Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HÁLSHNYKKUR Er hálshnykkur læknisfræðilegt eða lögfræðilegt úrlausnarefni? Pann 7. október verður efnt til forvitnilegs mál- þings á Grand Hótel í Reykjavík þar sem spurt er hvort hálshnykkur sé læknisfræðilegt eða lög- fræðilegt úrlausnarefni. Að málþinginu standa Læknafélag íslands, Lögmannafélag íslands og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Læknablaðið náði tali af læknunum Guðmundi Björnssyni og Ragn- ari Jónssyni sem hafa unnið að undirbúningi mál- þingsins og spurði fyrst hvort hálshnykkur væri svo stórt vandamál að hann stæði undir heils dags þingi. „Já, og þótt það væri lengra,“ sögðu þeir að bragði. „Hálshnykkur er algengur áverki og kostar þjóðfélagið milljarða króna á ári hverju. Þessir áverkar eru umdeildir, bæði orsakir þeirra, af- leiðingar og meðferð. Menn eru heldur ekki alltaf á eitt sáttir um mat á áhrifum áverkanna á getu einstaklinganna en að því mati koma saman lækn- ar og lögmenn. A málþinginu ætlum við að koma saman til að ræða þessi álitamál. Þetta er ekki alveg í fyrsta sinn sem þetta er gert hér á landi en í fyrsta skipti á þennan hátt og er slíkt fyrirkomulag algengt erlendis,“ segir Ragnar. - En hvort er hálshnykkur læknisfræðilegt eða lögfræðilegt vandamál? „Eiginlega hvort tveggja,“ segir Guðmundur. „í upphafi er þetta læknisfræðilegur vandi hvað varðar greiningu og meðferð enda kemur fólk til lækna með hann. Síðan eru íslensk umferðar- og skaðabótalög þannig að sé um varanlegt tjón að ræða þá á viðkomandi rétt á því að það sé metið til svokallaðs miska og örorku. Um það mat eru menn alls ekki á eitt sáttir og inn í það blandast mismunandi hagsmunir tjónþola og þess sem á að bæta tjónið. Hlutverk lækna er að skera úr um áhrifin en inn í það blandast lögfræði.“ Einstaklingsbundið mat Matið á því hversu mikil örorka verður í hverju tilviki getur verið erfitt og þar reynir á báðar stétt- irnar. „Læknisfræðilega byggist matið á því hver hin líkamleg færniskerðing er en lögfræðilega spurn- ingin er hversu mikið skerðir áverkinn getu við- komandi til að afla sér tekna, velja sér vinnu eða stunda nám. Þetta er svo reiknað út til æviloka og út úr því kemur einhver tala. Hún byggist á aðstæðum viðkomandi, er þetta ungur maður eða ■ ” lí ^ ::: i& V rmpra _ ' gamall, við hvað starfar hann og hvaða áhrif hefur færniskerðingin á getu hans til að stunda sitt starf. Þetta getur verið mjög misjafnt eftir því hvort í hlut á læknir, iðnaðarmaður eða blaðamaður, svo dæmi sé tekið,“ segir Guðmundur. Ragnar bætir því við að erfitt sé að sanna hvort eitt mat sé sannara eða réttara en annað. „Það er ekki hægt að mæla neitt með tommustokk heldur er þetta byggt á áliti lækna. Þegar við höfum sagt okkar álit taka tryggingafélögin og lögfræðingar þeirra við og úrskurða um bætur sjúklings. Þar lýkur langflestum málunum, yfir 90 af hundraði þeirra. Nokkur prósent fara í annað mat en tvö til þrjú prósent svona mála enda fyrir dómi. Oft vinna tveir læknar og eða læknir og löglærður maður að hverju mati og langoftast ríkir sátt um niðurstöður matsins." Það sem oft er erfiðast í svona mati er að meta andlegar afleiðingar hálshnykkja. „Lítill hluti þeirra sem verða fyrir hálshnykk fær viðvarandi andleg einkenni, auk þeirra líkamlegu og getur liðið mjög illa. Menn vita ekki með vissu hvað veldur þessum einkennum né af hverju þetta hendir suma en ekki aðra. Um þetta eru til ýmsar kenningar en þær eru umdeildar,“ segir Ragnar. Guðmundur Björnsson endurhœfingarlœknir (t.v.) og Ragnar Jónsson bœkl- unarlæknir. Þekktir fyrirlesarar Eins og áður segir hafa þeir Guðmundur og Þröstur Ragnar undirbúið málþinginu í félagi við Birgi Haraldsson Læknablaðið 2005/91 673
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.