Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 61

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÖG UM SJÚKLINGATRYGGINGU til greina og 2. og 3. töluliður ættu ekki við um tilvik kæranda. Úrskurðarnefndin taldi að til þess að bótaskylda samkvæmt 4. tölulið væri fyrir hendi þyrfti sjúklingur að vera talsvert verr settur eftir aðgerð en fyrir. Þegar málsatvik voru virt í heild var það mat nefndarinnar að svo væri ekki í þessu tilviki. Sjúklingur var í þörf fyrir aðgerð og tilgangi aðgerðar var náð þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Ekkert benti til þess að var- anlegt heilsutjón hafi orðið. Það var því niðurstaða úrskurðamefndar að þrátt fyrir sýkingu í kjölfar að- gerðar sem olli sjúklingi tímabundnum erfiðleikum væri bótaskylda ekki fyrir hendi. Fylgikvillar eftir naflaaðgerö. Bótaskylda ekki fyrír hendi Kvörtun 63 ára sjúklings um langvinna útferð úr sári eftir aðgerð á nafla. í kjölfar aðgerðar vaknaði grun- ur um sýkingu, sár var opnað og tók nokkurn tíma að gróa að fullu. Sár var þó nær fullgróið innan þriggja mánaða frá aðgerð. Um árabil hafði vessað frá nafla og þrátt fyrir endurteknar aðgerðir og meðferð hafði ekki tekist að komast fyrir vandann. Að áliti sérfræðings utan TR höfðu eðlilegar læknisfræðilegar ástæður legið fyrir aðgerðum og rétt verið að þeim staðið. Óvissa hefði verið varðandi það hvort aðgerð myndi bera árangur og hefði sjúk- lingi verið gerð grein fyrir því. Gangur eftir aðgerð olli óþægindum. Fylgikvillinn var þó hvorki sjaldgæf- ur né alvarlegur og ekki var um varanlegt heilsutjón að ræða. Úrskurðarnefnd staðfesti þessa niðurstöðu TR og tilgreindi að öllum skurðaðgerðum fylgdi áhætta. Kærandi hafi vitað að óvíst væri um árangur áður en gengist var undir aðgerð. Til að bótaskylda sé fyrir hendi þurfi sjúklingur að vera talsvert verr settur eftir aðgerðina en fyrir hana og var það mat nefndar- innar að virtum málsatvikum í heild sinni að svo væri ekki í þessu tilviki. Bótaskylda væri því ekki fyrir hendi. Utanlegsfóstur og andvana fæðing í tvíburameð- göngu. Bótaskylda ekki fyrir hendi Kvörtun 36 ára sjúklings um ónógar rannsóknir og ófullnægjandi meðferð í tvíburameðgöngu þar sem annað fóstrið var í legholi en hitt í eggjaleiðara. Fjar- lægja þurfti eggjaleiðara vegna utanlegsþykktar við tæplega 10 vikna meðgöngu, „cerclage" saumur var settur á legháls við 14 vikna meðgöngu og við 23 vikna meðgöngu fæddist andvana barn sem vó 440 g. I heilsufarssögu voru upplýsingar um keiluskurði, „cerclage“ sauma, fósturlát, fæðingar og reykingar. Að áliti sérfræðings utan TR hafði rannsókn og meðferð verið hagað eins vel og unnt var og í sam- ræmi við þekkingu og reynslu. Erfitt sé að greina þungun utan legs þegar samtímis er heilbrigt fóstur í legholi. Vel hafi verið að verki staðið við að greina utanlegsþykkt við tæplega 10 vikna meðgöngu og ekkert í skýrslum gefi til kynna að meðferð hafi ekki verið rétt. Einnig hafi fósturlát/fyrirburafæðing verið nánast óumflýjanlegt með tilliti til þeirra einkenna sem lýst var og litlar líkur á því að hægt væri að bjarga þunguninni þegar konan veiktist við 23 vikur. Úrskurðamefndin rakti að það væri ekki nægilegt til bótaskyldu að tjón hafi orðið, það verði að vera hægt að rekja tjónið til meðferðar. Nefndin taldi að brottnám eggjaleiðara og andvana fæðing hafi hvort tveggja verið óumflýjanlegt og hafi ekki orðið vegna ágalla á meðferð. Varðandi brottnám utanlegsfósturs þá væri um að ræða sjaldgæft afbrigði tvíburameð- göngu og ekki um aðra meðferð að ræða en brottnám eggjaleiðara þó greining hefði verið gerð nokkru fyrr. Tjón kæranda verði þannig ekki rakið til meðferðar. Varðandi andvana fæðingu fyrirbura liggi fyrir að meðganga kæranda var verulega áhættusöm, eðlilega var staðið að rannsókn og skoðun, fæðing fyrir tímann hafi verið óhjákvæmileg og ekki um að kenna ófull- komnu eftirliti á meðgöngu. Það var því niðurstaða úrskurðarnefndar að bótaskylda væri ekki fyrir hendi. Heimildir 1. Ákvæöinu var bætt inn í lög um almannatryggingar með 1. gr. laga nr. 74/1989 og var fellt úr lögunum með 23. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu. 2. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4418. 3. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4419. 4. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4415. 5. Sjá 4. mgr. 1. gr„ 4. gr. og 3. mgr. 5. gr. STL. 6. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4421. 7. Sjáll.og 14. gr. STL. 8. Sjá 10. gr. STL. 9. Alþingistíðindi, þingskjöt, 1999-2000, bls. 4419. 10. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4422. 11. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4423. 12. Sjá 1. mgr. 3. gr. STL. 13. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4423. 14. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4423. 15. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4424. 16. Sjá 1. mgr. 3. gr. STL. 17. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4424-5. 18. Sjá meðal annars ársskýrslu Patientforsikringen í Kaupmanna- höfn 1996, bls. 86. 19. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4425. 20. Sjá meðal annars ársskýrslu Patientforsikringen í Kaupmanna- höfn 1996, bls. 85. 21. Sjá 2. mgr. 3. gr. STL og Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4420. 22. Sjá 3. rngr. 3. gr. STL. 23. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4426. 24. Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4420 og 4426. 25. Sjá 8. gr. STL og Alþingistíðindi, þingskjöl, 1999-2000, bls. 4428. 26. Sjá 19. gr. STL. 27. Sjá 5. gr. STL. Læknablaðið 2003/89 705 L

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.