Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 47

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BJÖRGUNARÞYRLAN Hvenær og hver á að kalla út þyrlusveitina? - Viljum að þjónusta okkar sé notuð sem mest, segir Friðrik Sigurbergsson umsjónarlæknir þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og Landspítalans Eftir rÚtuslysið sem varð á Geldingadraga í Borg- arfirði um verslunarmannahelgina urðu nokkrar um- ræður í fjölmiðlum um það hvernig réttast sé að standa að útkalli þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og Landspítalans. Inn í þær umræður blönduðust aðrar fréttir af önnum þyrlunnar þegar slysahrina gekk yfir skömmu síðar. Af þessu tilefni hitti Lækna- blaðið Friðrik Sigurbergsson að máli en hann er sér- fræðingur á slysa- og bráðasviði Landspítalans í Fossvogi og umsjónarlæknir þyrlusveitarinnar. Umræður manna á meðal um þyrlusveitina eru af tvennum toga. Annars vegar heyrist stundum gagn- rýni á það að þyrlan skuli notuð til þess að ná í lítið slasað fólk sem í raun væri hægt að bjarga með öðrum hætti en svo hendir það líka að þyrlan er ekki tiltæk þegar meira liggur við. Hins vegar er það spurningin um það hver taki ákvörðun um það að kalla þyrluna út en á það reyndi í rútuslysinu sem áður var nefnt. Varðandi það fyrrnefnda sagði Friðrik að það væri skoðun þeirra sem skipa þyrlusveitina að þjón- ustu þeirra beri að nota sem mest. „Málið er í raun- inni sáraeinfalt, þyrlan á að vera á lofti í 400 klukku- stundir á ári og ef lítið er um útköll þurfum við að fara þeim mun oftar í æfingaferðir. Það getur því fall- ið vel að starfsemi okkar að skreppa eftir manni sem hefur tognað á ökkla á gönguför í Henglinum. Slík ferð getur komið í staðinn fyrir æfingaflug og kostn- aður við alvöruferð er að heita má sá sami og við æf- ingar,“ segir Friðrik. Þetta á þó fyrst og fremst við um sumartímann þegar flugskilyrði eru góð. „Það gegnir dálítið öðru máli um vetrartímann því þá þurfum við oft að standa fast á því að fljúga ekki nema brýna nauðsyn beri til. Ef tvísýnt er um færð vegna illviðris og myrk- urs erum við að tefla okkar eigin öryggi í hættu með því að fljúga og þá viljum við ganga úr skugga um að þörfin sé raunveruleg og brýn,“ segir hann. Ósáttur viö boðunarkerfið Varðandi það hver geti kallað þyrluna út og hvernig það er ákveðið þá segist Friðrik ekki vera sáttur við það hvernig að því er staðið. „Venjulega er haft samband frá slysstað og beðið um aðstoð þyrlunnar. Það er svo Neyðarlínan eða aðrir björgunaraðilar sem taka ákvörðun um fram- haldið. Að vísu getum við í áhöfninni breytt þeirri ákvörðun og gerum það stundum í samráði við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Það hefur gerst þegar augljóst er af atburðarásinni að veruleg líkindi séu á því að alvarlegt slys hafi orðið. Það er mín skoðun að þegar Neyðarlínan fær til- kynningu um að rúta með 30 manns innanborðs hafi oltið þá eigi hún að setja slysadeildina í viðbragðs- stöðu fýrir hópslys og senda greiningarsveit á vettvang með þyrlunni. Við vorum ósáttir við að þyrlan væri einungis sett í viðbragðsstöðu en ekki send strax af stað. Þarna getur hver mínúta skipt máli við björgun manns- lífa eins og dæmin sanna. Og þó svo væri ekki þá er enginn skaði skeður með því að senda okkur af stað. Við fáum þá bara Friðrik Sigurbergsson á vinnustað sínum, Slysadeild góða æfingu út úr ferðinni." Landspítalans í Fossvogi. Engin varaáhöfn tiltæk Þegar slysahrinur ganga yfir getur álagið á starfs- menn þyrlusveitar og slysadeildar orðið mikið. Menn hafa því velt því fyrir sér hvort nóg sé að hafa eina þyrluvakt. Sveitina skipa, auk flugáhafnar, sex lækn- ar og skipta þeir með sér vöktum sem eru frá einum sólarhring upp í þrjá. Allir eru þessir læknar jafn- framt í fullu starfi við Landspítalann. „Þegar álagið er mikið getur farið svo að við verð- um að neita fólki um aðstoð af þeirri ástæðu að reglur um vinnutíma sveitarinnar banna okkur að fljúga meira en orðið er. Menn verða að fá sína lágmarks- hvíld. En þegar svo háttar er ekki hægt að kalla út aðra áhöfn því fjárveitingar leyfa ekki að önnur áhöfn sé á bakvakt. Stundum hefur það gerst að sveitin er að sinna verkefni fjarri Reykjavík eða í gæsluflugi þegar útkall berst. Þá þyrfti að vera hægt að manna hina þyrluna og senda hana á vettvang en það er ekki hægt. Verst finnst okkur þó ef þetta gerist þegar þyrlan er upptekin við að flytja erlenda þjóðhöfðingja milli staða eða að sinna öryggisgæslu vegna slíkra heim- sókna. Þá hefur það komið fyrir að engin þyrla er tiltæk dögum saman, til dæmis þegar forseti Kína var hér á ferð. Þá var þyrlan upptekin mestallan tímann við að flytja víkingasveit lögreglunnar á milli við- komustaða forsetans,41 sagði Friðrik Sigurbergsson. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2003/89 691
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.