Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Konur, víkingar, munkar og berserkír léku stór hlutverk á 20. þingi norrænna áhugamanna um sögu læknisfræðinnar Atli Þór Ólason setur þingið en að ofan má sjá dönsku heiðursmennina tvo, Povl Riis (í miðið á stœrri myndinni) og Aksel Kirkegárd. Til hœgri eru Vilhelmína Haraldsdóttir og Óttar Guðmundsson sem bœði voru í skipulags- nefnd þingsins. Þröstur Haraldsson Ljósmyndir: Sigurlín Atladóttir Íslensk lækningasaga var mikið í sviðsljósinu á 20. þingi norrænna áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar sem fram fór í Reykjavík dagana 10.-13. ágúst. Nesstofa var mál málanna við opnunina í Þjóðmenningarhúsinu, daginn eftir voru það konur í íslenskri læknastétt sem áttu sviðið, þriðja daginn var farið á vit íslenskra lækna fyrri alda við Breiðafjörð og lokadaginn var röðin komin að víkingunum og öðru miðaldafólki. Blaðamaður Læknablaðsins fylgdist með þing- inu eins og hægt var en vitaskuld fór margt framhjá honum. Ekki við öðru að búast því tæpast getur einn maður sótt fyrirlestra samtímis í þremur sölum. Hér á eftir verður stiklað á stóru um þá fyrirlestra sem ég rakst inn á en við munum gera ýmsu efni betri skil í næstu blöðum. Opnunarathöfnin var haldin á miðvikudags- kvöldi í hinu fagra og sögufræga húsi sem löngum hýsti bækur þjóðarinnar. Þar var leikin tónlist en það var Nesstofa sem fór með aðalhlutverkið. Atli Þór Ólason formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar setti þingið og kallaði síðan til sín tvo danska velgjörðarmenn íslenskrar lækningasögu. Það voru þeir Aksel Kirkegárd for- maður Augustiner sjóðsins og Povl Riis læknir og íslandsvinur (kominn til landsins í 50. sinnl). Að öðrurn ólöstuðum áttu þeir tveir stærstan þátt í því að sjóðurinn styrkti endurbyggingu Nesstofu um tvær danskar milljónir í vor. Var þeim báðum af- hent heiðursmerki félagsins af þessu tilefni. Formaður Læknafélags íslands eyddi einnig lunganum úr sínu ávarpi í umfjöllun um Nesstofu og þýðingu hennar fyrir íslenska lækningasögu. Að ávarpi hans loknu sté Sverrir Tómasson í pontu og fræddi ráðstefnugesti um íslensk handrit þar sem fjallað er um læknisfræði. Um það var svo fjallað meira síðasta dag þingsins. Læknisfræði víikinga og munka Gestirnir á þessu norræna þingi voru um 200 talsins og þeir hlustuðu á yfir 50 fyrirlestra um breitt svið. Yfirskrift þingsins var Sjúklingurinn og samfélagið sem vissulega er rúmt hugtak enda var fjallað um farsóttir á norðurslóðum, konur í læknisstörfum, sögu tannlækninga og lyfjafræði og stöðu heimilis- læknisins fyrr á öldum, svo fátt eitt sé talið. 682 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.