Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR ( HEILA Tafla V. Virkni súperoxíðdismútasa (SODl)(rauð blóðkorn) og oxunarvirkni cerúlóplasmíns (sermi) ásamt sérvirkni cerúlóplasmíns í fólki með Downs heilkenni. Bornar eru saman niðurstöður mælinga í einstaklingum 40 ára og eldri við þá sem voru yngri en 40 ára. í eldri hópnum voru 13 einstaklingar, en 22 í þeim yngri. Ákvaröanir Yngri en 40 ára 40 ára og eldri P gildi meöalgildi - bil meöalgildi - bil Virkni SODl (SOD 525 einingar) 430 (365-478) 474 (132-583)a) 0,0489' Virkni cerúlóplasmíns (ein./ml) 105 (72-134) 104 (67-156) n.s. Sérvirkni cerúlóplasmíns (ein./mg) 298 (232-417) 333 (233-396) 0,0414' a) Aöeins 20 einstaklingar. Tvö sýni spilltust vegna blóörofs. (Niöurstööur samkvæmt Þórsdóttir et al. 2001; sjá heimildaskrá.) * Tölfræöilega marktækur munur. n.s. = munur ekki tölfræöilega marktækur. Þessir sjúklingar hafa einnig þrjú gen fyrir SODl, þar eð genið sem skráir gerð þessa ensíms er sömu- leiðis á litningi 21. Er því SODl virknin hjá þeim að jafnaði upp undir 50% meiri en venjulegt er. Umdeilt er hvort þessi aukning á SODl virkni skiptir yfirleitt máli fyrir ríkjandi einkenni í Downs heilkenni eða ekki. Frá okkar sjónarmiði var hins vegar áhugavert að vita hvort virknin minnkaði með uppkomu Alz- heimerlíkra breytinga í heila á rosknum aldri. Gerð var tvenndarrannsókn á 35 tvenndum (pör- um) líkt og áður er lýst og í öllum tilfellum nema einu var klínísk greining á Downs heilkenni staðfest með lilningagreiningu. Að þessu loknu voru niðurstöður brotnar upp eftir aldri. Þær sýndu að í eldri hluta hópsins (40 ára eða eldri) var SODl virknin marktækt minni en í yngri hópnum (tafla V). Sérvirkni cerú- lóplasmíns (virkni í hlutfalli við massa) var einnig marktækt minni hjá þeim sem voru 40 ára eða eldri en hjá þeim yngri. Magn cerúlóplasmíns (og þar með magn kopars) fór hins vegar marktækt hækkandi með hækkandi aldri (ekki sýnt í töflu V). Oxunarvirkni cerúlóplasmíns hélst því af þessum sökum í heild óbreytt og var hin sama bæði hjá þeim sem voru 40 ára eða eldri og hjá þeim sem voru yngri (tafla V). Það var til baga í þessari rannsókn hve tiltölulega fáir í rannsóknarhópnum voru á sextugsaldri. Okkar skoð- un er sú að þessar breytingar hefðu orðið enn mark- tækari ef fleiri hefðu verið í elsta aldurshópnum (26). Að öllu samanlögðu teljum við því að við Alz- heimer sjúkdóm megi greina truflun á starfi oxavarn- andi koparensíma í blóði sem ekki er að rekja til skorts á kopar. Hliðstæðar breytingar verða á starf- semi þessara ensíma hjá sjúklingum með Downs heil- kenni á rosknum aldri, eða um svipað leyti og Alz- heimerlíkra breytinga í heila verður vart hjá þeim. Rannsaka þarf nánar hvort eða hvernig sjúkdómsfer- illinn mótast af minnkaðri virkni þessara ensíma. I þessu efni vekur athygli að virkni cerúlóplasmíns og SODl breyttist óháð hvor annarri hjá Alzheimer sjúklingum. Aukin myndun á cerúlóplasmíni í roskn- um Downs sjúklingum er trúlega álagseinkenni. I Downs-rannsókninni vekur einnig athygli að sér- virkni cerúlóplasmíns minnkaði marktækt á rosknum aldri, þrátt fyrir marktækt aukna myndun á cerúló- plasmíni með hækkandi aldri. Kopar og oxavarnarensím í Parkinson sjúkdómi og hreyfitaugungahrörnun Rannsókn var gerð á 40 tvenndum einstaklinga. Ein- staklingar í öðrum helmingi voru með skilgreindan Parkinson sjúkdóm, en í hinum helmingi voru heil- brigðir einstaklingar samkvæmt nánari skilmerkjum. Kopar var innan eðlilegra marka í blóði þessara sjúk- linga. I samanburði við viðmiðunarhópinn var hins vegar bæði magn, oxunarvirkni og sértæk virkni cerúlóplasmíns marktækt minni í sermi sjúklinganna. SODl virknin var ekki marktækt minni í rauðum blóðkornum hjá sjúklingunum, en minnkaði mark- tækt í hlutfalli við sjúkdómslengd (mynd 1). Oxunar- virkni cerúlóplasmíns fór einnig marktækt minnkandi í hlutfalli við sjúkdómslengdina (mynd 2). í báðum tilvikum minnkaði ensímvirknin óháð aldri og virkni cerúlóplasmíns og SODl breyttist óháð hvor annarri. I þessari rannsókn var ennfremur rannsakað hvort marktækar truflanir væru í járnbúskap Parkinson sjúklinga. Var þannig ákvarðað járn í sermi, serum ferritín, transferrín, mettun transferríns og járnbindi- geta. Var þetta gert vegna þess að fyrri athuganir höfðu bent til þess að truflanir væru á járnbúskap hjá sjúklingum með Parkinson sjúkdóm. Ekkert slíkt fannst í okkar rannsókn (25). Mynd 1. Myndin sýnir að oxunarvirkni cerúlóplasmíns fer marktœkt minnkandi í blóði Parkinson sjúklinga með vaxandi sjúkdómslengd (P = 0,0079). (Niðurstöðutölur samkvœmt Þórsdóttir et al. 1999; sjá heimildaskrá.) Læknablaðið 2003/89 665
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar: 9. tölublað (15.09.2003)
https://timarit.is/issue/378394

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

9. tölublað (15.09.2003)

Iliuutsit: