Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 36

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 36
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS (SLANDS Aðalfundur LÍ að Hólum 22.-23. ágúst Ungir læknar endurheimtir í friði og ró - Veðurblíðan var í aðalhlutverki og ríkti bæði innandyra og utan Það er engin þörfað kvarta þegar blessuð sólin skín voru eiginlega einkunnar- orð aðalfundarins á Hólum. Þröstur Haraldsson Skagafjörður skein við sólu meðan aðalfundur Læknafélags íslands stóð yfir að Hólum í Hjaltadal. Starfshópar lágu úti á túni við störf sín og það var með naumindum að hægt væri að draga menn inn úr sólinni til að sinna fundarstörfum. Kannski var það þess vegna sem þau gengu fljótt og vel fyrir sig og al- mennur friður og eindrægni einkenndi aðalfundinn. Eða var það kannski bleikjan sem fram var borin? Fundurinn fór fram samkvæmt settum reglum og hófst laust upp úr hádegi föstudaginn 22. ágúst með ávarpi Sigurbjörns Sveinssonar formanns. Þar ræddi hann nokkuð um skattamál og afkomu lækna og fagnaði því að stjórnvöld skuli vilja ýta undir frjálsan atvinnurekstur og örva framtak einstaklinganna til að sjá sér farborða. Einnig drap hann á þá umræðu sem verið hefur í gangi um lyfjakostnað og þá ný- lundu að læknar séu kallaðir til ábyrgðar á því að hann þenjist út. Auglýsti hann eftir faglegri og mál- efnalegri umræðu um þennan sem og aðra þætti heil- brigðismála sem læknar væru fúsir til að taka þátt í. Að loknu ávarpi formanns steig Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í pontu. Hann fagnaði því að fá tækifæri til að ávarpa lækna, ekki síst svo nærri æskustöðvum sínum. Hann sagði frá því að þegar hann kom í ráðuneytið hefði maður gengið undir manns hönd að vara hann við læknum og þeirra véla- brögðum. Hann hefði hins vegar átt við þá afar ánægjulegt samstarf sem hann vildi gjarnan auka. Ráðherra fór yfir sviðið eins og það blasir við hon- um úr ráðuneytinu og drap á þá þætti heilbrigðismála sem hæst ber um þessar mundir. Ekki sagði hann miklar fréttir en boðaði þó að á næstunni yrðu teknar ákvarðanir um sjálfstæðan rekstur heilsugæslulækna á grundvelli viljayfirlýsingar hans frá því í fyrrahaust. Einnig greindi hann frá því að nú væri unnið að smíði tveggja frumvarpa sem snerta lækna, annars vegar endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu og hins vegar frumvarp til laga um réttindi og skyldur heil- brigðisstétta. Að ávarpi ráðherra loknu gafst fundarmönnum tækifæri til að varpa fram fyrirspurnum og var greini- legt að ýmislegt lá læknum á hjarta. Það var til dæmis spurt hvort boðuð endurskoðun á lögum um heil- brigðisþjónustu þýddi að læknalögin féllu úr gildi og hvort læknar fengju að hafa hönd í bagga með þeirri endurskoðun. Ráðherra svaraði því til að frumvarps- smíðin færi fram í starfshópi en þegar hann lyki störf- um yrði frumvarpið lagt fram til almennrar umfjöll- unar. Mest var þó spurt um þróun Landspítalans. Lækn- ar auglýstu eftir stefnu varðandi hlutverk spítalans, hvaða starfsemi þar skuli fara fram, hvort ætlunin 680 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.