Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Síða 58

Fréttatíminn - 11.07.2014, Síða 58
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP 8” ACER SPJALDTÖLVA 29.900 ÓTRÚLEG NÝ KYNSLÓÐ SPJAL DTÖLVA FRÁ ACER MEÐ 7.9” HD IPS SK JÁ, TVÖFALT ÖFLUGRI INTEL DUAL CORE ÖRGJÖRVA, TVEIM MYNDAVÉL UM OG BURSTUÐU ÁLBAKI;) Logandi gott Brjóttu upp daginn með KitKat E N N E M M / S ÍA / N M 6 3 5 0 3 Erró, heimurinn í dag, 2011. Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði verður 100 ára þann 20. septem- ber næstkomandi. Af því tilefni kemur út hjá Bóka- útgáfunni Hólum afmælis- rit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði. Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig kort, litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda. „Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og búskap í sinni heimabyggð,“ segir Skessuhorn og vitnar í tilkynningu, „en þekkt- astur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Austurlandskjördæmi og menntamálaráðherra 1974- 1978. Þá hefur hann skrif- að fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína. Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans og hefur eng- inn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raunar hefur hann á undanförnum árum sífellt bætt eigið Íslandsmet hvað þetta varðar.“ Aftast í bókinni verður heillaóskaskrá, Tabula gratulatoria. -jh  Bókaútgáfa Íslandsmet rithöfundar Afmælisrit Vilhjálms á Brekku á aldarafmælinu Vilhjálmur Hjálmarsson verður 100 ára í september. Hér er hann með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fleirum. Ljósmynd/Framsókn.is Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans og hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall  myndlist Íslenski safnadagurinn er á sunnudaginn Ókeypis aðgangur að Listasafni Reykjavíkur Í tilefni af íslenska safnadeginum sem haldin verður hátíðlegur næstkomandi sunnudag, 13. júlí, verður ókeypis aðgangur að Listasafni Reykjavíkur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Listasafni Reykjavíkur (Hafnar- hús, Kjarvalsstaðir og Ásmundar- safn) en verkin á sýningum safns- ins spanna alls 120 ár og sýna allt frá nýjustu straumum í íslensku listalífi til hins hefðbundna mál- verks. Á sýningunum eru úrvals- verk úr safneign Listasafnsins og þar kemur fram mikil breidd í ís- lenskri listasögu,“ segir í tilkynn- ingu safnsins. Í Ásmundarsafni er sýningin Meistarahendur um feril Ás- mundar Sveinssonar. Sýningin stendur til 31. ágúst. Í Hafnarhús- inu gefur að líta sýninguna Þín samsetta sjón með úrvalsverkum úr safneign Listasafnsins frá ár- unum 1973-2010 eftir marga af þekktustu listamönnum lands- ins eins og Ólaf Elíasson, Ragnar Kjartansson, Gabríelu Friðriks- dóttur og Gjörningaklúbbinn. Sýningin stendur til 7. septem- ber. Í Hafnarhúsinu er jafnframt sýningin Heimurinn í dag þar sem hægt er að sjá nýjustu verk Erró og stendur hún til 24. ágúst. Á Kjarvalsstöðum eru tvær sýningar, Reykjavík, bær, bygging og sýningin Hliðstæður. Á sýning- unni Reykjavík, bær, bygging má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tímabili, allt frá 1891 til 1993. Reykjavík Bók- menntaborg UNESCO hefur jafn- framt valið Reykjavíkurljóð eftir 10 skáld frá árunum 1931-2013 til að ljóðskreyta sýninguna. Á sýn- ingunni Hliðstæðum er verkum ólíkra listamanna spilað saman, tveimur eða þremur í senn, til að draga fram líkindi þeirra á milli. Sýningarnar standa til 14. septem- ber. Kjarval á einnig sinn sess á Kjarvalsstöðum í sumar á sýning- unni Árstíðirnar í verkum Kjarvals þar sem koma fram verk sem sýna túlkun hans á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands og hvernig þetta landslag birtist honum að sumri og vetrarlagi. Sýningin stendur til 12. október. - jh 58 menning Helgin 11.–13. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.