Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Side 28

Fréttatíminn - 11.07.2014, Side 28
– fyrst og fre mst ódýr! 798kr.kg Verð áður 898 kr. k g Grísabógsneiðar, ók ryddaðar kryddaðar eða kola grillmarineraðar ÍS LE NS KT Þú nnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin” Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050 RÝMINGARSALA! VERSLUNIN HÆTTIR É g bjó í Brussel og var að hugsa um hvað mig langaði til þess að gera næst. Í Brus- sel var ég að vinna fyrir þingmenn sem fóru með stjórnarskrármál Evrópusambandsins, og eitt af því sem ég var að gera var að fylgjast með fjölmiðlum og umræðu þeirra um sambandið og fréttir frá ríkjum Evrópu. Á þessum tíma hófust átökin í Úkraínu og þá loguðu allir miðlar og maður tók svolítið eftir því fréttirnar hérna heima komu alltaf svolítið langt á eftir. Út frá því kviknaði sú hugmynd að opna fjölmiðil sem einblíndi á fréttir frá Evrópu og Evrópusambandinu.“ Hvað meinarðu samt með því þegar þú segir að fréttirnar berist seint til Íslands, er það vegna þess að fréttaflutningur er lélegur hér eða er þetta vegna einhverrar mið- stýringar innan miðlanna? „Það er svolítið þannig að þegar fjölmiðlar hér á landi fjalla um Evrópumál þá eru fréttirnar ekkert endilega alltaf réttar. Bara sem dæmi þá var mikið fjallað um það í vetur að Úkraína væri í aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið, sem var ekki rétt. Marg oft var reynt að fá þá til þess að leiðrétta þetta en yfirleitt var lítið um svör og engar leiðréttingar áttu sér stað. Þá veltir maður því fyrir sér, af hverju er þetta svona? Við erum nátengd Evrópu á margan þátt. Pólitískt séð, efnahagslega og sögulega. Þess vegna hefur allt það sem er að ger- ast í kringum okkur gríðarleg áhrif á fjölmiðla, beint eða óbeint. Það er mikilvægt fyrir almenning að hafa aðgang að fréttaveitu frá Evrópu og Evrópusambandinu. Við leggjum mikið upp úr vönduðum vinnu- brögðum og sýnum staðreyndir málsins. Alveg burtséð frá því hvort við göngum í ESB eða ekki. Upp- lýst umræða er það mikilvægasta í þessu öllu, og öllum fréttaflutningi almennt.“ Góð viðbrögð, þrátt fyrir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar „Við opnuðum síðuna í mars og síðan hefur mikið verið að gerast í Evrópu. Það hafa verið kosningar í fjölmörgum ríkjum og átök víða um álfuna. Viðtökurnar hafa verið frá- bærar, við höfum fengið gríðarlega lesningu og dreifingu á samfélags- miðlum. Það er greinilegt að fólk hefur áhuga á þessum málum. Í dag erum við með ríkisstjórn sem ætlar sér ekki í Evrópusam- bandið. Við erum með ríkisstjórn sem hlustar ekki einu sinni á fólkið þó það mæti og mótmæli fyrir framan alþingi svo vikum skiptir. Þess vegna er enn mikilvægara að halda umræðunni opinni og vitrænni. Einhverjir kunna að segja að það væri rökrétt skref að ganga í ESB. Við getum fundið rök með og á móti, en á endanum er það þjóðin sem á að fá að ákveða það. Við getum ekki ákveðið það nema með réttum upplýsingum, og við viljum veita þær.“ Íslenskur Tyrki Sema á tyrkneskan föður og ís- lenska móður. Tyrkir hafa aldrei verið í ESB og eru í rauninni bara að hluta til í Evrópu. Hvaðan kemur þessi áhugi á Evrópumálum? „Ég hlæ oft að því hvað ég er óheppin að koma frá tveimur löndum sem hvorugt er í ESB. Áhugi minn kviknaði þegar ég var í menntaskóla,“ segir Sema sem lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. „Þar kviknaði áhugi minn á stjórnmálum og hugmynda- fræðinni á bak við ESB. Af hverju er sambandið stofnað og hvaða hugsjón liggur að baki? Það er hug- myndin um frið. Frá stofnun hafa ríki sambandsins ekki farið í nein átök við hvert annað. Hugmyndin í upphafi var sú að koma í veg fyrir það að Frakkland og Þýskaland færu aftur í stríð eftir seinni heims- styrjöldina.“ Tyrkland er mjög evrópusinnað ríki að mörgu leyti. Þó það sé múslimaríki og aðeins af litlum hluta innan heimsálfunnar. Þegar lýðveldið er stofnað þá er rómanska stafrófið tekið fram yfir arabískuna og lýðveldið er stofnað með það að markmiði að verða vestrænt. Þegar ESB var stofnað fyrir einhverjum 60 árum þá voru það Tyrkir sem voru hvað fyrstir að óska eftir ein- hverskonar samstarfi og árið 1987 sækja þeir um aðild.“ En af hverju eru Tyrkir ekki komnir inn í sambandið eftir allan þennan tíma? „Tyrkir eru því miður aðeins á eftir í málum eins og mannréttinda- málum og lýðræðismálum. Þrátt fyrir að það sé að lagast með ári hverju. Að mestu leyti er það þó vegna þess að Tyrkland er mús- limaríki og á næstu árum munu Tyrkir verða fjölmennari en Þjóð- verjar í heiminum, sem mun þýða það að þeir verða stærsta ríkið í ESB og það er eitthvað sem margir geta ekki hugsað sér. Margir af ráðamönnum Evrópu hafa sagt það opinberlega að á meðan þeir ráða munu Tyrkir aldrei fá inngöngu og er það vegna trúarbragðanna. Mín skoðun er sú að allir Tyrkir fæðast sem múslimar en alltaf færri og færri sem iðka trúarbrögðin, sér- staklega í stóru borgunum. Tyrkir eru að breytast mikið og á endan- um mun ríkja sátt.“ Hvað með Íslendinga, við erum fordómafull þjóð oft á tíðum. Hefur þú eitthvað þurft að finna fyrir því? „Ég ber tyrkenskt nafn og margir sem spyrja mig út í það en ég hef aldrei gefið færi á einhverj- um fordómum eða slíku. Ég hef alltaf getað þaggað það niður um leið og mér sýnist vera að stefna í einhver leiðindi. Mér hefur verið sagt að fara heim og allskonar ummæli sem maður hefur heyrt. Sérstaklega á einhverjum um- ræðuvefjum eftir að maður fór að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Margir sem láta ótrúlegustu hluti flakka á netinu þegar þeir lesa eitthvað sem ég hef skrifað á net- inu og sjá að ég ber erlent nafn. Ég hef alltaf náð að leiða þetta hjá mér. Ég hef t.d. ekki tölu á því hversu oft ég hef verið spurð að því hvort Halim Al sé pabbi minn. Hann er holdgervingur tyrknesku þjóðarinnar á Íslandi. Við höfum oft fyrirfram gefnar hugmyndir um útlendinga og Tyrki, en allir þeir sem hafa farið þangað í frí vilja allir fara þangað aftur og eru heillaðir af landi og þjóð. Við erum oft óþarflega fljót að dæma. Við þurfum að taka öllu og öllum með opnum hug, hætta að dæma og þannig getum við átt og búið í miklu betra samfélagi.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Oft spurð hvort Halim Al sé pabbi minn Sema Erla Serdar er 27 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Edinborgarháskóla. Hún er hálfur Íslendingur og hálfur Tyrki. Hefur búið á Íslandi frá fæðingu og hefur unnið undanfarin ár í kringum mögulega aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Hún vann í 2 ár fyrir Evrópusamtökin Já Ísland!, og fyrir Evrópuþingið í Brussel. Í vetur opnaði Sema netfjölmiðilinn www.evropan.is með það að takmarki að opna fyrir umræðu og fréttaflutning frá Evrópu og Evrópusambandinu. Sema Erla Serdar: „Ég hlæ oft að því hvað ég er óheppin að koma frá tveimur löndum sem hvorugt er í ESB.“ Ljósmynd/Hari Halim Al er hold- gervingur tyrknesku þjóðarinnar á Íslandi. 28 viðtal Helgin 11.-13. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.