Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Síða 64

Fréttatíminn - 11.07.2014, Síða 64
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Auður Inez Sellgren  Bakhliðin Með græna hugsun Aldur: 24 ára. Maki: Enginn. Börn: Engin. Menntun: Er nemi í vöruhönnun við LHÍ. Starf: Sumarstarfið er uppsetning á Laugargarðinum og að virkja samfélagið í kringum hann. Fyrri störf: Hef starfað á gistihús- inu Langaholti, Snæfellsnesi og við verslunarstörf. Áhugamál: Hönnun, að bæta samfélagið, eldamennska. Stjörnumerki: Krabbi. Stjörnuspá: Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú hefur mikið sjálfstraust. Líttu þess vegna ekki fram hjá brosi barnsins og hlustaðu á hljóm hlátursins. Auður er frábær dóttir, sjálfstæð, hugmyndarík, dugleg og framkvæmda- söm,“ segir Elín Guðjónsdóttir, móðir Auðar. „Hún var mikill dundari þegar hún var lítil og sjálfri sér nóg. Hún teiknaði mikið og er listræn í sér. Auður er með græna hugsun og hugsar um náttúruna og sjálfbærni. Hún gæti ekki verið betri dóttir.“ Auður stendur fyrir Plöntuskiptidegi á sunnudaginn í Laugargarði, sem er sam- félagsrekinn hverfisgarður í Laugardal, við hliðina á Fjölskyldugörðunum og nálægt Langholtsskóla. Laugargarður er tilraunaverkefni nemenda úr Listahá- skólanum og Landbúnaðarháskólanum. Á deginum skapast vettvangur fyrir fólk til að skiptast á plöntum, fræjum og fróðleik. Dagskráin hefst klukkan 14 og stendur í einn og hálfan tíma. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síð- unni Laugargardur. Hrósið... ...fá allir þeir slökkvi- liðsmenn sem tóku þátt í því mikla þrek- virki að slökkva eldinn í Skeifunni síðast- liðinn sunnudag. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.