Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2003, Page 62

Læknablaðið - 15.09.2003, Page 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKARDÓMUR Tungutak læknavísindanna - frá Hippókratesi til vorra daga Örn Bjarnason Lægcvidcnskabens sprog - fra Hippokrates til vor tid Henrik R. Wulff 1. útgáfa, 1. prentun ISBN 87-628-0476-6 194 bls. Verð 240 danskar krónur Höfundur er að mestu hættur lækningum og vinnur nú að undirbúningi að útgáfu á norrænum lækningahandritum frá miðöldum og skýringum heita í þeim. í SUMARBYRJUN kom út hjá Munksgaard í Kaup- mannahöfn rit um tungutak læknavísindanna - frá Hippókratesi til vorra daga. Höfundurinn, Henrik R. Wulff, er sérfræðingur í lyflækningum með meltingarsjúkdóma sem undirgrein. Hann var yfirlæknir á háskólasjúkra- húsinu í Herlev og prófessor við Panumstofnunina í klínískri ákvarðanatöku og siðfræði læknisfræð- innar. Eftir hann liggur fjöldi greina og bóka, þeirra á meðal Rökvís sjúkdómsgreining og meðferð og hann er einn þriggja höfunda Heimspeki lœknis- frœðinnar, en bæði verkin hafa verið gefin út í íslenzkri þýðingu. I nýjustu bók sinni ræðir Wulff fyrst um indóevrópskar tungur og síðan um þróun grísku sem tungumáls lækna- vísindanna frá dögum Hippókratesar fram að skiptingu rómverska keisara- dæmisins 395 e. Kr. Eftir að Rómverj- ar brutu Grikkland undir sig rúmum 140 fyrir Krists burð streymdu grískir læknar til annarra hluta keisaradæm- isins og framan af voru langflestir læknar í ríkinu af grískum uppruna. Það var síðan í byrjun fyrstu aldar að Aulus Cornelíus Celsus (25 f. Kr. - um 50 e. Kr.) setti saman De medicina og er hann upphafsmaður þess sem í dag er nefnd sígild læknalatína. Celsus hefir verið nefndur Cicero medicorum og þetta heiti segir Wulff að megi túlka á tvo vegu: í fyrsta lagi ritaði Celsus á mjög fagurri latínu og rökfærsla hans er mjög ljós, en segja verði að einfaldur stíllinn og framsetningin hjá Celsusi sé þó líkari því sem er hjá Gaíusi Júlíusi Caesari (100 - 44 f. Kr.) en hjá Markúsi Túllíusi Cíceró (106 - 43 f. Kr.). I öðru lagi þurfti Celsus að bæta við fjölda ný- yrða í orðaforða læknisfræðinnar til þess að geta fjallað um alla þekkinguna frá Grikkjunum á sama hátt og Cíceró hafði gert innan siðfræðinnar. Þegar Rómarveldi hrundi um miðja fimmtu öld hófust hinar myrku miðaldir á Vesturlöndum. I austrómverska keisaradæminu hélt grískan hins vegar velli og eftir að Serkir lögðu undir sig Alex- andríu árið 642 e. Kr. kynntust þeir grískum lækn- isfræðiritum, auk rita um önnur vísindi og um heimspeki. Þessum fróðleik bættu þeir við eigin menningararf. Það var síðan í krossferðunum, og einkum eftir að hnignun Serkjaveldisins hófst, að arabísk rit, frumsamin og þýdd, fóru að berast til Sikileyjar og Suður-Ítalíu og þar létu Normann- arnir snúa þeim á latínu. Þessi rit dreifðust í afskriftum norður eftir Evr- ópu og Wulff rekur í bók sinni þróun læknisfræð- innar og læknalatínunnar allt fram á 19. öld. í einum kaflanum ræðir hann læknaensku og læknadönsku og segir frá því að frönsk orð hafi gengið inn í miðensku og við dönsku bættust lág- þýsk heiti, jafnframt því sem latnesk og grísk töku- orð smeygðu sér inn í málið. I öðrum kafla fjallar Wulff um nöfn sjúkdóma og túlkun þeirra og í enn öðrum um vandamál því samfara að umrita erlend orð á móðurmálið. Þá er yfirlitskafli um fagmál lækna í Evrópu og gerð er grein fyrir því sem Wulff nefnir frönsku gerðina, rússnesku gerðina og þýzku gerðina, auk rómönsku gerðarinnar, sem enskan á einna mest sameiginlegt með vegna þess hve auðvelt er að að- hæfa orð af rómönskum uppruna enskunni. Wulff víkur að íslenzkri málstefnu og bendir á að tekizt hafi að sneiða hjá þeim ótölulega fjölda lágþýzkra tökuorða sem einkenni hin germönsku Norðurlandamálin. Lokakaflinn ber fyrirsögnina: Innreið enskunnar og framtíð læknadönskunnar og í bókarauka eru þrír örstuttir textar á ensku sem snúið hefir verið á dönsku, norsku, sænsku, ís- lenzku, þýzku, hollenzku, frönsku, ítölsku, spænsku, portugölsku, rúmensku, rússnesku, pólsku, króat- ísku, litáísku, lettnesku og nýgrísku. Bókin er stórfróðleg og endurspeglar áralanga ástundun höfundar á málvísindum og víðtæka þekkingu hans á hugmyndasögu læknisfræðinnar. Ritið er á auðlesinni dönsku og á erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á að varðveita þjóðtunguna sem fagmál lækna. 706 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.