Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 75

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÚNAÐUR VIÐ BÓLUSÓTT sem hafa verið útsettir fyrir smiti undir- gangist ítarlega læknisskoðun sem getur umsvifalaust leitt í ljós sýkingu eða sjúkdóm en takmarkar ferðafrelsi ekki að öðru leyti. 1.5 Mikilvægi stefnumótunar um viðbrögð gegn bólusótt Safna þarf birgðum bóluefnis gegn bólusótt. Hefja þarf áætlanagerð, undirbúning og þjálfun vegna að- gerða gegn bólusótt. Aætlun um undirbúning að- gerða taki til: 1. þjálfunar heilbrigðisstarfsmanna til að þekkja bólusóttartilfelli og í viðbrögðum ef tilfelli greinist. 2. aðstöðu til bólusetninga og þjálfunar heilbrigðis- starfsfólks í bólusetningartækni. 3. nákvæmrar lýsingar á því hvemig sjúklingar verða einangraðir og fólk sett í afkvíun og hvernig af- kvíun verði þvinguð fram. 4. fræðslu til þeirra sem hafa siefnumótun með höndum og til almennings um það hvers vegna einangrun og afkvíun kunna að reynast nauðsyn- legar til viðbótar bólusetningum. 5. lagasetningar varðandi smitsjúkdóma og annan viðbúnað og hvort samræmingar sé þörf, einkum hvað varðar afkvíun. 2 Viðbúnaður og viðbrögð við bólusóttarfaraldri Viðbúnaður við bólusótt byggir á: 1. alþjóðlegri samvinnu um vöktun og árvekni gegn bólusótt á heimsvísu komi til faraldurs af völdum sjúkdómsins og að veiran sé greind með skjótum hætti. 2. getu vöktunarkerfa á Islandi til að greina bólu- sótt. 3. nauðsynlegu tiltæku magni af bóluefni komi til faraldurs af völdum bólusóttar svo unnt sé að draga úr veikindum og dauða. 4. getu til að annast bólusóttarsjúklinga. 5. greiningu og viðeigandi meðferð fylgikvilla bólu- setningar gegn bólusótt með vaccinia veiru og skipulegri dreifingu og notkun tiltæks mótefnis gegn vaccinia veiru (VIG). 6. að örugg og hreinleg húsakynni svo og matvæli og aðrar nauðsynjar séu til staðar fyrir mikinn fjölda fólks í afkvíun. 7. að nauðsynlegri starfsemi samfélagsins sé við- haldið, svo sem vatnsveitu, rafveitu og samgöng- um ásamt löggæslu á besta mögulegan hátt. 8. nauðsynlegum og fullnægjandi upplýsingum um bólusóttarfaraldurinn, svo sem um fjölda sjúk- linga, innlagna á sjúkrahús, fylgikvilla og fjölda látinna ásamt bóluefnisnotkun og notkun sér- tækra lyfja. 9. að þess sé gætt við undirbúning viðbúnaðar að allir hagsmunaaðilar komi að honurn. 10. að viðbúnaður og viðbrögð gegn bólusótt lúti sömu lögmálum og gilda um annan viðbúnað sem miða að því að öll starfsemi verði í höndum þeirra stofnana og einstaklinga sem hafa þessar skyldur dags daglega við venjuleg skilyrði. Með sama hætti þarf undirbúningsferlið að vera í samræmi við gildandi lög nema til þess komi að aðstæður kalli á lagabreytingu. 3 Bólusetning meö vaccinia bóluefni 3.1 Frábendingar bólusetningar gegn bólusótt Eftirfarandi einstaklingar eru í aukinni áhættu á fá alvarlegar aukaverkanir af völdum bólusetningar með vaccinia veiru (bólusóttarbóluefni): 1. fólk með sjúkdóma eða ástand sem veldur ónæm- isbælingu, svo sem HIV, alnæmi, hvítblæði, eitla- krabbamein, útbreitt krabbamein, gammaglobu- linbrest eða tekur lyf, svo sem krabbameinslyf og stera eða fá geislameðferð. Einstaklingi sem er með ónæmisbælandi sjúkdóm eða er á einhverri áðurnefndri meðferð og er útsettur fyrir nýlega bólusettum sambýlingi er einnig hætt viðað sýkj- ast alvarlega vegna smits af slysni frá bólusetning- arstað þess sem var bólusettur. 2. fólk með alvarlegt, lífshættulegt ofnæmi fyrir sýkla- lyfjunum polymyxini B, streptomyciní, tetra- cyclíni, eða neomycíni. 3. fólk sem hefur einhvern tíma verið greint með exem, jafnvel þótt það sé vægt eða ekki virkt svo séð verði. 4. þeir sem eru með exem eða sögu um exem og eru útsettir fyrir nýlega bólusettum sambýlingi eru einnig í aukinni hættu fyrir að fá sýkjast alvarlega vegna smits af slysni frá bólusetningarstað þess sem var bólusettur. 5. barnshafandi konur. 6. fólk með önnur bráð eða langvinn húðvandamál, svo sem atópískan dermatítis, bruna, kossageit eða ristil ætti ekki að bólusetja fyrr en vandamálið hefur lagast. Almennt ætti ekki að bólusetja fólk með ofannefnt ástand nema það hafi verið útsett fyrir bólusóttar- veiru. Ef óvíst er hversu líklega þetta fólk hafi verið útsett verður að vega og meta áhættu og ávinning af bólusetningu. 3.2 Aukaverkanir af völdum bólusetningar gegn bólusótt Tíðni aukaverkana vegna bólusetningar gegn bólu- sótt með vaccinia veiru er háð aldri og ónæmis- ástandi. Viðbrögð við bóluefninu eru umtalsverð með hárri tíðni af staðbundnum sársauka og roða á Læknablaðið 2003/89 719

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.