Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 12

Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 12
www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju w.lyfja.is Optibac Probiotics One week flat 20% afsláttur Gildir til 19. desember. Gott að grípa til þegar við leyfum okkur meira. Hjálpar til við niðurbrot á fæðunni. Eyðir lofti og þembu úr meltingunni. R agnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta-ráðherra, kynnti frumvarp um náttúrupassa í vikunni. Á blaðamannafundi sagði hún aðrar leið- ir en náttúrupassa gefa minni tekjur eða vera flóknar í meðförum. Náttúrupassinn væri einfald- asta lausnin sem skilaði mestu í ríkis- kassann. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef kom- ist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við,“ sagði Ragnheiður Elín. Einfaldasta leiðin að mati ráð- herra Ráðherra segir gistináttaskatt hingað til ekki hafa veitt nægjanlegar tekjur og yrði hann hækkaður frekar þá gæti það haft áhrif á eftirspurn ferðamanna. Jafnframt þyki það vera ókostur ef skatt- urinn legðist aðeins á eina grein ferða- þjónustuunar. Brottafarar- og/eða komu- gjöld segir hún ekki vera mögulega leið þar sem þau yrðu flokkuð sem landa- mæragjöld og hvorki megi leggja þau á íbúa á EES-svæðinu né í Schengen- löndunum. Skattur á flugfargjöld segir ráðherra vera einfalda framkvæmd en ókostirnir væru hins vegar þeir að Ís- lendingar greiddu þannig miklu hærri upphæðir en með náttúrupassa og þar að auki myndu gjöldin þá leggjast á inn- anlandsflugið þar sem 85% farþegar eru Íslendingar. Samtök ferðaþjónustunar vilja gistináttagjald Samtök ferðaþjónustunnar hafa komist að annari niðurstöðu en Ragnheiður Elín. Þeirra mat er að gistináttagjald sé vænlegasti kosturinn. „Síðasta vor, þegar ráðherra ákvað að leggja ekki fram frumvarp um náttúrupassa á vorþingi, ákváðum við að nú væri lag að setjast niður og skoða vel og vandlega alla möguleika,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við fórum í þá vegferð og unnum mikið starf í samstarfi við alla okkar félagsmenn um land allt.“ Niðurstaða mats SAF var að það sem skiptir mestu máli, sama hvaða fyrirkomulag yrði valið, væri að ásýnd landsins myndi breytast sem minnst. Að gjaldtaka myndi ekki rýra ímynd landsins sem rólegrar náttúruparadísar. „Á félagsfundi var svo ákveðið að stjórnin ætti að taka endanlega niðurstöðu út frá matinu sem var svo samþykkt einróma,“ segir Helga. „Okkur finnst gistináttagjald- takan vera einfalt og skilvirkt kerfi. Það er líka kerfi sem ferðamaðurinn þekkir er- lendis frá, en þar er það oftast kallað nátt- úrugjald.“ Höfum siðferðilegan rétt að fara frjáls um landið Í kjölfar umræðu um náttúrupassa hafa margir lýst yfir óánægju sinni með að mega ekki ferðast óhindrað um landið. Rætt hefur verið um almannaréttinn sem á sér langa hefð í íslenskum rétti og helgast af því viðhorfi að náttúra Íslands sé sam- eiginleg gæði landsmanna sem öllum sé jafnfrjálst að njóta. En samkvæmt atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu skerðir náttúrupassinn ekki almannaréttinn og vísar ráðuneytið því til stuðnings í 92. grein laga um gjaldtöku í náttúruvernd- arlögum frá árinu 1999. Samkvæmt þeim er heimilt að rukka gjald á náttúruvernd- arsvæðum þar sem spjöll hafa orðið eða hætta er á slíkum. Páll Skúlason, heimspekiprófessor og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, hefur í mörg ár hugsað og skrifað um samband mannsins við náttúruna. Hann segir hug- mynd um náttúrupassa ekki samrýmast þeirri staðreynd að við Íslendingar eigum landið saman. „Við höfum siðferðilegan rétt til að heimsækja hvaða stað sem er á landinu. Sú hug- mynd að sá sem hafi eignarrétt á landi geti selt aðgang að því hugnast mér ekki. Og ríkið má alls ekki ganga á undan með slíku fordæmi, heldur ætti að setja á lagg- irnar öfluga styrktarsjóði vegna mikilvægra ferðamanna- staða, því hér er almannahagur í húfi.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  NáttúRupassi umdeilt fRumvaRp Ráðuneytið segir náttúrupassa ekki skerða almannarétt Ragnheiður Elín Árnadóttir kynnti frumvarp sitt um náttúrupassa á blaðamannafundi í vikunni. Hún segir náttúrupassa einfalda framkvæmd sem gefi meira af sér en aðrar leiðir. Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki sammála niðurstöðu ráðherra. Hugmyndir ráðherra hafa einnig mætt mótstöðu í þinginu og á meðal almennings. Páll Skúlason heimspekiprófessor segir það vera siðferðilegan rétt okkar að ganga óhindrað um landið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarp um náttúrupassa á blaðamannafundi í vikunni. Gert er ráð fyrir að náttúrupassinn taki gildi 1. september 2015. Ljósmynd/Hari.  Verð fyrir náttúrupassann verður 1500 kr.  Einstaklingar undir 18 ára aldri þurfa ekki að hafa náttúrupassa.  Umsjón með eftirliti verður í höndum Ferðamálastofu.  Náttúrupassinn mun ekki koma í veg fyrir gjaldtöku á einstökum ferðamanna- stöðum.  Heimilt verður að sekta þá sem ekki hafa greitt fyrir passa.  Áætlaðar tekjur fyrstu þrjú árin nema um 4,5-5,2 milljörðum króna.  85% tekna eiga að koma frá erlendum ferða- mönnum.  Framkvæmdasjóður ferða- manna mun hafa umsjón með útdeilingu fjármuna.  10% skal varið til fram- kvæmda á ferðamanna- stöðum sem ekki eiga aðild að náttúrupassa gegn 50% mótframlagi eigenda.  3,5% verður varið í umsýslu náttúrupassans. 12 fréttir Helgin 12.-14. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.