Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 39

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS arsamtökunum vegna óánægju með kjarasamning- ana sem voru gerðir vorið 2002. Af þeim sökum þurfti að breyta ákvæðum um stjórnarkjör í lögum LI og birtist 9. greinin hér með áorðnum breytingum. 9.gr. Skipan og kjör stjórnar Stjórn félagsins skipa tíu menn, formaður, ritari, varaformaður, féhirðir og sex meðstjórnendur. Formenn Félags íslenskra heimilislækna, Sér- fræðingafélags íslenskra lækna og Félags ungra lækna eru sjálfkjörnir meðstjórnendur. Þrír með- stjórnendur eru kosnir á aðalfundi úr hópi félags- manna. Stjórnarmenn skulu vera frá a.m.k. tveimur aðildarfélögum. Formaður, ritari, varaformaður og féhirðir skulu kosnir hver fyrir sig til tveggja ára í senn. Annað árið skal kjósa formann og féhirði, en hitt árið ritara og varaformann. Séu fleiri en tveir í framboði og falli atkvæði að jöfnu, skal kjósa aftur milli þeirra tveggja, sem flest atkvæði hlutu. Falli atkvæði aftur að jöfnu, eða hafi tveir verið í kjöri og atkvæði fallið að jöfnu, skal hlutkesti ráða. Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til eins árs í senn. Verði atkvæði jöfn við kjör þeirra, skal hlutkesti ráða. Ef atkvæði falla jöfn í atkvæðagreiðslu stjórnar skal atkvæði formanns ráða. Kjósa skal tvo skoðunarmenn og einn til vara úr hópi félagsmanna til eins árs í senn. Samkvæmt lögum félagsins áttu formaður, gjald- keri og tveir meðstjórnendur að ganga úr stjórn. Þeir gáfu allir kost á sér til endurkjörs og er stjórnin því óbreytt en hún er þannig skipuð: Sigurbjörn Sveinsson formaður Jón Snædal varaformaður Hulda Hjartardóttir ritari Birna Jónsdóttir gjaldkeri Ófeigur Þorgeirsson meðstjórnandi Páll H. Möller meðstjórnandi Sigurður E. Sigurðsson meðstjórnandi Sigurður Björnsson meðstjórnandi Þórir B. Kolbeinsson meðstjórnandi Oddur Steinarsson meðstjórnandi. Þrír þeir síðastnefndu eru formenn Sérfræðinga- félags íslenskra lækna, Félags íslenskra heimilis- lækna og Félags ungra lækna. Loks ber þess að geta að aðalfundurinn sam- þykkti að hækka félagsgjaldið um 10 af hundraði, eða úr 55.000 krónum á ári í 60.500 krónur. Þarf nýja læknadeild? Að vanda var boðið til málþings á laugardagsmorgn- inum. Þar voru tvö málefni til umræðu. Fyrst hélt Jesper Poulsen formaður Danska læknafélagsins afar fróðlegt erindi um öryggi sjúklinga í hinu hættu- lega heilbrigðiskerfi og verða því gerð betri skil í næsta blaði. Hitt umræðuefnið var Læknadeild Há- skóla íslands og samstarf hennar og lækna. Kveikjan að þeirri umræðu var stjórnarfundur LI að Hótel Rangá - Rangárfundurinn - þar sem þeirri hugmynd var varpað fram hvort tímabært væri að setja á lagg- irnar nýja læknadeild til þess að veita þeirri gömlu aðhald og skerpa undir kötlunum sem sumum finnst vera orðnir heldur kraftlitlir. Frummælendur voru Stefán B. Sigurðsson núver- andi forseti læknadeildar, Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi deildarforseti sem reyndar flutli einnig fyrirlestur Kristjáns Erlendssonar varaforseta deild- arinnar sem var forfallaður, Ófeigur Þorgeirsson stjórnarmaður í LÍ og Oddur Steinarsson formaður Félags ungra lækna. Hafi einhver átt von á því að menn rykju saman í illindum hefur sá hinn sami orðið fyrir vonbrigðum. Umræðan var hin fróðlegasta og afar málefnaleg. Fulltrúar deildarinnar greindu frá því sem helst hefur verið á döfinni í læknadeild að undanförnu og bar þar hæst nýja aðferð við inntöku nemenda og breytta námskrá sem tekur gildi á næstu þremur árum. Stef- án deildarforseti greindi einnig frá umræðum sem verið hafa innan veggja Háskóla íslands um skipu- lagsmál, meðal annars um að sameina allar heilbrigð- isdeildir í einn heilbrigðisskóla sem yrði hluti af Há- skólanum en með aukið sjálfsforræði. Allt er þó enn óráðið í þeim efnum. Fundarmenn og frummælendur úr röðum óbreyttra lækna gagnrýndu einkum að deildin væri stíf og þunglamaleg og að langan tíma tæki að koma breyt- ingum í gegn þótt þær væru orðnar mjög aðkallandi úti í samfélaginu. Var því beint til deildarinnar hvort ekki væri hægt að tryggja örari mannaskipti í kenn- arastöðum, til dæmis með því að gefa mönnum kost á að helga sig rannsóknum. Fulltrúar læknadeildar svör- uðu því til að þetta væri vissulega til umræðu en Pau báru hitann og þungann af skipulagningu fundarins, frá vinstri: Gunnar Ármannsson, Margrét Aðaisteinsdóttir og Sigurbjörn Sveinsson. Læknablaðið 2003/89 683

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.