Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 57

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÖG UM SJÚKLINGATRYGGIN G U eða starfsfólki verður á mistök við lyfjagjöf. Einnig er hugsanlegt að bótaréttur stofnist ef heilsutjón hlýst af lyfi og því hefði mátt afstýra með annarri jafngildri meðferð, nema það hefði haft í för með sér sambærilega hættu á að sjúklingur yrði fyrir heilsu- tjóni (23). I greinargerð með lögunum er vísað til þess að tjón vegna eiginleika lyfja fáisl yfirleitt bætt hjá þeim sem er bótaskyldur samkvæmt lögum um skaðsemis- ábyrgð. A hinum Norðurlöndunum hafa verið settar á fót sérstakar lyfjatjónstryggingar sem eru hliðstæð- ar sjúklingatryggingu. Framleiðendur og innflytjend- ur lyfja bera kostnað af þeim tryggingum og þær eru í umsjón vátryggingafélaga (24). Endurkröfuréttur Endurkrafa verður aðeins gerð á hendur bótaskyld- um aðila eða starfsmanni ef hann hefur valdið tjóni af ásetningi. Stórfellt gáleysi nægir ekki til að endur- krafa sé heimil. Rökin fyrir því eru þau að ótti heil- brigðisstarfsmanna við skaðabótakröfu gæti í ein- hverjum tilfellum spillt fyrir rannsókn á orsökum tjóns (25). Fyrning Bótakrafa fymist þegar fjögur ár eru liðin frá því að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt en þó eigi síðar en þegar liðin eru tíu ár frá tjónsatvikinu (26). Bœtur Bætur sjúklingatryggingar greiðast samkvæmt regl- um skaðabótalaga. Skilyrði er að tjón nemi að lág- marki 50 þúsund kr., bætur eru ekki greiddar fyrir minna tjón. Hámark bóta er hins vegar fimm milljón- ir sem getur vart talist sérlega hátt. Pessar fjárhæðir hækka einu sinni á ári og eru fjárhæðirnar vegna atvika sem verða árið 2003 55.591 kr„ það er að segja lágmarkið, og hámarkið er 5.559.129 kr. (27). Það sem gerir bótauppgjör sjúklingatryggingamála flóknari en flestra annarra skaðabótamála er sú staðreynd að nánast allir þeir sem öðlast bótarétt eru veikir fyrir. Tryggingunni er ekki ætlað að bæta heilsu- tjón af vötdum sjúkdóma heldur einungis það um- framtjón sem hlýst af bótaskyldu tjónsatviki. Því þarf að meta hvernig búast hefði mátt við að heilsufar sjúk- lings hefði þróast ef meðferð hefði gengið klakklaust fyrir sig og bera saman við raunverulegan gang mála. Það er mismunurinn á þessurn tveimur atburðarásum sem á að bæta. Greinargóðar upplýsingar frá læknum geta einfaldað mjög og flýtt fyrir bótauppgjöri. Framkvæmd Það er í höndum sjúklinga sjálfra að sækja um bætur úr sjúklingatryggingu. Sjúklingur fyllir út sérstakt umsóknareyðublað og skilar því inn til TR eða vá- tryggingafélags, eftir því sem við á. í 15. gr. STL er TR veitt víðtæk heimild til að afla gagna. Stofnunin getur krafið heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfs- menn um hvers konar gögn, þar á meðal sjúkra- skýrslur, sem hún telur skipta máli við meðferð máls. Það skiptir miklu við afgreiðslu mála að gögn frá meðferðaraðilum séu vel úr garði gerð og greinar- gerðir skýrar. TR hefur útbúið sérstakt eyðublað sem ætlast er til að læknar fylli út vegna meintra sjúklinga- tryggingaratvika. Innan TR hefur teymi tveggja lækna og tveggja lögfræðinga umsjón með framkvæmd hinna nýju laga. Samráðsfundir eru haldnir reglulega og farið sameiginlega yfir öll mál, aðsend gögn, tilkynningar og greinargerðir. Leitað er upplýsinga hjá embætti landlæknis þegar við á og samvinna er við forstöðu- lækna hinna ýmsu sérgreina. Leitað er til sérfróðra lækna innan og utan TR varðandi mat á kvörtunum sjúklinga og ákvörðun um bótaskyldu er tekin sam- eiginlega af teyminu. Reynslan hefur sýnt að þessi mál eru þung í vöfum og alla jafna líða nokkrir mánuðir frá því að umsókn berst og þar til ákvörðun um bótaskyldu liggur fyrir. Gagnaöflun er tímafrek og niðurstaða fæst ekki nema nteð samvinnu margra. Þann 1. júlí 2003, tveimur og hálfu ári eftir gildis- töku laga um sjúklingatryggingu, höfðu TR borist 87 tilkynningar um meint atvik samkvæmt lögunum. Um er að ræða atvik innan helstu sérgreina læknisfræð- innar, skurðlækninga, lyflækninga, kvensjúkdóma og fæðingarhjálpar, heimilislækninga og barnalækninga. Flestar tilkynningar varða lýtalækningar og bæklun- arlækningar. Þann 1. júlí 2003 hafði bótaskylda verið samþykkt í 24 málum en 30 málum verið synjað eða vísað til vátryggingafélags. Er það svipað hlutfall og hjá dönsku sjúklingatryggingunni. 33 mál voru óaf- greidd. Flest málin sem samþykkt eru falla undir 1. eða 4. tölulið 2. gr., það er mistök í víðtækri merkingu eða sanngirnisregluna. Kærur til úrskurðarnefndar almannatrygginga Níu synjanir um bótaskyldu samkvæmt sjúklinga- tryggingu hafa verið kærðar til úrskurðarnefndar al- mannatrygginga. I einu þeirra endurskoðaði TR mál- ið á grundvelli nýrra gagna og við nánari athugun var fallist á bótaskyldu. Tvö mál eru óafgreidd hjá nefnd- inni en í hinum sex málunum var niðurstaða TR stað- fest af úrskurðarnefnd almannatrygginga. Hér á eftir er lýst atvikum þeirra kærumála sem úrskurðarnefnd almannatrygginga hefur fjallað um. Fylgikvillar eftir garnastyttingaraðgerð. Bótaskylda ekki fyrir hendi Kvörtun 39 ára sjúklings um rof á görn og sýkingu í kjölfar garnastyttingaraðgerðar vegna offitu. Kvaðst sjúklingur hafa fengið að borða á fjórða degi eftir aðgerð sem leitt hefði til þessa tjóns. Læknablaðið 2003/89 701

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.