Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÓTTAKA KANDÍDATA nægjandi og alls ekki veitt þá leiðsögn sem þörf er á. Annars vegar er um að ræða áberandi mótsögn sem þarf með einhverjum hætti að sætta. Hins vegar blasir við sú staðreynd að efniviður siðmenn- ingar þess þjóðfélags sem við búum í eru allar þær eigindir sem fylgt hafa manninum fram að þessu, hæfileikar, gáfur og sjúkdómar. Við lifum í samfé- lagi sjúkra og heilla. Umönnun sjúkra er m.a. eitt af því sem gert hefur okkur að þeim mönnum sem við erum. Hvernig mun sú þekking sem til er að verða á okkar dögum breyta mannlegu samfélagi að þessu leyti? Læknar þurfa samfélagslega leið- sögn í þessu tilliti. Þeir svara þessum spurningum ekki einir. Við í stjórn Læknafélagsins höfum kosið að þessu sinni að dreifa til ykkar handbók um siðamál lækna sem tekin hefur verið saman af Alþjóðafélagi lækna, World Medical Association, og byggir á samþykktum þess. Alþjóðafélag lækna var stofnað eftir síðari heimsstyrjöldina af læknum sem vildu koma í veg fyrir að atburðir stríðsins endurtækju sig og að læknar tækju alls ekki þátt í sams konar háttalagi og þeir höfðu gert á þessum stríðstímum. Hugsanlega má halda því fram að WMA sé íhaldssamt, ósveigjanlegt og úr takti við siðfræði okkar daga. Einkum hefur þessi gagnrýni beinst að Helsinki-yfirlýsingunni, en hana þekkja flestir læknar og læknisefni. Hinn siðfræðilegi grund- völlur er sagður um of „Anglo-American“ og gefa ekki nægan gaum að mismunandi menningarsam- félögum og jafnvel mismunandi auðlegð þjóðanna sem hljóti að hafa áhrif á afstöðu þeirra og hugs- anlega getu til að mæta siðferðilegum viðmiðum Vesturlandabúa. Þeir sem verja yfirlýsinguna benda á að hún hefur verið traustur bakhjarl vísindasiðfræði í heiminum í 40 ár sem hefur gefist vel og þeir hafna þeirri nytjasiðfræði markaðshyggjunnar sem rekur á eftur breytingum og alls kyns afslætti í siðferði- legum efnum. Varað er við að krísur eða „ad hoc“ úrlausnarefni séu látin ráða breytingum á grund- vallarreglum, sem vísa eiga veginn við fjölbreyti- legar aðstæður. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi siðferði- legu viðmið sem við notumst við hafa sprottið upp úr umhverfi stríðsátaka og mannlegrar niðurlæg- ingar. Spurning er hvort nýjar forsendur hafa skap- ast í velferðarsamfélaginu þar sem bæði almenn og sértæk pólitísk viðhorf eru meira undir áhrifum Lœknakandídatar hlýða mannúðarstefnu en áður. Eru forsendur aðrar nú á á boðskap formanns dögum en áður fyrir gagnkvæmu trúnarðartrausti Lœknafélags fslands. í samfélaginu? Eða mun vaxandi markaðshyggja skapa ný vandamál að þessu leyti? Markaðshyggjan er iðandi stórfljót sem við vilj- um beisla í þágu mannúðar og til að deila gæðum. Munu taumarnir halda þegar vernda þarf hið smáa og hið veika? Þessi viðfangsefni okkar krefjast þess að við nálgumst þau með lotningu, sömu lotningu og sömu undrun og vísindamaðurinn nálgast við- fangsefni sitt. í áðurnefndum Hannesar Árnasonar fyrirlesturm segir Nordal: „Bak við eyðimörkina er ný útsýn og nýr skilningur. Þar undrast menn stjörnurnar og blómin sem vísindamenn, mann- eskjurnar sem skáld og sálfræðingar, yfirborð hlutanna sem málarar. En alltaf undrast menn ef rétt er séð. Því undrunin er ekki eingöngu upphaf allrar visku og speki, eins og Platon sagði, heldur líka endir hennar. Hvar sem við leitum fyrir okkur að vita og skilja, finnum við að lokum ómælandi haf og óleysandi gátur. Og gagnvart því er aðeins ein afstaða til: að beygja kné sín og undrast.“ Primum nil nocere. Svo ég geri nú engan skaða vil ég ljúka þessum orðum mínum hér og nú og bjóða ykkur velkomin í hið alþjóðlega samfé- lag lækna og til þátttöku í varðveislu þeirra gilda sem varðað hafa veg læknisins allt frá dögum Hippókratesar. Læknablaðið 2005/91 691
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.