Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÖG UM SJÚKLINGATRYGGINGU
Lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000
- Fyrstu skref við framkvæmd nýrra laga
Ingibjörg
Georgsdóttir
Una Björk
Ómarsdóttir
Ingibjörg Georgsdóttir er
aðstoðartryggingayfirlæknir
Tryggingastofnunar ríkisins.
Una Björk Ómarsdóltir er
lögfræðingur og deildarstjóri
við Tryggingastofnun ríkisins.
Þann 1. janúar 2001 tóku gildi lög nr. 111/2000 um
sjúklingatryggingu (STL). Lögin veita sjúklingum í
ákveðnum tilvikum rétt til bóta fyrir líkamlegt eða
geðrænt tjón sem verður í tengslum við rannsóknir
eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð
eða annarri heilbrigðisstofnun, í sjúkraflutningum
eða hjá heilbrigðisstarfsmanni sem starfar sjálfstætt.
Einnig eru tryggðir þeir sem gangast undir læknis-
fræðilega tilraun sem ekki er liður í sjúkdómsgrein-
ingu eða meðferð á sjúkdómi einstaklingsins, og loks
þeir sem gefa vef, líffæri, blóð eða annan líkams-
vökva.
Þó að lögin um sjúklingatryggingu hafi vissulega
verið nýmæli var sjúklingatryggingin sern slík það
ekki, því ákvæði um sjúklingatryggingu hafa verið í
slysatryggingakafla laga um almannatryggingar frá
árinu 1989 (1). Bætur voru greiddar vegna afleiðinga
læknisaðgerða og mistaka starfsfólks og tryggingin
tók eingöngu til opinberra sjúkrastofnana, það er að
segja sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Bótaréttur
var sá sami og launþegar hafa vegna vinnuslysa. Þetta
fyrirkomulag álli þó aldrei að verða annað en bráða-
birgðalausn þar til sérstök lög um sjúklingatryggingu
yrðu sett enda vantaði allmikið upp á að sjúklingar
hafi með þessum hætti átt rétt á bótum sem nálguðust
það að vera fullar bætur. Frá árinu 1989 til 1. júlí 2003
bárust alls 542 tilkynningar um bótaskyld atvik
samkvæmt eldri tryggingunni til Tryggingastofnunar
ríkisins (TR), eða sem svarar til tæplega 50 tilkynn-
inga á ári. Bótaskylda hefur verið samþykkt í 52%
málanna, 28% umsókna synjað og 19% umsókna
voru óafgreidd 1. júlí 2003.
Markmiðið með setningu nýju laganna var að
auka bótarétt sjúklinga sem bíða heilsutjón vegna
áfalla í tengslum við læknismeðferð og jafnframt gera
þeim auðveldara fyrir að ná rétti sínum (2). Sjúk-
lingatryggingin veitir sjúklingum víðtækari rétt til
bóta en flestum öðrum tjónþolum þar sem ekki þarf
að sýna fram á að neinn beri skaðabótaábyrgð á tjón-
inu. Rökin fyrir því eru meðal annars hversu erfitt
getur verið að sanna sök á þessu sviði og einnig að
víðtækur bótaréttur ætti að greiða fyrir því að fólk
gefi líffæri og blóð og sjálfboðaliðar fáist til að gang-
ast undir læknisfræðilegar tilraunir. Einnig er talið að
sjúklingatrygging greiði fyrir því að sem víðtækastar
upplýsingar fáist um það sem betur má fara í heil-
brigðiskerfinu, dragi úr tortryggni milli sjúklinga og
heilbrigðisstarfsmanna og geri heilbrigðisstarfsmenn
samvinnufúsari við upplýsingaöflun þar sem ekki
þarf að sýna fram á sök (3).
Nýja tryggingin gildir aðeins um tjónsatvik sem
eiga sér stað eftir 1. janúar 2001. Áfram er hægt að
sækja um bætur úr eldri sjúklingatryggingunni vegna
atvika sem áttu sér stað fyrir gildistöku nýju laganna.
Nýju lögin voru samin að danskri fyrirmynd en
einnig höfð hliðsjón af löggjöf hinna Norðurland-
anna. Þess má geta að hliðstæð bótaúrræði eru ekki
lil utan Norðurlanda (4). Lögin eru að flestu leyti víð-
tækari en að sumu leyti einnig þrengri en eldra laga-
ákvæði um sjúklingatryggingu.
Sjúklingatryggingin er þess eðlis að málafjöldi er
lítill í fyrstu en fer svo stigvaxandi. Yfirleitt líður þó
nokkur tími frá tjónsatviki og þar til sótt er um bætur.
Oftast er um að ræða nokkra mánuði og allt að einu
til tveimur árum. Árið 2001 bárust 22 tilkynningar til
TR um meint sjúklingatryggingartjón, árið 2002 voru
þær 44 og fyrstu sex mánuði ársins 2003 barst 21
tilkynning. Ef litið er til reynslu Dana má búast við að
á nokkrum árum muni málafjöldi vaxa í um 200 mál
á ári, eða allt að fjórföldun á tilkynningum frá því
sem var með eldri tryggingu.
Mikilvægar skýringar er að finna í greinargerð
með lögunum, einkum greinargerð með 2. gr. Lögin
og greinargerðina má nálgast á netinu á eftirfarandi
vefslóðum:
Lögnr. 111/2000
www.altliingi.is/lagas/nuna/2000111. html
Greinargerð
www.althingi.is/altext/125/s/0836.html
Hverjir eru tryggðir?
Samkvæmt 1. gr. STL eru tryggðir þeir sjúklingar, það
er notendur heilbrigðisþjónustu, sem verða fyrir lík-
amlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn
eða sjúkdómsmeðferð. Það er skilyrði að sjúklingur
verði fyrir raunverulegu tjóni. Ef mistök verða en
valda engu tjóni er bótaskylda ekki fyrir hendi. Þeir
sem missa framfæranda við andlát slíkra sjúklinga
eiga einnig bótarétt.
Einnig eru tryggðir þeir sem gangast undir læknis-
fræðilega tilraun sem ekki er liður í sjúkdómsgrein-
ingu eða meðferð á sjúkdómi einstaklingsins, og loks
þeir sem gefa vef, líffæri, blóð eða annan líkams-
vökva. Þessir aðilar eru tryggðir þó þeir séu ekki
sjúklingar. Þeir njóta almennt sama réttar og sjúk-
lingar en eiga í vissum tilvikum ríkari rétt til bóta en
aðrir tjónþolar (5).
Hvar eru sjúklingar tryggðir?
Gildissvið tryggingarinnar nær til alls heilbrigðiskerf-
isins og allrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á
landi. Ekki skiptir máli hvort kostnaður við heil-
698 Læknablaðið 2003/89