Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 18

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 18
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR í HEILA Tafla II. Afoxun súrefnis (02) í vatn: Upptaka fjögurra rafeinda (e') (sjá texta). 1. 02 + e"-* *02' (súperoxlöanjónfríhópur) 2. 2*02" + e' [+2H+j -* 02 + H202 (súrvatn) 3. H202 +e' -* *0H (hýdroxífríhópur) + OH'; OH' (hýdroxíanjón) [+ Hj -*H20 (vatn) 4. *OH + e--»OH' (hýdroxíanjón) [+H+j-*H20 (vatn). * framan viö súrefnisatóm merkir aö um súrefnisfríhóp sé aö ræöa. (Aö mestu eftir Borg 1993; sjá heimildaskrá.) felldra próteina ekki beinlínis skemmdirnar í tauga- vefnum heldur eru þær fremur vitni um „kulnað enda- stig”. I öðru lagi er ljóst að bilaðar oxavarnir líkam- ans gætu skipt meginmáli við uppkomu þessara sjúk- dóma, hvort sem þeir byrja á ungum aldri eða göml- um. Síðastnefnda atriðið var kveikjan að rannsókn- um okkar sem hér greinir frá. Fyrst verður þó vikið lítillega að oxun, oxavörnum og oxavarnarensímum. í Parkinson sjúkdómi (tafla 1) eru svokallaðar Lewys-agrtir langoftast áberandi í frumum í svart- sviði (1). I þessum ögnurn hafa samsafnast í mýildis- líka myndun um tveir tugir efna, en mest er af efni sem nefnist sýnnúklein (a-synnuclein). Sýnnúklein er talið hafa, líkt og klofningsafurðir úr áðurnefndu for- stigspróteini, hlutverki að gegna í taugastarfseminni. Þegar Lewys-agnir myndast í frumum í heilaberki koma fram einkenni heilabilunar, svokallaður Lewy sjúkdómur (Dementia with Lewy bodies) (16). Enn er að nefna hið eðlilega príonprótein (PrPc) sem umformast (afformast) í príonsjúkdómum ísjúk- legt príonprótein (PrPsc). Það safnast í mismunandi miklum mæli í skellur í holum taugavefnum sem geta minnt á heilaskellur við Alzheimer sjúkdóm (1). Eðli- legt príonprótein inniheldur kopar og virðist geta bund- ið hann og þannig meðal annars forðað skemmdum af völdum kopars í miðtaugakerfinu. Það hefur einn- ig oxavarnandi (antíoxídatíf) verkun (17). Athyglis- vert er að sýnnúklein inniheldur einnig kopar. Kopar virðist og marktækt geta hvatað útfellingu á mýildi, sem myndast út frá forstigspróteininu eins og áður ræðir (sjá á eftir). Rannsóknir síðustu ára benda samt til þess að samsöfnuð eða útfelld prótein í óstarfrænan massa í taugavefnum séu í sjálfu sér tiltölulega lítt skaðleg. Skaðsemin felst að öllum líkindum einkum í óveru- legum efnabreytingum á vissum, leysanlegum starf- rænum peptíðum eða próteinum (eða starfrænum próteinum réttbundnum við frumuhimnur), hvort sem þau eru klofningsafurðir úr stærri forstigspró- teinum eða ekki, sem svo eru undanfari samsöfnunar og útfellingar (18, 19). Við efnabreytingar þessar er talið að súrefnisfríhópar myndist í próteinunum sem oxi fitur (lípíða) í frumuhimnum og geri þær nteð því lekar. Aðrir staðir í frumunum sem gætu skemmst og haft afdrifaríkar afleiðingar eru ensím í orkukornum (mitochondria) eða víðar og „próteinkvarnir” (pró- teasóm) sem eyða próteinum, ekki síst afformuðum próteinum í frumum (1,12,13). Að þessu loknu, eða ef til vill samtímis, verði síðan samsöfnun á prótein- sameindum og útfelling í óstarfhæfan massa. Nýlegar rannsóknir benda sömuleiðis til þess að frumuhimn- ur sem skemmst hafa vegna oxunar geti hvatað mynd- un mýildis mun meira en heilar frumuhimnur (20). Af þessum fyrirbærum má meðal annars draga tvær ályktanir. í fyrsta lagi endurspeglar massi út- Oxun og oxavarnarensím Orkunám er nauðsyn öllum lífverum. I öllum æðri lífverum fer orkunámið fram í svokölluðum orku- kornum (mitochondria) í frumunum. Orkunám byggist á oxun sem felur í sér hvörf (afoxun) súrefnis úr andrúmsloftinu við orkugefandi fæðuefni. Súrefni afoxast við það stig af stigi í vatn. Samtímis losnar orka sem bundin er í orkuríkum fosfatsamböndum (adenósínþrífosfat, kreatínfosfat) og eru eins og alls- herjar hreyfanlegar orkustöðvar fyrir alla líkams- starfsemina. Þegar súrefni afoxast tekur það í sig, stig af stigi, neikvæða hleðslu (tekur í sig rafeindir) og binst endanlega vetni og myndar vatn. Við þessi efna- hvörf myndast ýmsar milliafurðir. Geta þær hæglega skaðað frumur ef myndun þeirra er úr hófi eða um- myndun þeirra í vatn er ekki sem skyldi og ekki gildir það síst um taugavef (21,22). Við ummyndun í vatn (HzO) tekur ein sameind súrefnis (02) í sig alls fjórar rafeindir, hverja á fætur annarri. Fyrsta afurðin er -02‘, oft nefnd súper- oxíðanjón-fríhópur (tafla II, liður 1). Með hugtakinu fríhópur (free radical) er átt við að hlutaðeigandi efni hafi fengið (eða gefið frá sér) staka rafeind. Við það verður efnishópurinn hvarf- gjarn, „frjáls” eða „frír” til efnahvarfa í mismunandi miklum mæli. Samtímis leitast hópurinn við að taka til sín (eða gefa frá sér) aðra rafeind og umbreytast í stöðugra efnasamband. Ef súrefni á í hlut, kallast frí- hópar þess einu nafni súrefnisfríhópar (21). Næsta skref í ummyndun súrefnis í vatn er mynd- un súrvatns (vetnissúperoxíðs; vetnisperoxíðs), Ht09, út frá súperoxíðanjónfríhópi, sem fyrr greinir. Súrvatn (nafnið er dregið af því að í sameindinni er einu súrefnisatómi fleira en í sameind vatns) er að vísu ekki fríhópur. Það hvarfast hins vegar greiðlega áfram í 'OH, hýdroxífríhóp, og hýdroxíanjón (OH'), sem gengur í samband við vetni og myndar eina sam- eind af vatni. Hýdroxífríhópurinn hvarfast svo áfram í hýdroxíanjón, sem binst vetni og myndar aðra sam- eind vatns (tafla II, liðir 2-4). Af framansögðu er ljóst að vegna afoxunar á einni sameind af súrefni myndast við eðlilegar aðstæður tvær sameindir af vatni (tafla II). Ef truflun verður á þessu efnaferli er aukin hætta á myndun súrefnisfrí- hópa með eftirfarandi vefjaskemmdum sem tengst geta uppkomu margra sjúkdóma, þar á meðal upp- komu hrömunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu. Til dæm- 662 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.