrein, oftast um eða eftir fertugt, og eru þá með margra ára upp- safnaðar skuldir vegna framhaldsnáms sem þeir hafa algerlega kostað úr eigin vasa. I þessari stöðu er eðli- legt að læknar vilji nýta langþráð rétlindi til að stunda sérgrein sína og fá um leið umbun erfiðisins með af- kastahvetjandi launakerfi þau 20-25 ár sem þeir eiga eftir í starfi. Þeir byggja sér læknastofur, kaupa tækja- búnað og ráða aðstoðarfólk á eigin kostnað. Hins vegar er ríkisvaldið sem vill einoka heilbrigð- iskerfið, fjármögnun þess og alla framkvæmd. I aug- um heilbrigðisyfirvalda og einstakra embættismanna þess er viðfangsefnið, sjúklingarnir, vandamál sem reyna ber að halda í skefjum eftir skömmtunarkerfi. Sjúkrahúsdeildum er lokað, göngudeildir eru ekki starfræktar, heilsugæslustöðvar látnar ómannaðar og hlutdeild sjúkratryggðra í lyfjakostnaði og komu- gjöldum aukinn, allt í þeim tilgangi að spara peninga. Alls kyns einhliða túlkanir TR á framkvæmd samnings um þjónustu sérfræðilækna er af sama meiði. Kvótar og aðgangstakmarkanir eiga að leysa vandann. Vandmálið er að sjúklingarnir hverfa ekki við þess- ar aðgerðir. Þeir eru eftir sem áður veikir og þurfa að leita eftir þjónustu þar sem hana er að fá. Margar skurðaðgerðir sem áður voru framkvæmdar á sjúkra- húsunum hafa færst yfir á einkareknar læknastofur meira og minna vegna þess ótrygga ástands sem ríkt hefur á sjúkrahúsunum þegar deildum er fyrirvaralít- ið lokað og aðgerðum frestað. Þegar svo er komið aukast komur til sérfræðinga af ástæðum sem þeir geta ekki stjórnað. f þessu ótrygga starfsumhverfi er eðlilegt að lækn- ar vilji starfa án afskipta TR. Það er ekki á ábyrgð læknastéttarinnar hvernig ríkisvaldið hyggst standa við skuldbindingar sínar gagnvart sjúkratryggðum í landinu. Læknar hafa þó margoft boðist til þess að starfa með heilbrigðisyfirvöldum til að bæta skilvirkni kerfisins. Auðvelt er að sýna fram á að einkareknar lækna- stofur eru eitthvert ódýrasta og hagkvæmasta rekstr- arformið innan heilbrigðiskerfisins. Þar er hver ein- asta aðgerð og hvert verk kostnaðargreint nákvæm- lega, stjórnunarkostnaður er hverfandi og afköst eru mikil. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu sérfræðilækna eru um það bil 3-4% af heildarútgjöldum til heilbrigð- ismála. Einkareknar læknastofur leitast við að há- marka afköst og hagkvæmni en ríkisvaldið sér enga aðra leið en að loka deildum og draga úr afköstum. í niðurskurðarstefnu ríkisins gleymist að reikna inn ávinninginn af skilvirkri heilbrigðisþjónustu, sem eru bætt heilsa, minni sjúkrahúss- og lyfjakostnaður og minna vinnutap. Viðbrögð forstjóra TR við dómi héraðsdóms eru dæmigerð fyrir þá andúð sem ríkir á stofnuninni í garð lækna. Þar er fullyrt að með dómnum sé vegið að almannatryggingakerfinu og að verði dómurinn stað- festur í Hæstarétti kalli það á lagasetningu. Þessi við- brögð koma þó ekki á óvart frá stofnun sem hefur í fjölmiðlum sakað lækna um ólögmæta gjaldtöku og sviksemi í samskiptum við sjúklinga. Heilbrigðisyfirvöld hafa miklar áhyggjur af því að verið sé að mismuna sjúklingum ef þeir sem það kjósa geta keypt sér aðgerð eða þjónustu án afskipta sjúkra- tryggingakerfisins. Mismununin er þó algerlega í höndum þeirra sem skammta þjónustuna, það er rík- isrekna heilbrigðiskerfisins. Þegar framboð lækna á þjónustu er langt umfram skömmtunarkerfi TR er augljóst að þeir sem fara af biðlista flýta fyrir því að hinir komist að. Væri um takmörkuð gæði að ræða, það er kerfi sem hefði ekki undan að sinna verkefn- um, þá væri með vissu verið að mismuna þeim sem ekki hefðu efni á að kaupa þjónustuna úr eigin vasa. Karl Andersen Höfundur er sérfræðingur á hjartadeild Landspítala Hringbraut og situr í ritstjórn Læknablaðsins. Læknablaðið 2003/89 653
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.