Fréttatíminn - 11.07.2014, Page 60
Í takt við tÍmann mÍmir nordquist
Massaður músíkant á mögnuðu mótorhjóli
Mímir Nordquist er 24 ára fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness. Hann er líka einn meðlima í hljómsveitinni Lily Of
The Valley sem hefur vakið athygli með sínu fyrsta lagi og stefnir á að gefa út plötu innan tíðar. Mímir er sonur
hins kunna veitingamanns Guffa sem kenndur er við Gaukinn en finnst hundleiðinlegt að elda.
Staðalbúnaður
Fatastíllinn minn er frekar
frjálslegur. Ég er mikið í
„streatwear“-tískunni;
þrengri buxum, hlýrabol-
um og háum Nike-skóm.
Ég fíla líka Volcom mjög
vel. Ég elska strigaskó og
sumir hafa líkt íbúðinni
minni við skóbúð. Ég
rek tvö fyrirtæki,
sel íþrótta-
fatnað og
er svo að
fara að opna
heimasíðu
í kringum
einkaþjálfun og fleira
heilbrigðistengt.
Það er miklu
skemmtilegra
að gera hlut-
ina sjálfur
en að vinna
fyrir aðra.
Hugbún-
aður
Ég reyni að
fara mikið til
útlanda, ætli ég
fari ekki minnst
sex sinnum á ári. Mér
finnst líka gaman að fara
út á land. Ég kíki reglulega út á lífið
en þessi bær er alltaf eins. Það er
þó í miklu uppáhaldi hjá mér að
fara á tónleika. Þegar ég
fer á bar panta ég mér
vodka í sódavatni
með lime. Ég æfi
alltaf fimm til
sex sinnum í
viku en und-
anfarið hefur
það verið
minna því ég
hef reynt að nýta
tímann í að vinna í
tónlist. Ég er harður
Friends-aðdáandi og
get alltaf horft á þá þætti.
Vélbúnaður
Ég er pínu græjufíkill. Ég vann við að
setja saman tölvur og á yfirleitt allt það
nýjasta. Síminn er samt númer eitt, tvö
og þrjú. Ég er ekki mikill Apple-gaur en
er samt með iPhone. Einu öppin sem ég
nota eru Facebook, Snapchat og Instag-
ram. Ég er meira í að kaupa mér raftæki
en að fikta í öppum.
Aukabúnaður
Ég er alinn upp við góðan mat því pabbi
minn er veitingamaður en mér finnst
sjálfum hundleiðinlegt að elda. Eins og
aðrir vaxtarræktargaurar finnst mér bæði
mikilvægt að fá góðan mat og að fá mikið
af honum. Ég keyri um á þvílíkt krútt-
legum bíl, BMW M5. Svo á
ég tvö mótorhjól sem
ég nota reglulega,
GSXR 600,
2008 árgerð-
ina, og Ya-
maha R1.
Ég elska
Ameríku
en mér
finnst líka
gott að
kíkja til
Amsterdam
því litli stóri
bróðir minn
býr þar. Þar er
alltaf fjör.
Strigaskórnir.
Ég er með smá
„passion“ fyrir
þeim.
Derhúfuhillan.
Það er stíll yfir
þessu.
Fallega
píanóið mitt.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Hið feikivinsæla harmonikkuball
Ungmennaráðs Seltjarnarness
verður haldið í fjórða sinn þann
24. júlí næstkomandi. Nikkuballið
hefur verið haldið hjá björgunar-
sveitarhúsinu niður við smábáta-
höfnina á Seltjarnarnesi við mikinn
fögnuð bæði eldri og yngri borgara
Nessins í fjögur ár. „Okkur fannst
bara tilvalið að tengja okkar starf
starfi eldri borgara. Skemmta okk-
ur saman og brúa kynslóðabilið.
En það eru auðvitað allir velkomn-
ir. Þetta er frábær vettvangur fyrir
fólk til að hittast á og hafa það gam-
an saman. Þetta hefur alltaf verið
ótrúlega vel heppnað og við bara
lofum brjáluðu stuði. Vonandi verð-
ur jafn gott veður og síðasta sumar
en þá mættu um 100 manns,“ segir
Friðrik Árni Halldórsson, meðlim-
ur í Ungmennaráðinu. Hann segir
samstarf yngri og eldri borgara á
Nesiun ganga vonum framar.
„Síðastliðinn vetur hefur Ung-
mennaráðið staðið mánaðarlega
fyrir viðburðum fyrir eldri borgara,
eins og til dæmis Pub-Quizi sem var
mjög vinsælt og nú í sumar skipu-
leggjum við alfarið félagslíf þeirra
og stöndum fyrir viðburðum, svo
sem boccia-móti, félagsvist, bingói
auk tölvukennslu. Þetta er bara ekk-
ert smá gefandi og skemmtilegt
starf, það kom mér eiginlega bara
á óvart hvað þetta er skemmtilegt.“
Ungmennaráðið hvetur alla, unga
jafnt sem aldna, til að mæta og njóta
ballsins. Veitingar verða í boði og
mun Gunnar Kvaran harmonikku-
leikari leika undir dansi og auk þess
sem boðið verður upp á hópsöng.
Nikkuball á Nesinu
60 dægurmál Helgin 11.–13. júlí 2014