Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Síða 24

Fréttatíminn - 11.07.2014, Síða 24
24 viðtal Helgin 11.-13. júlí 2014 Með Ítalíu á heilanum Kjartan Sturluson þekkja margir sem fylgst hafa með knattspyrnu á Íslandi. Hann stóð milli stanganna hjá bæði Val og Fylki ásamt því að leika með íslenska landsliðinu. Kjartan er við- skiptafræðingur að mennt með gríðarlega mikinn áhuga á Ítalíu. Áhuginn er það mikill að hann hefur opnað heimasíðu, minitalia.is, sem fjallar eingöngu um landið, þjóðina og menningu hennar. É g hef búið þrisvar sinnum í Mílanó á Ítalíu. Í fyrsta skiptið fór ég sem skiptistúdent í Bocconi- University. Í annað sinn þóttist ég vera að skrifa lokaritgerðina mína en gerði í rauninni ekki neitt nema að njóta lífsins og í þriðja sinn fór ég í meistaranám í viðskiptafræði við Bocconi-University. Þegar ég eignaðist svo börnin mín tvö með stuttu millibili, fór ég að leika mér að skrifa um Ítalíu á milli þess sem ég skipti um bleyjur,“ segir Kjartan Sturluson. „Ég byrjaði á því að fara að skrifa að gamni mínum um hvert hérað fyrir sig, einkenni þess, matargerð, víngerð og menningu. Áður en ég vissi af var ég búinn að skrifa um 20 héruð og þá hugsaði ég að ég þyrfti að gera eitthvað við þetta svo þetta endaði ekki í ruslakörfunni í tölvunni.“ Undir lok síðasta árs opnaði Kjartan svo bloggið sem ber nafnið www.minitalia.is. Þar má finna margskonar fróðleik um allt sem viðkemur landinu. Bæði fyrir þá sem hafa áhuga á því að ferðast þangað sem og bara almenns eðlis. Hvað er það samt sem gerir menn ástfangna af þessu landi? „Það er bara allt. Veðurfarið er frábært. Menningin er stórkostleg. Matargerðin er ótrúleg, svo ekki sé talað um vínin. Það er bara einhver galdur í gangi. Það er ótrúlegt að geta verið á ströndinni fyrir hádegi og skroppið á skíði í ölpunum eftir hádegi,“ segir Kjartan sem hefur heimsótt þjóð- ina margoft. „Hér á árum áður var vinsælt að fara til Rimini og Lignano en síðan datt það upp fyrir og íslenskar ferðaskrifstofur buðu ekki upp á skipulagðar ferðir til Ítalíu í mörg ár. Í dag er þetta aðeins að aukast aftur og nokkrar skrifstofur farnar að bjóða upp á ferðir á ný. Það var auðveldara að fara til Spánar. Bæði vegna þess að maður þarf ekki að millilenda á leiðinni og svo er verð- lagið aðeins betra þar. En miðað við hvað Íslendingar eru hrifnir af ítölskum mat þá ættu þeir ekki að setja það fyrir sig að skipta um eina flugvél. Svo er verðlagið gott á Ítalíu. Sérstaklega í því sem mér finnst skipta máli, mat, drykk og samgöngum.“ Maður kemst ekki hjá því að spyrja fyrrverandi knattspyrnu- mann um ítalskan knattspyrnu- áhuga. „Þegar ég var að alast upp þá var ítalska deildin sú besta í heimi. Bestu lið heims voru frá Ítalíu og mitt lið var og er Juven- tus. Ítalir hafa þó orðið aðeins undir í þróuninni enda íhaldssamir mjög. Vellirnir eru eins og gömul skrímsli og ekki sérstaklega heillandi. Juventus hefur þó verið að stíga út úr þessum fasa og von- andi að hin liðin fylgi á eftir. Þó þeir séu íhaldssamir á neikvæðan hátt stundum þá er það líka já- kvætt. Sérstaklega þegar það kemur að menningu, matargerð og byggingalist.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is www.minitalia.is er fullkomin síða fyrir allskonar fróðleik. Hvort sem það á að elda pasta í kvöldmat- inn, fræðast um héruð landsins eða skipu- leggja næsta sumarfrí. Kynntu þér borgirnar á uu.is Borgarferðir Dublin og Bratislava Dublin 23.–26. okt., 20.–23. nóv. Bratislava 11.–15. september Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.