Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 23

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR í HEILA -----COUNTY BOUNDARIES |—"—| SCRAPIE IN ICELAND FROM 1878 i----1 TO APPROXIMATELY 1950 I----1 SCRAPIE- EXTENDED AREA 1----1 AFTER APPROXIMATELY 1950 ■■ AREAS WHERE SCRAPIE HAS NEVER BEEN DIAGNOSED Vestmanneyjar ý: Mynd 3. Kort afíslandi sem sýnir útbreiðslu sauðfjárriðu á landinufrá því hún barst til Skagafjarðar með hrút af ertsku kyni árið 1878 að talið er. Kringum 1950 var riða enn bundin við þrjársýslur og hluta tveggja annarra sýslna norðanlands (rauð- gult). Eftir fjárskipti vegna mæðuveiki um og upp úr 1950 dreifðist riða um mestan hluta landsins (blátt). Riða hefur þó aldrei fundist í fjórum sýslum auk Vest- mannaeyja (grænt) og heldur ekki á misstórum svæðum í öðrum sýslum. Riða hefur þannig aldrei fimdist í meginhluta Norður- Pingeyjarsýslti (grænt). (Tekið eftir Þorkeli Jóhann- essyni og Sigurði Sigurðar- syni 2002, sbr. heimildaskrá.) tölur benda ekki til þess að marktækur munur sé á oxunarvirkni cerúlóplasmíns eða virkni SODl í blóði fólks með einhverfu annars vegar og blóði fólks í samanburðarhópnum hins vegar. Þéttni cerúlóplasm- íns var meiri í blóði fólks með einhverfu en í fólki í samanburðarhópnum, en munurinn var ekki mark- tækur. Marktækur munur var heldur ekki á þéttni kopars (Þórsdóttir og meðhöfundar, óbirtar niður- stöður). Þessar niðurstöður renna því stoðum undir þá skoðun að minnkun eða aukinn breytileiki á virkni oxavarnarensíma tengist „virkum“ sjúkdómum í miðtaugakerfi, en ekki meðfœddu eða „kyrrstœðu“ ástandi, eins og einhverfu, sem einkennist af mis- þroska fremur en hrörnunarbreytingum í áður full- þroska taugafrumum. Rannsóknir á sauðfé með tilliti til riðu Riða er talin hafa borist til íslands seint á 19. öld. Riða hefur síðan borist víða um landið og hefur fund- ist í öllum sýslum nema fjórum auk Vestmannaeyja (mynd 3). Fyrst um það bil 100 árum síðar hófust markvissar aðgerðir til þess að útrýma riðu með niðurskurði, fjárskiptum, sótthreinsun og margs kon- ar þrifum og fleiru. Nýjum tilfellum af riðu hefur nú fækkað mjög hér á landi og útbreiðsla hennar hugs- anlega stöðvast, enda þótt grunur leiki á að riða kraumi víða undir og gæti blossað upp á ný ef fyllsta aðgæsla er ekki viðhöfð (11). Ein skýringartilgáta um uppkomu riðu gerir ráð fyrir því að mangan geti hrundið kopar úr hinu eðli- lega príonpróteini (PrPc) í kindum og bundist því í staðinn og þar með valdið aflögun próteinsins eða hraðað breytingu eðlilegs príonpróteins í hið sjúk- lega príonprótein (PrPsc). Það er því hugsanlegt að lítið magn af kopar í umhverfi fjárins og í fóðri og mikið magn af mangan gæti stuðlað að því að sauð- fjárriða komi upp (11). í tilraunum með mýs sem sýktar höfðu verið með sjúklegu príonpróteini minnkaði einnig virkni SODl og GPO í heilanum um sama leyti og fyrstu sjúkdómseinkenna varð vart eða nokkru fyrr. Samfara þessu urðu greindar oxunar- skemmdir í heilanum og jafnframt óx þéttni mangans í heila og blóði en magn kopars minnkaði að sama skapi (38, 39). Af þessu öllu þótti því nokkuð sjálf- gefið að við rannsóknir á sauðfé þyrfti einnig að taka tillit til þessara þátta. Alls voru tekin blóðsýni úr um það bil 140 ám, tveggja til fimm ára gömlum, á 14 býlum (sem næst 10 ær á hverju býli), og virkni cerúlóplasmíns, virkni SODl og virkni GPO ákvarðað. Sýni til ákvarðana á ensímvirkni voru tekin tvívegis, fyrst í september 2001 þegar fé var nýkomið af fjalli og svo aftur í mars 2002. Ærnar höfðu þá verið á húsi í liðlega þrjá mánuði og voru langt gengnar með. Var þetta gert vegna þess að fóðrun á húsi og meðganga getur haft áhrif á virkni oxavarnarensíma. Sýni til málmákvarð- ana voru hins vegar tekin í mars 2002. Ennfremur voru tekin sýni af ull til málmákvarðana og sýni úr heila kinda frá hlutaðeigandi býlum í sláturhúsum þegar unnt var. Var þessi rannsóknarvinna að hluta til unnin með tilstyrk frá Fulbright stofnuninni. Býlum var skipt í fjóra flokka: 1. flokkur: Aldrei riða eða riðulaust í meira en 40 ár (6 bæir; 3 bæir á Læknablaðið 2003/89 667
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.