Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÖG UM SJÚKLINGATRYGGINGU
brigðisþjónustuna er greiddur af sjúkratryggingum
almannatrygginga, beinum fjárframlögum úr ríkis-
sjóði eða af sjúklingi sjálfum (6). Sjúklingar eru
tryggðir þegar þeir eru til rannsóknar eða sjúkdóms-
meðferðar á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og
stofnunum þar sem veitt er heilbrigðisþjónusta, til
dæmis á hjúkrunarheimilum. Sjúklingar eru einnig
tryggðir í sjúkraflutningum á vegum ríkisins, það er
að segja ef veitt er heilbrigðisþjónusta í sjúkraflutn-
ingnum, hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs-
mönnum og í sjúkdómsmeðferð erlendis á vegum
TR. Með sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönn-
um er ekki eingöngu átt við lækna, heldur alla heil-
brigðisstarfsmenn sem starfa sjálfstætt og hafa hlotið
löggildingu heilbrigðisráðherra til starfans. Petta er
talsverð útvíkkun frá eldri sjúklingatryggingu sem
náði eingöngu til sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva.
Hverjir sjá um trygginguna?
TR annast sjúklingatryggingu fyrir heilsugæslustöðv-
ar, sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir sem ríkið
á í heild eða að hluta og einnig vegna sjúkraflutninga
og sjúklinga erlendis á vegum TR og „siglinganefnd-
ar“ (7). Aðrir, sem eru fyrst og fremst heilbrigðis-
stofnanir sem eru ekki í eigu ríkisins og sjálfstætt
starfandi heilbrigðisstarfsmenn, kaupa sjúklinga-
tryggingu hjá vátryggingafélögum (8). Sjúklingar
geta því ýmist þurft að beina bótakröfum sínum til
TR eða vátryggingafélags eftir því hvar sjúkdóms-
meðferð fór fram.
Tjónsatvik
Sjúklingatryggingin nær til fleiri tjónsatvika en þeirra
sem leiða til bótaskyldu eftir almennum reglum
skaðabótaréttar. Hún nær hins vegar ekki til tjóns
sem er óhjákvæmileg afleiðing sjúkdómsins sem átti
að lækna og meðferðar við honum (9). Samkvæml 1.
gr. STL er skilyrði að tjónið tengist rannsókn eða
sjúkdómsmeðferð.
I 2. gr. STL eru afmörkuð nánar þau tjónsatvik
sem lögin taka til. Þau eru talin upp í fjórum liðum og
ítarlega skýrð í greinargerð með lögunum. 1., 2. og 3.
töluliður taka til tjóns sem komast hefði mátt hjá ef
meðferð eða rannsókn hefði verið hagað á annan
hátt en gert var. 4. töluliður tekur hins vegar til tjóns
sem ekki hefði verið unnt að komast hjá en ósann-
gjarnt þykir að sjúklingur beri bótalaust.
Tjón er aðeins bótaskylt ef að öllum líkindum má
rekja það til einhverra þessara tilteknu atvika. Með
orðalaginu „að öllum líkindum" er átt við að það
verði að vera talsvert miklar líkur á að tjónið megi
rekja til einhverra þessara atvika. Ef eins er líklegt að
tjónið sé óháð meðferðinni er bótaréttur ekki fyrir
hendi. Sama gildir ef ekkert verður sagt um hver sé
líklegasta orsök tjónsins (10).
2. gr. STL hljóðar svo:
Bœturskalgreiða án tillits tilþess hvort einhver ber
skaðabótaábyrgð samkvœmt reglum skaðabóta-
réttarins, enda megi að öllum líkindum rekja tjónið til
einhvers eftirtalinna atvika:
1. Ætla má að komast hefði mátt hjá tjóni efrann-
sókn eða meðferð við þœr aðstæður sem um
rœðir hefði verið hagað eins vel og unnt hefði
verið og í samrœmi við þekkingu og reynslu á
viðkomandi sviði.
2. Tjón hlýst afbilun eða galla í tœki, áhöldum eða
öðrum búnaði sem notaður er við rannsókn eða
sjúkdómsmeðferð.
3. Mat sem síðar er gert leiðir í Ijós að komast
hefði mátt hjá tjóni með því að beita annarri
meðferðaraðferð eða -tœkni sem völ var á og
hefði frá lœknisfrœðilegu sjónarmiði gert sama
gagn við meðferð sjúklings.
4. Tjón hlýst afmeðferð eða rannsókn, þ.m.t. að-
gerð, sem œtlað er að greina sjúkdóm og tjónið
er afsýkingu eða öðrum fylgikvilla sem er meiri
en svo að sanngjarnt sé að sjúklingur þoli það
bótalaust. Annars vegarskal líta tilþess hve tjón
er mikið og hins vegar til sjúkdóms og heilsu-
fars sjúklings að öðru leyti. Þá skal taka mið af
því hvort algengt er að tjón verði af meðferð
eins og þeirri sem sjúklingur gekkst undir og
hvort eða að hve miklu leyti gera mátti ráð fyrir
að hœtta vœri á slíku tjóni.
1. töluliður lýtur þannig að því hvort rétt hafi verið
staðið að meðferð, 2. töluliður fjallar um bilun eða
galla í tækjum eða áhöldum, 3. töluliður um hvort
beita hefði mátt annarri meðferðaraðferð eða -tækni
og 4. töluliður fjallar um heilsutjón sem hlýst af sýk-
ingu eða öðrum fylgikvilla meðferðar sem ósann-
gjarnt þykir að sjúklingur beri bótalaust. Þegar mál er
skoðað með tilliti til bótaskyldu á fyrst að athuga
hvort það fellur undir 1. tölulið, ef svo er ekki þá 2.
tölulið, og svo framvegis (11). Ef ekki er hægt að fella
tjónsatvik undir neinn af þessum töluliðum er tjónið
ekki bótaskylt. Undantekning frá þessu er þó ef um
er að ræða læknisfræðilegar tilraunir, líffæra- og blóð-
gjafir og þess háttar. Bætur vegna Ijóns sem hlýst af
rangri sjúkdómsgreiningu greiðast aðeins ef tilvik
fellur undir 1. eða 2. tölulið 2. gr. (12).
1. töluliður
1. töluliðurinn tekur til mistaka í víðtækri merkingu, í
þeim skilningi að ekki þarf að sýna fram á sök.
Bótaréttur stofnast ef komast hefði mátt hjá tjóni
með því að haga rannsókn eða meðferð eins vel og
unnt hefði verið og í samræmi við þekkingu og
reynslu á viðkomandi sviði. Hér er meðal annars átt
við hvers konar ranga meðferð, bæði ef beitt er með-
ferð sem ekki átti læknisfræðilega rétt á sér og eins ef
ekki er gripið til meðferðar sem við á. Sama á við ef
notaðar eru rangar aðferðir eða gáleysi sýnt við með-
Læknablaðið 2003/89 699