Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR í HEILA Mynd 2. Myndin sýnir að virkni SODl fer marktœkt minnkandi í blóði Parkin- son sjúklinga með vaxandi sjúkdómslengd (P = 0,0088). (Niðurstöðutölur sam- kvœmt Pórsdóttir et al. 1999; sjá heimildaskrá.) Sérstaka athygli vakti í þessari rannsókn að virkni beggja ensíma minnkaði marktœkt, óháð hvor ann- arri, með lengd sjúkdómsins. Engir sjúklinganna höfðu önnur marktæk einkenni né liðu af lélegri næringu sem skýrt gæti þessa niðurstöðu og eru margir þeirra enn á lífi. Hafin er nú ný rannsókn til þess að kanna hvort minnkandi cerúlóplasmínvirkni eða SODl virkni, önnur eða hvortveggja, tengist sjúkdómsferl- inum svo að marktækt sé. Ef svo er gæti ákvörðun á virkni annars eða beggja ensíma haft forspárgildi um sjúkdómsferilinn. Járnútfellingar eru þekktar í heila hjá Parkinson sjúklingum. Orsakir þessa kunna að vera margar, meðal annars truflun í virkni cerúló- plasmíns (sjá á undan). Hugsanlegt er ennfremur að truflun á virkni cerúlóplasmíns geti tengst uppkomu Parkinson sjúk- dóms í ríkari mæli en nú er þekkt. Við höfum þess vegna hafið rannsókn á því hvort tengsl kunni að vera milli Wilson sjúkdóms, þar sem eru þekktar truflanir í koparbúskap, og Parkinson sjúkdóms. Efni í umhverfinu geta sannanlega valdið skemmd- um á dópamínvirkum taugungum í svartsviði. Ef áverkunin er nægilega mikil veldur það sjúkdóms- ástandi í mönnum og dýrum er líkist Parkinson sjúk- dómi (Lewy skellur vantar þó að jafnaði). Best rann- sakað slíkra efna er MPTP (l-metýl-4-fenýl-l,2,3,6 tetrahýdrópýridín). MPTP oxast í glia frumum (bandvefsfrumum í miðtaugakerfinu), einkum í stirnufrumum (astrocytar), fyrir tilstilli mónóamín- óxidasa B í MPP+ (l-metýl-4-fenýlpýridín), sem því næst er ferjað inn í dópamínvirka taugunga með sömu ferju og flytur dópamín inn í taugafrumur á ný við endurupptöku. Genabreyttar mýs sem hafa mark- tækt meiri SODl virkni en venjulegar mýs eru mun síður næmar gegn skemmandi verkun af völdum MPP+ en þær. Þetta rennir eindregið stoðum undir þá skoðun að oxunarskemmdir séu valdar að sjúk- dómseinkennunum og eykur á vægi endurrannsókn- ar á Parkinson sjúklingum er að framan ræðir (30-32). Hreyfitaugungahrörnun er illvígur og oftast mjög banvænn sjúkdómur sem stafar af hrörnun í hreyfi- taugungum í heilastofni og mænu og er oftast sam- fara próteinútfellingum í frumunum. í 5-10% tilfellna er sjúkdómurinn arfbundinn og í hluta af þeim tilfell- um er um að ræða breytingu á SODl geninu svo og í vissum tilvikum þegar sjúkdómurinn er ekki arfgeng- ur. I þessum tilfellum eru útfellingar í frumunum oft aðallega gerðar úr SODl próteini en í flestum öðrum tilfellum eru útfellingar í taugafrumum af öðrum uppruna (33). Niðurstöðutölur úr rannsókn á sjúklingum með hreyfitaugungahrörnun, sem var tvenndarrannsókn með sama hætti og áður, bentu til þess að breytileiki (equality of variance) sértækrar cerúlóplasmínvirkni og SODl virkni væri marktœkt öðruvísi í sjúklingun- um en var í samanburðarhópnum, enda þótt enginn munur væri á miðtölugildum. Þéttni kopars í plasma var hin sama í báðum hópum (34). Þessar niðurstöð- ur gefa því vísbendingu um að einnig í þessum hrörn- unarsjúkdómi sé truflun á starfi oxavarnarensíma í blóði sem innihalda kopar þótt koparmagn sé eðli- legt. Það veikir þessa rannsókn að sjúklingarnir voru tiltölulega fáir en rannsóknin náði þó til 14 af 15 þá- lifandi sjúklingum hérlendis. Rannsóknir á fólki með einhverfu Einhverfa (autism) er meðfætt ástand sem er mun al- gengara hjá drengjum en stúlkum og er í ríkum mæli arfbundið. Á síðustu árum hefur þó sannast að þekkt fósturskemmandi efni (talídómíð) getur valdið ein- hverfu. Ljóst er ennfremur að einhverfa er tiltölulega oft samfara skemmdum á augum, eyrum, miðtauga- kerfi og fleiri líffærakerfum sem orðið hafa til snemma á meðgöngu (35-37). Nokkuð einfaldað má þess vegna líta svo á að einhverfa sé sjúkdómsmynd samfara áberandi misþroska eða þroskahefti í mið- taugakerfi. Jafnframt er fátt sem bendir til þess að í heila einhverfra sé á ungum aldri að finna hrömunar- breytingar með próteinútfellingum í áður fullþroska taugafrumum. Fólk á ungum aldri með einhverfu ætti þannig að vera vel fallið til samanburðar við sjúklinga sem haldnir eru fyrrgreindum hrörnunarsjúkdómum. Við töldum því fýsilegt að bera saman þéttni kopars, magn og virkni cerúlóplasmíns og virkni SODl í blóði sjúklinga með hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu annars vegar og einhverfu hins vegar. Við leituðumst við að gera fullmótaða tvenndar- rannsókn á ungu fólki (18-26 ára) með einhverfu í samanburði við heilbrigða einstaklinga af sama kyni og aldri. Af einhverjum sökum vildi einhverft fólk eða aðstandendur þeirra í ótrúlega mörgum tilvikum ekki taka þátt í slíkri rannsókn, en 13 af 35 sem leitað var til gáfu samþykki til rannsóknarinnar. Niðurstöðu- 666 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.