Læknablaðið - 15.09.2003, Page 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 158
Hnútarós
Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hafði
fengið fyrirspurn frá móður ungs barns sem allt í einu
fékk upphleyptar, harðar, rauðar bólur á fótleggi,
handleggi og kinnar. Næsta dag var útlitið breytt og
sáust þá aðeins fjólurauðir flekkir, sem ekki voru eins
upphleyptir. Móðurinni var sagt að þetta væri hnúta-
rós og vildi hún lesa sér til um sjúkdóminn á Netinu,
en fann ekki hið erlenda heiti. Jórunn framsendi
síðan fyrirspurnina í tölvupósti.
Eftir nokkra leit kom í ljós að hnútarós er gamalt
heiti á erythema nodosum. Niels Dungal, prófessor í
meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins
mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og manna-
mein, útg. 1943. Þar segir meðal annars: Hnútarós er
út affyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er
oftast aðvörun um að berklasmitun hafi nýlega átt sér
stað; þó getur hnútarós komið löngu eftir smitun.
Berklar eru nú síður í sviðsljósinu sem orsakaþáttur
og nýjar læknisfræðiorðabækur tilgreina fremur of-
næmisviðbrögð gegn ýmsum öðrum sýkingum eða
gegn lyfjum.
Erythema nodosum
Undirritaður minntist heitisins rósahnútar, sem
honum gekk þó illa að finna í sínum venjulegu heim-
iidaritum. Hin nýja íslenska orðabók Eddu birtir þó
fleirtöiuheitið með skýringunni: hnútrós, sjúkdómur
sem lýsir sér í rauðum þrymlum á útlimum og oft
gigtarverkjum, einkum hjá ungum konum (erythema
nodosum). Bókin íslensk læknisfræðiheiti frá 1954
eftir Guðmund Hannesson tilgreinir einungis íslenska
heitið þrimlaroði. Iðorðasafn lækna gefur heitin
þrindaroði og þrimlasótt en Alþjóðleg tölfræðiflokk-
un sjúkdóma (ICD 10) tilgreinir einungis þrimla-
roðaþot. Undirrituðum er ekki ljóst hvert af þessurn
íslensku heitum er mest notað. Gaman væri að fá um
það upplýsingar frá lesendum.
Erythema er þýtt sem roði í húð, húðroði, hör-
undsroði eða rauð húðútbrot. Latneska lýsingar-
orðið nodosus gefur til kynna að fyrirbæri sé hnútótt
eða þrimlótt. Þrimill (eða þrymill) er svo hnútur eða
þykkildi í eða undir húð. Orðið þot táknar útbrot,
útþot, litarbreytingar sem birtast skyndilega í húð.
Eftir á að hyggja er sjálfsagt óþarfi að lengja sjúk-
dómsheitið með þessari viðbót. Þrimlaroði er án efa
nógu lýsandi.
Opsonin
Már Kristjánsson, yfirlæknir, sendi fyrirspurn vegna
læknisfræðiheitisins opsonin, sem er af grískum upp-
runa. Gríska sagnorðið opsonein er sagt hafa haft
ýmsar merkingar: kaupa vistir, taka vistii; éta (einkum
notað um dýr). Nafnorðið opson var sömuleiðis notað
urn vistir en einnig soðið kjöt og smárétti. I sýkla- og
ónæmisfræði er heitið opsonin notað um efni sem
bindast mótefnavökum og auðvelda frumuát þeirra
(phagocytosis). Einkum vísar heitið í tiltekin mótefni
(IgM og IgG) og hjástoðarþætti (complement factors)
sem einnig bindast viðtökum á yfirborði átfrumna.
Með því verður auðveldara fyrir átfrumurnar að inn-
lima bakteríur í átbólur (phagosome) og ráðast gegn
þeim með leysikornum sínum (lysosome).
Iðorðasafn lækna birtir heitið hljóðritað á íslensku
sem opsónín, þannig að ekki hefur verið gerð tilraun
lil þýðingar. Þessi aðferð er í samræmi við þá stefnu
að þýða ekki heiti efna eða lyfja yfir á íslensku heldur
hljóðrita. Hljóðritunin felst í því að heitin eru umrituð
og stafsett á íslenskan hátt þannig að þau fái yfir-
bragð og útlit íslenskra orða og geti tekið íslenskri
beygingu (sjá 12. pistil í Fréttabréfi lækna 1990; 8:7).
I drögum að Iðorðasafni ónæmisfræðifélagsins er þó
gefið íslenskt heiti, þannig að opsonin verði áthúðun-
arþáttur.
Treadmill
Inga Sif Olafsdóttir, ungiæknir, vildi bæta við um-
ræðuna urn trcudmill í síðasta pistli. Hún benti á að
fyrirbærið væri oft nefnt göngubretti. Þá rifjaðist upp
að líkamsræktarstöðvarnar nefna þelta mikilvæga
tæki gjarnan hlaupabrctti. Undirritaður hafði áður
sett fram heitið þrekband til samræmis við hið vel
viðurkennda heiti þrcklijól. Ensk-íslensk orðabók
Arnar og Örlygs lilgreinir einnig heitið stigniylla.
Nóg er því af góðum íslenskum heilum og engin
ástæða til að líkja eftir hinu erlenda heiti með orð-
skrípinu traðkniylla.
„Bandið“ er nú oftast rafknúið færiband sem
menn ganga á eða hlaupa til að fá líkamshreyfingu og
auka „þrek“ sitt. Breyta má hraða bandsins og halla,
þannig að álag eða áreynsla geti verið mismunandi. í
heilbrigðisrannsóknum er tilgangurinn með notkun
þrekbandsins sá að kanna og mæla vissa þætli í
líkamsstarfsemi manna, svo sem í starfsemi hjarta og
lungna við áreynslu.
Líklega er ástæða til að benda á að heitið tread-
niill var upprunalega notað um sérsmíðað mylluhjól
en ekki færiband. Hin mikla orðabók Websters lýsir
því þannig: tœki til að framkalla snúningshreyfingu
með því að virkja þunga manna eða dýra sem stíga
stöðugt á hreyfanleg þrep, sem taka við hvert aföðru.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
johannhj@landspitali.is
Læknablaðið 2003/89 711