Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 69
ÞING
Crosscultural
Studies in Child and
Adolescent Psychiatry
Námstefna í tengslum við ráðstefnu
Samtaka evrópskra sérfræðilækna í barna-
og unglingageðlækningum (UEMS)
Hótel Nordica, föstudaginn 9. september 2005, kl. 13-16
Fyrirlesarar: Thomas Achenbach og Leslie Rescorla
Achenbach er prófessor í sálfræði og geðlækn-
ingum við Vermont háskóla og veitir þar forstöðu
Miðstöð barna, ungmenna og fjölskyldna (Center
for Children, Youth and Families). Hann hefur
einnig starfað við rannsóknir við National Institute
of Mental Health (NIMH). Achenbach er í hópi
þeirra sem hvað mest er vitnað til í ritum um sál-
fræði og geðheilbrigðismál og er þekktastur fyrir
skimunartækið Child Behavior Checklist (CBCL)
sem nú nær til einstaklinga frá 18 mánaða aldri til
90 ára. Þessir matslistar eru fáanlegir á íslensku
og hafa talsvert verið rannsakaðir hérlendis.
Rescorla er prófessor í sálfræði við Bryn Mawr
háskólann í Pennsylvaníu og stýrir deild fyrir
doktorsnema í klínískri barnasálfræði, auk þess
sem hún veitir forstöðu stofnun háskólans um
barnarannsóknir. Helstu rannsóknir hennar beinast
að frávikum í málþroska, geðrænum vandkvæðum
barna og framvindu hæfileika og færni.
Á námsstefnunni verður fjallað um:
• Fjölmenningarsamfélag - hverju þarf að huga að í
vinnu með börnum, ungmennum og fjölskyldum.
• Ögrandi viðfangsefni fagfólks sem tengist börnum,
ungmennum og fjölskyldum sem kljást
við vanlíðan og hegðunarerfiðleika.
• Á hvern hátt geðræn vandkvæði birtast hjá fólki af
ólíkum uppruna.
Dagskrána er að finna á ensku á netinu: http://aseba.
castor.is og http://registration.yourhost.is/uems2005/
Þátttakendur: íslenskt fagfólk sem hefur afskipti af
hegðun og líðan fólks á öllum aldri er hvatt til að skrá sig
á námstefnuna. Hún á erindi til fjölmargra starfsstétta,
bæði fólks sem sinnir greiningar- og meðferðarvinnu,
hefur áhuga á fjölmenningarlegum rannsóknum og skim-
unar- og matstækjum.
Skráning: Gestamóttakan, Bankastræti 10,
í síma 551 1730, gestamottakan@yourhost.is
Verðið er kr. 6.500,-.
Ráðstefna um
krabbamein
og líknandi meðferð
á vegum Heilbrigðisdeildar Háskólans á
Akureyri 16. og 17. september 2005
Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa en jafnframt er hún
hluti af þverfaglegu meistaranámi í heilbrigðisdeild HA.
Föstudagur 16. september
08:30-08:50 Skráning, afhending ráðstefnugagna
09:00-09:10 Setning
09:10-09:45 Grundvallaratriði heilbrigðisþjónustu frá sjónarhóli fólks sem hefur haft krabbamein Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri
09:50-10:25 Fjölskyldunálgun í líknandi meðferð - hugmyndir og viðhorf Hrefna Ólafsdóttir MSW, yfirfélagsráðgjafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítala, aðjúnkt í HÍ
10:25-11:00 Kaffi og meðlæti
11:00-11:35 Ungir aðstandendur. Staða barna og unglinga við langvarandi sjúkdóma í fjölskyldunni Nanna K. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og verkefnisstjóri á Krabbameinsmiðstöð Landspítala
11:40-12:15 Þróun krabbameinslækninga og framtíðarsýn Helgi Sigurðsson, dósent í krabbameins- lækningum og forstöðumaður Krabbameinsmiðstöðvar Landspítala
12:15-13:30 Hádegismatur
13:30-14:15 Líknarmeðferð í Skotlandi - Dr. David Gray, læknir og sérfræðingur í líknandi meðferð, ACCORD Hospice, Glasgow
14:25-15:00 Hindrandi viðhorf og hlutverk sjúklinga- fræðslu í meðferð krabbameinsverkja Dr. Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Landspítala
15:00-15:30 Kaffi
15:30-16:05 Tilgangur lífsins - Dr. Róbert H. Haraldsson, dósent í heimspeki við HÍ
Laugardagur 17. september
09:00-12:00 Pallborðsumræður - Fyrirlesarar, nemendur meistaranámsins og aðrir ráðstefnugestir
Skráning og frekari upplýsingar á vefsíðunni www.est.is/
krabbameinoglikn
Læknablaðið 2005/91 705
L