Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 8

Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 8
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent hvatningu til sveitarfé- laga um að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leik- skóla. Aðeins þriðjungur starfsfólks á leikskólum hefur leikskólakenn- aramenntun og miðað við aðsókn í leikskólakennaranám undanfarin ár mun ekki takast að uppfylla laga- skyldur stjórnvalda um að tveir þriðju hlutar starfsmanna leikskóla séu með leikskólamenntun. Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri SÍS, segir í bréfi til sveitar- félaganna þann 4. desember að kostnaður við nám geti hindrað fólk við að afla sér menntunar en úrræði sem beina athyglinni að launaíviln- un eða sveigjanleika í starfi væri til þess fallin að auka líkur á því að starfsfólk leikskóla sjái sér fært að sækja leikskólakennaranám. Þá bendir hann á að einhver sveitarfé- lög bjóða þegar upp á svigrúm til að stunda fagtengt nám án launa- skerðingar. „Sum sveitarfélög hafa boðið upp á ferðastyrki og styrki til námsefniskaupa. Þá hafa einhver farið þá leið að bjóða upp á náms- styrki til nema á lokaári. Þessar að- gerðir hafa í flestum tilfellum skilað sveitarfélögum auknum fjölda leik- skólakennara,“ segir Karl. -eh  Menntun Aðeins þriðjungur hefur leikskólAkennArAMenntun Hækka þarf menntunarstigið  MArkAðsherferð festi jeppA í reynsluAkstri við kleifArvAtn David Sneath, yfirmaður alþjóðlegrar markaðsdeildar Land Rover, segir umhverfisspjöll við Kleifarvatn hafa verið mannleg mistök sem fyrirtækið harmi. Hann segir ábyrgðina vera farar- stjórans, sem hafi leyft blaðamanni að keyra niður að vatni. v ið erum algjörlega miður okkar og hörmum það sem gerðist,“ segir David Sneath, yfirmaður alþjóðlegrar markaðsdeildar Land Rover, en hann er einn þeirra aðila sem sjá um skipulagningu Land Rover mark- aðsherferðarinnar sem nú stendur yfir á Íslandi. „Þetta er að sjálfsögðu alls ekki það sem við viljum að okkar bílstjór- ar geri og við erum gjörsamlega nið- urbrotin yfir þessu máli. Þessi slóði var alls ekki inn á okkar plönum og við vitum að það er stranglega bann- að að keyra utan vega á Íslandi. Allir sem reynsluaka okkar bílum vita að Land Rover samþykkir ekki utan- vegaakstur.“ Mannleg mistök Nýjasti jeppinn frá Land Rover, Discovery Sport, er ekki enn kom- inn á markað en fjöldi eintaka er á landinu sem nýtast til prufukeyrslu fyrir erlenda blaðamenn. Í mynd- bandi á vef Sunday Times var hægt að sjá blaðamann festa einn jepp- ann í sandi við Kleifarvatn og valda þar spjöllum á landinu. Umhverfis- stofnun mat út frá myndbandinu að blaðamaður hefði stundað ólögleg- an utanvegaakstur en það er brot sem varðar allt að tveggja ára fang- elsisvist. Myndbandið hefur nú ver- ið fjarlægt að vef blaðsins. David Sneath segir utanvega- aksturinn hafa verið slys sem reiknist á fararstjóra hópsins. „Því miður þá leyfði einn fararstjórinn, sem er breskur og vinnur fyrir Land Rover, einum blaðamanni að keyra niður að vatni. Sandurinn var hvítur svo blaðamaðurinn sá ekki hvert hann var að fara. Þetta um- hverfisslys reiknast algjörlega á fararstjórann fyrir að leyfa blaða- manninum að keyra í sandinn, en við ítrekum að þetta voru mannleg mistök.“ Vinna alltaf með Vegagerðinni David segir alla vera mjög vel upp- lýsta áður en haldið er af stað í reynsluakstur út á land og að skipu- leggjendur slíkra ferða vinni alltaf í samstafi við Vegagerðina. Sé keyrt á einkalandi er alltaf séð til þess að öll leyfi séu til staðar. „Allir okkar bílstjórar fá plan yfir hvert má keyra og hvert má ekki keyra en ég held að þessi blaðamað- ur hafi bara ekki skilið almennilega hvar vegurinn endaði og hvar hann byrjaði. Hann er algjörlega miður sín yfir því að hafa komið fólki í uppnám, líkt og við hjá Land Rover erum líka.“ Aðspurður þá telur David það ráð- legt að það sé alltaf reyndur íslensk- ur leiðsögumaður með í för. „Við erum alltaf með íslenska leiðsögu- menn með okkur og þennan dag voru fimm slíkir til staðar. Vanda- málið var að það voru sex tímarit á staðnum að mynda og eitthvað fór úrskeiðis. Við ítrekum hversu leiðinlegt okkur finnst þetta vera og biðjum innilegrar afsökunar. Okkar stefna er að skilja alltaf við landið eins og við komum að því.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Land Rover biðst afsök- unar á utanvegaakstri Blaðamaður Sunday Times festi Land Rover-jeppa í utanvegaakstri hér á landi. Myndband af utanvegaakstrinum var birt á vef blaðsins en hefur nú verið fjarlægt. Yfirmaður alþjóðlegrar markaðsdeildar Land Rover biðst afsökunar á utanvegaakstrinum. PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 44 33 Sími: 4115555 og 5303002 Desembertilboð á vetrarkortum Fullkomin jólagjöf fyrir fjölskylduna, vini og vandamenn! Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell eru komin í sölu og fást í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5 og Mohawks, Kringlunni. Pantaðu og fáðu sent í síma 5303002 eða á midar@skidasvaedi.is. Opið alla virka daga kl. 9–13 og 13:30–17. Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell Draumahöllin FULL BÚÐ AF NÝRRI OG SPENNANDI SMÁVÖRU IT’S ABOUT ROMI kertastjaki snjókorn 1.190 kr. IT’S ABOUT ROMI kertastjakar (nokkrar gerðir) tilboðsverð 2.390 / 4.790 kr. 20% kynningar- afsláttur alla helgina! IT’S ABOUT ROMI stór pera tilboðsverð 3.190 kr. IT’S ABOUT ROMI kerti könglar tilboðsverð 2.390 / 3.190 kr. R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I IT’S ABOUT ROMI vasi (einnig til í brons) tilboðsverð 7.990 kr. IT’S ABOUT ROMI Prague ljós, 24 cm. tilboðsverð 23.990 kr. IT’S ABOUT ROMI smádýr, sett tilboðsverð 3.990 kr. 8 fréttir Helgin 12.-14. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.