Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÝÐHEILSUSTÖÐ
leið? Anna segir að ein aðferðin við að mæla ár-
angur starfsins sé að koma upp svonefndum heilsu-
vísum. „Þá eru sett fram markmið, svo sem um að
reykingar kvenna á meðgöngu dragist saman um
ákveðið hlutfall á tilteknum tíma eða fækkun slysa
um ákveðinn prósentuhluta á tilteknum tíma og
svo er fylgst með því hvort það næst. Þess ber þó
sérstaklega að geta að breytingar á lýðheilsu taka
jafnan langan tíma og því verðum við að horfa
langt fram í tímann. I kjölfar markmiðssetningar
eru síðan unnar aðgerðaráætlanir þar sem meðal
annars kemur fram hverja við þurfum að eiga sam-
starf við til að ná settum markmiðum en forsenda
árangurs er samstarf fjölmargra. Heilsuvísana
getum við notað til að meta árangur starfsins og
fylgjast með þróun lýðheilsu og áhrifaþáttum
heilbrigðis. Með þeim er hægt að mæla árangur á
ýmsum sviðum, svo sem hvernig gengur að draga
úr reykingum, tíðni sjálfsvíga og vinna gegn of-
þyngd. Þeir gefa einnig vissan möguleika á saman-
burði við aðrar þjóðir," segir hún.
Eins og áður segir var ákveðið að skipta starf-
semi Lýðheilsustöðvar í þrjú svið. Stofnuninni er
ætlað töluvert hlutverk á sviði rannsókna í sam-
vinnu við landlækni, mennta- og rannsóknarstofn-
anir og aðra.
„Við höfum þegar gert samning við Háskólann
á Akureyri um rannsókn á heilsu og líðan skóla-
barna en hún er liður í alþjóðlegri rannsókn sem
byggir á spurningalistum frá alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni. Þar fáum við samanburð á stöðu
mála hjá börnum og unglingum í 6., 8. og 10. bekk
grunnskóla hér og í 40 öðrum löndum, þar á meðal
Kanada og Bandaríkjunum, auk Evrópu. Við
höfum líka verið að vinna að stórri rannsókn á
tannheilsu þjóðarinnar í samvinnu við ráðuneytið
og fleiri og eigum von á fyrstu niðurstöðum nú í
haust. Þar hafa tennur unglinganna verið skoðaðar
og af því sem ég hef séð sýnist mér að um forvitni-
legar niðurstöður verði að ræða,“ segir Anna.
Samskiptasvið annast gerð fræðsluefnis, útgáfu,
Framtíðarsýn Lýðheilsustöðvar
Árið 2008:
• er Lýðheilsustöð í fararbroddi í almennri heilsueflingu og forvörnum
með heildræna nálgun á þá þætti sem hafa áhrif á heilsu og líðan fólks
• hefur Lýðheilsustöð myndað tengslanet talsmanna lýðheilsu í samfé-
laginu
• er Lýðheilsustöð í samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir í kennslu
og rannsóknum á sviði lýðheilsu
• gengst Lýðheilsustöð reglulega fyrir heilsufarskönnunum í samstarfi við
aðra og nýtir niðurstöður í lýðheilsustarfi og stefnumótun
• hefur grunnur verið lagður að heilbrigðismati þar sem metin eru áhrif
stjórnvaldsaðgerða á heilsu
• er Lýðheilsustöð í fjölþættu alþjóðlegu samstarfi
• hefur Lýðheilsustöð skapað sér ímynd meðal þjóðarinnar sem byggist á
trausti og trúverðugleika
• er markvisst unnið úr rannsóknaniðurstöðum með hliðsjón af skil-
greindum „heilsuvísum"
heimasíðu og ráðstefnuhald svo fátt eitt sé nefnt.
Eitt þeirra verkefna sem þar eru í gangi er skipu-
lagning norrænnar lýðheilsuráðstefnu sem verður
haldin í október.
Allt hefur áhrif
Á verkefnasviði eru hins vegar starfrækt flest þau
verkefni sem áður heyrðu undir ráðin ásamt nýjum
verkefnum sem bæst hafa við. Þar er unnið að tó-
baksvörnum, áfengis- og vímuvörnum, tannheilsu,
slysavörnum og geðrækt. Einnig er þar verkefni
sem nefnist Árvekni og beinist að slysavörnum hjá
börnum. Loks er þar nýjasta verkefnið sem nefnist
Allt hefur áhrif- einkum við sjálf.
„Það verkefni byggist á samstarfi Lýðheilsu-
stöðvar og sveitarfélaganna í landinu en markmið
þess er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna
og fjölskyldna þeirra, einkum með því að auka
hreyfingu, bæta mataræði og fyrirbyggja sjúk-
dóma. Við höfum farið út um allt land og reynt að
Fagráð Geðrœktar sat á
fundi þegar blaðamaður
var í heimsókn og þar
mátti sjá kunnugleg andlit,
talið frá vinstri: Halldór
Kolbeinsson geðlœknir,
Guðrún Guðmundsdóttir
verkefttisstjóri Geðrœktar,
Anna Björg Aradóttir
hjtíkrunarfrœðingur,
Sigurður Guðmttndsson
landlœknir og Lúðvík
Ólafsson lœkningaforstjóri
Heilsugœslunnar. Sveinn
Rúnar Hauksson heimilis-
lœknir var rétt ókominn.
Læknablaðið 2005/91 677