Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 11.07.2014, Qupperneq 2
Gildir í júlí Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga Sími 568 0990 www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Allir styrkleikar og allar pakkningastærðir af Nicotinell Fruit. Hagstofan spáir 3,1% hagvexti 5% aukning þjóðarútgjalda 2014-2015 Hagstofa Íslands reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 23. ágúst.  ReykjavíkuRmaRaþon Á sjöunda þúsund hafa skRÁð sig Fleiri konur en karlar skráðar Skráning í Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka 2014 er í fullum gangi en þegar hafa 6.295 skráð sig í hlaupið. Á sama tíma í fyrra voru 5.884 skráðir til þátttöku og því fjölgun í skráningum 7% milli ára, að því er fram kemur á síðu bank- ans. Hlaupið fer fram laugardaginn 23. ágúst í 31. sinn – en þá er Menn- ingarnótt í borginni. Hægt er að velja á milli sex vegalengda: Maraþon (42,2 km), hálfmaraþon (21,1 km), boðhlaup (2-4 saman í liði hlaupa samtals 42,2 km), 10 km hlaup, 3 km skemmtiskokk og Lata- bæjarhlaup fyrir 8 ára og yngri. Flestir eru skráðir í 10 km hlaupið eða 3.198 og næst flestir í hálft mara- þon, 1.621 hlauparar. Töluvert fleiri konur hafa skráð sig til þátttöku en karlar en þær eru 60% af skráðum þátttakendum. Fjölmargir erlendir hlauparar koma til lands- ins ár hvert til að taka þátt í Reykjavíkurmara- þoni Íslandsbanka. Á miðvikudaginn höfðu 1.686 erlendir þátt- takendur skráð sig til þátttöku og eru flestir þeirra frá Bandaríkj- unum eða 350 manns. Skráðir Bretar eru 324 talsins og Þjóðverjar 174. Þá eru 143 Kanadamenn, 97 Norðmenn og 76 Svíar einnig skráðir. Líkt og undanfarin ár fer fram áheitasöfnun í tengslum við hlaupið á vefnum hlaupastyrkur.is. Söfnunin í ár er nýhafin og hafa þegar safnast rúmar þrjár milljónir til góðra málefna. Í fyrra var slegið met í áheita- söfnuninni þegar 72,5 milljónir króna söfnuð- ust til góðgerðamála. - jh ráðgjafar aðstoða við losun hafta Fjármála- og efnahagsráðu- neytið hefur samið við lög- mannsstofuna Cleary gottlieb Steen & Hamilton llP og ráðgjafafyrirtækið White Oak advisory llP um að vinna með íslenskum stjórnvöldum að losun fjármagnshafta. Hjá Cleary gott- lieb Steen & Hamilton starfar lögmaðurinn lee Buchheit sem mun stýra vinnu lögmannsstof- unnar í verkefninu. þá mun anne krueger, prófessor í hagfræði við john Hopkins university og fyrr- verandi aðstoðarframkvæmda- stjóri alþjóðagjaldeyrissjóðsins, veita stjórnvöldum ráðgjöf. þá hefur Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ráðið fjóra sérfræðinga til að vinna að losun hafta með fyrrgreindum ráðgjöfum. þeir eru Benedikt Gíslason, ráðgjafi fjármála- og efnahagsráðherra í haftamálum, Eiríkur Svavars- son, hrl., Freyr Hermannsson, forstöðumaður fjárstýringar Seðlabanka Íslands og glenn kim sem leiðir verkefnið. kim hefur starfað í aldarfjórð- ung í alþjóðafjár- málaumhverfi. -jh ríkissjóður Íslands gekk á þriðjudaginn frá samn- ingum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 750 millj- ónir evra, sem jafngildir um 116 milljörðum króna. Er þetta fyrsta opinbera útgáfa ríkissjóðs í Evrópu síðan 2006. Skuldabréfin bera 2,5% fasta vexti og eru gefin út til 6 ára. „Útgáfa skuldabréfanna markar tímamót og er afar jákvætt skref í endurreisn íslensks efnahagslífs,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. andvirði út- gáfunnar verður varið til þess að nýta heimild til forgreiðslu eftirstöðva tvíhliða lána til Íslands frá norðurlöndunum, sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjór- nvalda og alþjóðagjald- eyrissjóðsins 2008. -jh Elín jónsdóttir fram- kvæmdastjóri VÍB þjóðhagsspá Hagstofunnar, sem nær til ársins 2018, gerir ráð fyrir því að landsframleiðsla aukist um 3,1% á þessu ári og 3,4% á því næsta. Samkvæmt spánni aukast þjóðarútgjöld um u.þ.b. 5% árlega árin 2014-2015 sem endurspeglar vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Aukning einkaneyslu verður 3,9% 2014 og fjárfesting eykst um 16,9%. Árið 2015 er reiknað með að einkaneysla aukist um 3,7% og nálægt 3% á ári 2016-2018. Fjárfesting eykst um 15,7% árið 2015 og vex áfram ef frá er talið árið 2017. Samneysla eykst um 1,2% árið 2014 og 0,5% 2015, en vex um tæp 2% á ári eftir það. Spáð er 2,5% verðbólgu á þessu ári, 3,4% á næsta ári, 3,2% árið 2016, en undir þremur prósentum eftir það. -jh Elín jónsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri VÍB, eignastýr- ingarþjónustu Íslandsbanka. Hún er lög- fræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af fjár- málamarkaði. Elín hefur verið stjórnar- formaður tryggingamið- stöðvarinnar frá því 2012. Hún var forstjóri Bankasýslunnar frá 2009 til 2011. Elín tekur við starfi fram- kvæmdastjóra VÍB af Stefáni Sigurðssyni sem nýlega var ráðinn forstjóri Vodafone. -jh ríkissjóður tekur 116 milljarða lán s amkvæmt upplýsingum Fréttatím-ans voru bæði þyrla og ómönnuð þyrla, eða dróni, á sveimi yfir Skeifunni í vikubyrjun þegar þar varð bruni, í svipaðri hæð. Drónarnir voru notaðir við myndatökur, bæði af áhuga- ljósmyndurum og ljósmyndara Morgun- blaðsins. Ekki eru til reglur um það hversu hátt slíkum ómönnuðum flugförum er heimilt að fljúga. Að sögn Þórhildar Elínardótt- ur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, er unnið að reglum um notkun slíkra ómannaðra loftfara. „Það er ofarlega á forgangslistanum og orðið meira aðkall- andi en áður. Mikilvægt er að stjórnendur ómannaðra loftfara gæti fyllstu varúðar og fylgi gildandi reglum um flug þeirra því óvarleg notkun þeirra getur vissulega skapað hættu,“ segir hún. Samkvæmt reglum þarf ekki leyfi til klifurs flugvélalíkana sem eru fimm kíló eða minni að heildarþyngd, nema þau séu knúin áfram af eldflaugum. Ekki er heimilt að fljúga flugvélalíkönum með brunahreyflum innan 1,5 km fjarlægðar frá íbúðarsvæðum nema flugmálayfir- völd hafi samþykkt það. Sama gildir um flugvélalíkön, sé þeim flogið innan við 1,5 km frá svæðamörkum flugvalla. Drónar geta auðveldlega flogið í nokk- urra þúsunda feta hæð, svipað og smá- vélar og þyrlur. Að sögn Jóhannesar Jóhannessonar, flugmanns hjá Þyrluþjónustunni Helo, sjá flugmenn slík ómönnuð flugför ekki á radar. Aðspurður hvort hætta skapist af því segir hann þau ekki fljúga eins hátt og þyrlur. „Þau fljúga ekki eins hátt og við svo það ætti ekki að skapast hætta, svo lengi sem þau eru ekki nálægt flug- velli þar sem verið er að lenda og taka á loft. Sem stendur er meiri hætta af fólki með lasergeisla að lýsa á loftför. Þó má velta því upp hvort setja þurfi reglur um það hversu hátt má fljúga slíkum ómönn- uðum loftförum.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  samgöngumÁl dRónaR notaðiR við myndatökuR í bRunanum í skeifunni Þörf á reglum um flughæð dróna drónar voru notaðir við myndatökur úr lofti í eldsvoðanum í Skeifunni í vikunni. dróni sást í svipaðri hæð og þyrla sem flaug yfir svæðið. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty drónar voru notaðir við myndatökur í eldsvoðanum í Skeifunni í vikunni. Ekki eru til reglur um hversu hátt má fljúga slíkum loftförum en flug þeirra getur skapað hættu. Aðkallandi að setja reglur um flug dróna. unnið að hertum reglum vestanhafs Í mars síðastliðnum lá við árekstri ómannaðs loftfars og farþegarflug- vélar við flugvöll í tallahassee í Flórída. ómannaða loftfarið var þá í um 700 metra hæð. Í Bandaríkjunum er unnið að því að herða eftirlit og reglur með slíkum tækjum. 2 fréttir Helgin 11.-13. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.