Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Side 26

Fréttatíminn - 11.07.2014, Side 26
utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR Meindl ohio Léttir og þægilegir til notkunar á göngustígum. Verð: 42.990 kr. Meindl Kansas GTX þægilegir og traustir skór fyrir flestar leiðir. Verð: 42.990 kr. Meindl Island GTX Hálfstífir og öflugir. hentugir í lengri ferðir. Tnf verbara lite mid gtx Sérlega léttir og liprir fyrir léttara land. Verð: 35.990 kr. Betra útsýni í betri gönguskóm Verð: 59.990 kr. Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson er plötusafnari. Safnið hans telur um 6000 titla og segir hann þetta vera geðveiki, en skemmtilegt áhugamál. Nýlega fékk hann gamalt safn pabba síns sem var sent til hans á tveimur vörubrettum. É g vil ekki hugsa um það hvað ég eyði í plötukaup í hverjum mánuði, ég pæli ekkert í því. Ég kaupi plötur í hverri viku svo pantar maður að utan smá pakka. Það er töluvert hagstæðara. Maður er óþolandi fyrir þá sem eru að ferðast, sér- staklega til Bandaríkjanna. Þá er maður fljótur að fá fólk til þess að taka smá pakka fyrir sig. Stundum fer maður að skipta líka. Skipta plötum sem mann langar kannski ekki til þess að eiga, eða eitthvað sem maður á tvennt af.“ En þegar menn eiga mikið af plötum og safna þeim þá taka þær pláss. Geta menn verið að eiga mörg eintök af sömu plötunni? „Maður vill eiga tvennt af sumu. Maður vill eiga 1987 með Whites- nake í amerísku og bresku útgáf- unni, þar er mismunandi lagaupp- röðun og sándið er aðeins öðruvísi. Svo er gaman að eiga endurút- gáfur, eins og Led Zeppelin plöt- urnar. Það er hreinlega betra sánd á endurútgáfum á vínyl. Nýr vínyll sándar alveg svakalega vel í dag. Ef maður er svo það geðveikur, sem ég er ekki, þá getur maður farið að eltast við mismunandi prentanir og slíkt. Ég datt næstum því í það rugl, en hef náð að forðast það,“ segir Andri og glottir. „Svo er ekkert í boði að safna bara og safna. Ég er nýfluttur hingað með konunni, ég bjó einn áður og var ekkert að spá í þetta. Ég minnkaði safnið um þriðjung og það var rosalega mikið af plötum sem ég átti tvennt af og svo eitt- hvað sem ég nennti ekki að eiga. Ég þarf ekkert að eiga tónleika- plötu með Journey, sko. En svo um leið og maður losar sig við einhverja plötu, þá líða ekki nema svona 3 mánuðir þangað til að maður er farinn að leita að henni aftur. Þetta er alger geðveiki.“ Nýverið fékk Andri plötusafn föður síns til varðveislu. Safn sem taldi um 4000 plötur og var á tveim- ur flutningabrettum. „Karlinn var bara að flytja og þurfti að losa sig við þetta. Þetta var allt komið í bíl- skúrinn hjá honum. Þetta safn inni- hélt mikið af íslenskum plötum, slatta af 7” plötum og svo bara rosalega mikið af pabbarokki eins og Uriah Heep og svoleiðis. Þetta gerði það að verkum að ég flutti af Grettisgötu yfir á Njáls- götu, í íbúð með stærri stofu. Gagngert til þess að koma þessu Andri Freyr Viðarsson með tvö eintök af Icecross plötu, en hún er mjög sjaldgæf í dag. Ljósmynd/Hari Þetta er alger geðveiki Svo þurfti ég að panta kranabíl sem hífði her- legheitin upp á svalir því þetta var á þriðju hæð. Það þurfti að loka götunni í smástund því ég var að flytja plötur. 26 viðtal Helgin 11.-13. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.