Læknablaðið - 15.09.2003, Side 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR /
í samtali við Læknablaðið segir landlæknir að nú
eigi menn ekkert að vera að velta sér upp úr fortíð-
inni heldur taka höndum saman við að efla hina nýju
stofnun. „Við munum styðja hana með ráðum og dáð
enda skiptir miklu að þeir sem veljast til forystu fyrir
Lýðheilsustöð fái þann stuðning sem þeir þurfa til að
ýta henni úr vör,“ sagði Sigurður Guðmundsson.
Hvar á hún að vera?
En það er fleira sem óvissa ríkir um í starfsemi Lýð-
heilsustöðvar. Enn er lil dæmis allsendis óljóst hvar
stöðinni verður fundinn staður. Þegar ljóst var orðið
að stofnunin yrði sett á laggimar tóku að berast há-
vær tilmæli frá vissum stöðum á landsbyggðinni um
að hún yrði sett niður utan höfuðborgarinnar. Eink-
um hefur verið bent á Akureyri sem vænlegan kost.
Þar er bæði öflugur spítali og ungur háskóli með heil-
brigðisdeild í örum vexti. Greinilegt var að þessi rök
bitu á ráðherrann, í það minnsta meðan hann háði
kosningabaráttu sína í Norðausturkjördæminu.
Flestir þeirra sem starfa á sviði heilbrigðismála
eru hins vegar á því að Lýðheilsustöð eigi hvergi
heima nema á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir því eru
færð ýmis rök, svo sem að starfsemi ráðanna fjögurra
sem undir stofnunina heyra fari öil fram í Reykjavík.
Um skeið gældu einhverjir við þá hugmynd að
stjórnsýsla stofnunarinnar gæti verið norðan heiða
þótt ráðin störfuðu áfram í Reykjavík. Nú virðast
menn líka hafa snúið baki við þeirri hugmynd. Hefur
verið bent á að lífsvon hinnar nýju stofnunar sé ekki
síst í því fólgin að henni takist að samræma starf
þeirra sem vinna að forvömum og það verði ekki
gert í gegnum síma norðan úr landi.
Landlæknir segist telja það skipta mjög miklu máli
að stofnunin verði á suðvesturhorninu. „Grunnhug-
mynd þessarar stöðvar er að koma öllum forvörnum
fyrir á einum stað og með fullri virðingu fyrir byggða-
stefnunni þá yrði það ekki klínískri vinnu lil fram-
dráttar að setja stöðina niður fjarri stærsta þéttbýlinu
og öflugustu heilbrigðisstofnunum þjóðarinnar,“ segir
hann og bætir því við að vissulega sé hægt að vinna
einstök verkefni annars staðar en að stjórnunin og yfir-
sýnin yfir rannsóknarstarfið verði að vera í stöðinni.
Þetta sjónarmið virðist vera að sækja á því það
sem nú er helst til umræðu er að stöðinni verði fund-
inn staður á höfuðborgarsvæðinu en að hægt verði að
fela til dæmis Háskólanum á Akureyri einstök af-
mörkuð verkefni á sviði rannsókna og kennslu í lýð-
heilsufræðum.
Enn einn óvissuþátturinn í starfsemi hinnar nýju
stofnunar er fjárhagurinn. Samkvæmt fjárlögum er
áætlað að kostnaður við Lýðheilsustöð verði á þessu
ári 18 milljónir króna, auk fimm milljóna sem áætlað-
ar eru í stofnkostnað. Þetta hafa menn túlkað sem
svo að heldur sé nú metnaður stjórnvalda rislítill.
Þessi upphæð nægi til þess að ráða tvo starfsmenn,
auk annars rekstrarkostnaðar, en ekki til að taka veru-
lega á í forvarna- og lýðheilsumálum.
Fjármögnun forvarnastarfs er með ýmsu móti. Til
er á vegum hins opinbera Forvarnasjóður sem 1% af
innheimtu áfengisgjaldi rennur í og eru tekjur hans
áætlaðar um 77 milljónir króna á þessu ári. Hægt er
að sækja um framlög úr sjóðnum lil lorvarnaverkefna
í áfengis- og fíkniefnamálum. Einnig er Tóbaks-
vamaráði markaður tekjustofn sem er 0,9% af brúttó-
sölu á tóbaki. Hvorki Manneldisráð né Slysavarna-
ráð hafa fasta tekjustofna.
Fræðsla og rannsóknir mikilvægust
Þeir sem til þekkja telja brýnast að efla sem mest
rannsóknir og fræðslu á sviði forvarna og það kostar
sitt. Þórólfur Þórlindsson prófessor og formaður
Áfengis- og vímuvarnaráðs segist hafa kynnt sér við-
horf í forvarnastarfi í nágrannalöndum okkar og þar
sé alls staðar lögð mikil áhersla á rannsóknir og miðl-
un upplýsinga. „Þetta er þungamiðja alls forvarna-
starfs og byggist á þeirri hugmynd að með því að ná
til fólks meðan það er á mótunarskeiði sé hægt að
móta lífsstíl þess til frambúðar. Það er einnig lögð
vaxandi áhersla á að meta forvarnaverkefni og ganga
úr skugga um að þau skili árangri," sagði Þórólfur.
Þorsteinn Njálsson læknir og formaður tóbaks-
varnanefndar tekur undir það að rannsóknir séu
nauðsynlegar en þar sé þó oft hægt að nýta betur það
sem til er af gögnum. Oft sé það þannig að vitneskjan
sé til en komist ekki til skila til almennings, þar geti
meðal annarra læknar litið í eigin barm.
Þorsteinn segir að stofnunin sé vissulega ómótuð
en að það verði hlutverk nýs forstjóra að móta hana.
„Hann getur gert hana að hefðbundinni stofnun sem
stjórnar að ofan og niður. En hinn kosturinn er líka
fyrir hendi að búa til lárétta stofnun sem starfar með
félagasamtökum og sveitarfélögum á öllum sviðum
forvarna.“ Hann bætir því við að þótt ekki sé gert ráð
fyrir miklu fé til stofnunarinnar þá sé hægt að bæta úr
því að einhverju leyti með því að sækja í sjóði Evrópu-
sambandsins sem Islendingar hafi fullan aðgang að.
Laufey Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Mann-
eldisráðs er sammála þeim félögum um nauðsyn
rannsókna og menntunar á sviði lýðheilsu. „Það er
einnig nauðsynlegt að samhæfa forvarnir á sem flest-
um sviðum og láta sér ekki nægja að fræða fólk held-
ur að ýta á markvissan hátt undir heilbrigðan lífsstíl.
Þess vegna þarf að fella fleiri svið undir Lýðheilsu-
stöð en þessi fjögur sem nú er rætt um,“ segir Laufey.
Þau Laufey og Þorsteinn eru raunar í hópi um-
sækjenda um forstjórastarfið en hvort sem annað
þeirra verður fyrir valinu eða einhver annar þá er
fyllsta ástæða til að óska viðkomandi farsældar í
starfi. Verkefnin sem við blasa eru stór og varðar
miklu fyrir forvarnir í landinu að á þeim sé tekið af
metnaði og reisn.
LÝÐHEILSUSTÖÐ ■
1
Læknablaðið 2003/89 689