Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRETTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR En það sem helst vakti áhuga undirritaðs (og reyndar fleiri) var málstofa um læknisfræði vík- inga og miðalda með sérstaka áherslu á ísland. Aðalfyrirlesturinn flutti þýsk kona, Charlotte Kaiser, og má segja að hún hafi tekið upp þráðinn þar sem Sverrir Tómasson sleppti honum. Hún hefur meðal annars verið að rannsaka fjögur íslensk skinnhandrit frá miðöldum þar sem gefin er glögg mynd af læknisfræðilegri þekkingu Islendinga á 13. öld. Par er lýst fjórum meðferðarkerfum sem beitt var en þau voru töfralækningar, alþýðulækn- ingar, hefðbundnar lækningar og munkalækningar. Charlotte fór víða í fyrirlestri sínum en hún greindi ítarlega frá rannsóknum sínum í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins í byrjun ágúst. Næst kom í pontu ung vísindakona, Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur, sem lesendur Læknablaðsins kannast við því hún skrifaði grein um mergæxli sem fannst í beinagrind á Hofstöðum í Mývatnssveit. I erindi sínu ræddi Hildur um upp- gröft sem fram hefur farið í Haffjarðarey á Mýrum, Viðey og á Bessastöðum en kirkjugarðar þessara staða geyma mikinn fróðleik um liðagigt, sýkingar, beinbrot, vanskapanir og berkla. Óttar Guðmundsson ræddi um berserki í íslendingasögunum og kallaði þá „nowhere men“ með tilvísun í Bítlana. Enginn veit hvaðan þeir koma (ef frá eru taldir tveir Svíar í Eyrbyggju) og þeim svipar að mörgu leyti til sérsveitarmanna nútímans. Þeir eiga það þó sameiginlegt að falla yfirleitt fyrir hendi hetjunnar. Að sögn Óttars voru þetta greinilega ungir menn haldnir persónu- leikaröskunum sem voru notaðir í skítverkin. Bókmenntalegt hlut- verk þeirra var að vera andstæða hetjunnar og undirstrika þar með þau kristnu gildi sem höf- undar sagnanna vildu að prýddu söguhetjur sínar. Islendingasögur i forgrunni Eftir þetta var kærkomið að fá kaffi og kleinur áður en næsti skammtur var innbyrtur. Þar var á ferð bandarískur læknir á eftirlaunum, Charles Poser að nafni, en hann hafði tekið sér það hlut- verk að kenna norrænum víkingum um útbreiðslu MS-sjúkdómsins um heiminn. Hann vísaði til faraldsfræðilegra rannsókna sem sýna að þessi sjúkdómur er hvergi útbreiddari en í þeim löndum sem norrænir víkingar og afkomendur víkinga lögðu undir sig. Það á bæði við lönd og eyjar við Norður-Atlantshaf en einnig um fylkið Minnesota í Bandaríkjunum þar sem hlutfall norrænna inn- flytjenda er óvenjuhátt, sem og útbreiðsla MS. / lokfyrsta ráðstefnu- dags var gestum boðið að skoða Nesstofu og Lyfjafrœðisafnið þar sem Kristín Einarsdóttir úr skipulagsnefnd þingsins er öllum hnútum kunnug. Efst til vinstri rœðir Charlotte Kaiser við íslenskan frœðimann en efst til hœgri rýna gestir í norrænt bókfell sem var til sýnis í Þjóðmenningarhúsi meðan opnunarhátíðin fór fram. Læknablaðið 2005/91 683
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.