Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÚNAÐUR VIÐ BÓLUSÓTT Ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar, sem eru sannfærðar um nauðsyn þess að stofnað verði til samvinnu milli heilbrigðisyfirvalda aðildarlandanna í þeint tilgangi að efla sameiginlega getu Norðurlandanna til að bregðast við hættuástandi og hamförum, að með- töldum náttúruhamförum og atvikum (slysum og hryðju- verkaárásum) þar sem m. a. geislavirk efni, sýkla- og efna- vopn koma við sögu, sem óska eftir að skipuleggja skilvirka aðstoð vegna hættuástands eða hamfara í einu Norðurlandanna þar sem aðstoðin fellur ekki undir aðra norræna fjölhliða eða tví- Itliða samninga, þar á meðal samninginn milli Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar frá 20. janúar 1989 um samvinnu landanna til að koma í veg fyrir eða takmarka þann skaða á mönnum, eignum og umhverfi sem kann að verða, ef slys eða hættuástand ber að hönd- um (Norræni björgunarþjónustusamningurinn), sem vilja gera samning er myndað getur ramma um samvinnu undirbúningsframkvæmda vegna viðbúnaðar, sem vilja enn frekar bæta samvinnu á þessu sviði, eru ásáttar um að gera norrænan samning um heil- brigðisviðbúnað sem hljóðar svo: 1. grcin Skilgrciningar I þessum samningi merkja hugtökin a) „eitt Norðurlanda" sérhvert aðildarland auk heimastjómarsvæðanna Fær- eyja, Grænlands og Álandseyja að svo miklu leyti sem svæðin hafi gefið samþykki sitt fyrir aðild að samningnum; b) „þar til bær aðili“ í Danmörku: Indenrigs- og sundhedsministeriet í Finnlandi: Social- och hálsovárdsministeriet á íslandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið í Noregi: Helsedepartementet í Svíþjóð: Ríkisstjórnin (Socialministeriet), eða sá aðili sem ráðuneytið hefur veitt umboð. 2. grein Tilgangur Samningur þessi á að stuðla að samvinnu milli Norður- landanna vegna undirbúnings og þróunar á heilbrigðisvið- búnaði með tilliti til viðbragða við hættuástandi og ham- förum, að meðtöldum náttúruhamförum og atvikum (slysum og hryðjuverkaárásum) þar sem m.a. geislavirk efni, sýkla- og efnavopn koma við sögu. 3. grein Gildissvið Samningur þessi varðar samvinnu milli þar til bærra nor- rænna aðila á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Samvinnan nær yfir: a. undirbúning að viðbúnaði og b. aðstoð ef hamfara- eða hættuástand skapast hjá að- ildarríki. Samningur þessi er viðbót við Norrænan björgunar- þjónustusamning frá 20. janúar 1989 og kemur því ekki til framkvæmdar ef þörfin fyrir aðstoð fellur undir fyrr- nefndan samning. Dreifing á stjórnsýslu- og fjárhagslegum afleiðingum í tengslum við samstarf um framkvæmdir vegna viðbúnað- ar sem nefnt er í 1. lið a þessarar greinar, verður ákveðin í hverju tilviki. Undir kringumstæðum sem falla undir 1. lið b þessarar greinar verður ákvæðum í „Norrænum björg- unarþjónustusamningi" beitt eins langt og þau ná. Samningur þessi má ekki verða Norðurlöndunum hindrun við efnd skuldbindinga sinna vegna þátttöku í fjölþjóðlegri eða þjóðréttarlegri samvinnu, eða taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Norðurlöndin geta gert með sér samninga á sérsviðum innan ramma þessa samnings. 4. grcin. Skuldbindingar ríkjanna Norðurlandaþjóðirnar skuldbinda sig 1) sé þess beðið, til að aðstoða hverjar aðra af fremsta megni innan ákvæða þessa samnings, 2) til að upplýsa hverjar aðra eins fljótt og auðið er um framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar eða eru þegar hafnar sem munu hafa, eða ætla má að muni hafa, þýð- ingu annars staðar á Norðurlöndum, 3) til að efla samvinnu í landslögum, reglugerðum og öðr- um reglum samkvæmt þessum samningi og ryðja úr vegi hvaðeina sem hindrað getur samvinnu þessa að eins miklu leyti og hægt er, 4) til að stuðla að samvinnu um hæfnisþróun og að aðilar geti skipst á reynslu, 5) til að stefna að þróun samvinnu á þessu sviði, 6) til að upplýsa hver aðra um breytingar sem viðkoma fyrirkomulagi á viðbúnaði, einnig lagabreytingar. 5. grcin Framkvæmd sanmingsins Heilbrigðisráðherrar aðildarríkjanna funda reglulega til að ræða stöðu mála innan verksviðs samningsins. Sú þjóð sem fer með formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar ber ábyrgð á framkvæmd funda. Forsenda fyrir framkvæmd þessa samnings er að hlut- aðeigandi yfirvöld verði í beinu sambandi sín á milli. Hlutaðeigandi yfirvöld skulu meta sameiginlega þróun og framkvæmd samningsins árlega. Petta skal, þar sem því verður við komið, fara fram innan þess fundarfyrirkomu- lags sem þegar er til staðar. 6. grcin Gildistaka Samningurinn öðlast gildi þrjátíu dögum eftir þann dag er öll aðildarlöndin hafa tilkynnt norska utanríkisráðuneyt- inu skriflega um staðfestingu samningsins. Norska utanríkisráðuneytið tilkynnir skriflega öðrum samningsaðilum og Norrænu ráðherranefndinni dagsetn- ingu fyrir móttöku slíkra tilkynninga og dagsetningu gild- istöku samningsins. 7. grcin Uppsögn samnings Samningsaðili getur sagt upp samningnum með skriflegri tilkynningu þess efnis til norska utanríkisráðuneytisins sem upplýsir hina samningsaðilana um dagsetningu fyrir móttöku slíkrar tilkynningar og um efni hennar. Uppsögn- in öðlast gildi sex mánuðum eftir móttöku tilkynningar- innar. 8. grcin Varsla samnings Frumeintak þessa samings verður í vörslu hjá norska utanríkisráðuneytinu sem lætur hinum samningsaðilunum í té staðfest afrit. Pessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samning þennan. Viðauki 1. Norrænn samningur um heilbrigðis- viðbúnað Læknablaðið 2003/89 721
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.