Læknablaðið - 15.09.2003, Side 78
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÚNAÐUR VIÐ BÓLUSÓTT
Viðauki 2.
Yfirlýsing um
norræna
samvinnu
varðandi
bólusótt
samþykkt 19.
ágúst 2003
Heilbrigöisráöherrar Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs
og Svíþjóðar
- sem eru meðvitaðir um útrýmingu bólusóttar sem nátt-
úrulegum sjúkdómi fyrir meir en 20 árum,
- sem eru meðvitaðir um að bólusetningu gegn bólusótt var
hætt fyrir meir en 20 árum,
- sem eru meðvitaðir um minnkandi ónæmi gegn sjúk-
dómnum í samfélaginu,
- sem eru meðvitaðir um hinar alvarlegu afleiðingar sem sér-
hvert nýtt tilfelli af bólusótt hefur á lýðheilsuna hvort held-
ur sem er af óhappi eða ásetningi,
- sem eru meðvitaðir hina alþjóðlegu umræðu um notkun
bólusóttar sem hótun um hryðjuverk,
- sem undirrituðu þann 14. júní 2002 Svolvær norrænan
samning um heilbrigðisviðbúnað sem m.a. tekur til at-
burða af völdum sýkla, eiturefna og geislavirkra efna,
- sem taka tillit til þjóðlegra skulbindinga gegnvart ESB,
EFTA, WHO, NATO og ákvæða í öðrum alþjóðlegum
samþykktum sem málið varða og
- sem eru sammála um vinna að vinna undirbúningi og
þróun viðbúnaðar við bólusótt í samræmi við norræna
samninginn um heilbrigðisviðbúnað með því að:
1. tryggja greiningu bólusóttar á öllum Norðurlöndunum
með því að þróa klíníska sjúkdómslýsingar, skilyrði
rannsóknarstofugreiningar og vöktunarkerfi sem
byggjast á sameiginlegum sjúkdómsskilgreiningum.
2. upplýsa hvom annan um marktækar breytingar á laga-
setningu sem hefur verið gerð eða stendur til að gera
og hafa þýðingu fyrir viðbúnaðinn gegn bólusótt.
3. upplýsa hvorn annan um viðbúnaðaráætlun við bólu-
sótt varðandi eftirfarandi þætti:
- áætlun um að tryggja upplýsingar og fræðslu til
heilbrigðisstarfsmanna og annarra hópa sem málið
varða sérstaklega,
- áætlun um að upplýsa almenning, viðkomandi
stjórnvöld og aðra aðila;
- áætlun um bólusetningar og umönnun fólks sem
ekki ber að bólusetja af læknisfræðilegum ástæð-
um,
- framkvæmd afkvíunar og einangrunar,
- framkvæmd umönnunar fólks sem hefur verið út-
sett fyrir smiti og sjúklinga sem veikst hafa af völd-
um bólusóttar og
- áætlun um birgðahald á bólusóttarbóluefni og
immúnóglóbúlíni gegn vacciniu (kúabólu),
4. greina lagasetningar sem snerta Norðurlandaþjóðirn-
ar og, eftir því sem unnt er, að ryðja þjóðlegum hindr-
unum úr lögum, fyrirmælum og öðrum réttarreglum
úr vegi einkum með tilliti til:
- landamæra,
- afkvíunar og
- möguleika á flutningi smitnæms efnis innan og
milli Norðurlandanna
5. tilnefna heppilega tengiliði innan þeirra þjóðlegu
stofnana sem bera ábyrgð á málurn sem snerta laga-
setningu og áætlunum um viðbúnað í hveiju landi fyrir
sig með það að markmiði að hafa eftir þörfum samráð
um atriði er varða bólusótt og að
6. sú þjóð sent fer með formennsku í Norrænu ráðherra-
nefndinni beri ábyrgð á heilbrigðisráðherrarnir hittist
eftir þörfum til að ræða mál sem eru á borðinu eða
sameiginleg vandamál í samræmi við norræna samn-
inginn um heilbrigðisviðbúnað.
722 Læknablaðið 2003/89