Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 62

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKARDÓMUR Tungutak læknavísindanna - frá Hippókratesi til vorra daga Örn Bjarnason Lægcvidcnskabens sprog - fra Hippokrates til vor tid Henrik R. Wulff 1. útgáfa, 1. prentun ISBN 87-628-0476-6 194 bls. Verð 240 danskar krónur Höfundur er að mestu hættur lækningum og vinnur nú að undirbúningi að útgáfu á norrænum lækningahandritum frá miðöldum og skýringum heita í þeim. í SUMARBYRJUN kom út hjá Munksgaard í Kaup- mannahöfn rit um tungutak læknavísindanna - frá Hippókratesi til vorra daga. Höfundurinn, Henrik R. Wulff, er sérfræðingur í lyflækningum með meltingarsjúkdóma sem undirgrein. Hann var yfirlæknir á háskólasjúkra- húsinu í Herlev og prófessor við Panumstofnunina í klínískri ákvarðanatöku og siðfræði læknisfræð- innar. Eftir hann liggur fjöldi greina og bóka, þeirra á meðal Rökvís sjúkdómsgreining og meðferð og hann er einn þriggja höfunda Heimspeki lœknis- frœðinnar, en bæði verkin hafa verið gefin út í íslenzkri þýðingu. I nýjustu bók sinni ræðir Wulff fyrst um indóevrópskar tungur og síðan um þróun grísku sem tungumáls lækna- vísindanna frá dögum Hippókratesar fram að skiptingu rómverska keisara- dæmisins 395 e. Kr. Eftir að Rómverj- ar brutu Grikkland undir sig rúmum 140 fyrir Krists burð streymdu grískir læknar til annarra hluta keisaradæm- isins og framan af voru langflestir læknar í ríkinu af grískum uppruna. Það var síðan í byrjun fyrstu aldar að Aulus Cornelíus Celsus (25 f. Kr. - um 50 e. Kr.) setti saman De medicina og er hann upphafsmaður þess sem í dag er nefnd sígild læknalatína. Celsus hefir verið nefndur Cicero medicorum og þetta heiti segir Wulff að megi túlka á tvo vegu: í fyrsta lagi ritaði Celsus á mjög fagurri latínu og rökfærsla hans er mjög ljós, en segja verði að einfaldur stíllinn og framsetningin hjá Celsusi sé þó líkari því sem er hjá Gaíusi Júlíusi Caesari (100 - 44 f. Kr.) en hjá Markúsi Túllíusi Cíceró (106 - 43 f. Kr.). I öðru lagi þurfti Celsus að bæta við fjölda ný- yrða í orðaforða læknisfræðinnar til þess að geta fjallað um alla þekkinguna frá Grikkjunum á sama hátt og Cíceró hafði gert innan siðfræðinnar. Þegar Rómarveldi hrundi um miðja fimmtu öld hófust hinar myrku miðaldir á Vesturlöndum. I austrómverska keisaradæminu hélt grískan hins vegar velli og eftir að Serkir lögðu undir sig Alex- andríu árið 642 e. Kr. kynntust þeir grískum lækn- isfræðiritum, auk rita um önnur vísindi og um heimspeki. Þessum fróðleik bættu þeir við eigin menningararf. Það var síðan í krossferðunum, og einkum eftir að hnignun Serkjaveldisins hófst, að arabísk rit, frumsamin og þýdd, fóru að berast til Sikileyjar og Suður-Ítalíu og þar létu Normann- arnir snúa þeim á latínu. Þessi rit dreifðust í afskriftum norður eftir Evr- ópu og Wulff rekur í bók sinni þróun læknisfræð- innar og læknalatínunnar allt fram á 19. öld. í einum kaflanum ræðir hann læknaensku og læknadönsku og segir frá því að frönsk orð hafi gengið inn í miðensku og við dönsku bættust lág- þýsk heiti, jafnframt því sem latnesk og grísk töku- orð smeygðu sér inn í málið. I öðrum kafla fjallar Wulff um nöfn sjúkdóma og túlkun þeirra og í enn öðrum um vandamál því samfara að umrita erlend orð á móðurmálið. Þá er yfirlitskafli um fagmál lækna í Evrópu og gerð er grein fyrir því sem Wulff nefnir frönsku gerðina, rússnesku gerðina og þýzku gerðina, auk rómönsku gerðarinnar, sem enskan á einna mest sameiginlegt með vegna þess hve auðvelt er að að- hæfa orð af rómönskum uppruna enskunni. Wulff víkur að íslenzkri málstefnu og bendir á að tekizt hafi að sneiða hjá þeim ótölulega fjölda lágþýzkra tökuorða sem einkenni hin germönsku Norðurlandamálin. Lokakaflinn ber fyrirsögnina: Innreið enskunnar og framtíð læknadönskunnar og í bókarauka eru þrír örstuttir textar á ensku sem snúið hefir verið á dönsku, norsku, sænsku, ís- lenzku, þýzku, hollenzku, frönsku, ítölsku, spænsku, portugölsku, rúmensku, rússnesku, pólsku, króat- ísku, litáísku, lettnesku og nýgrísku. Bókin er stórfróðleg og endurspeglar áralanga ástundun höfundar á málvísindum og víðtæka þekkingu hans á hugmyndasögu læknisfræðinnar. Ritið er á auðlesinni dönsku og á erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á að varðveita þjóðtunguna sem fagmál lækna. 706 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.