Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 24

Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 24
Tvöföld ánægja með RED jólum Viðskiptavinir í RED áskrift sem kaupa snjalltæki á jólatilboði fá tvöfalt gagnamagn í 12 mánuði. Kynntu þér málið á Vodafone.is eða í næstu verslun Vodafone Góð samskipti bæta lífið Vodafone Smart 4 mini 14.990 kr. stgr. Vodafone Smart tab 39.990 kr. stgr. Hægt er að greiðsludreifa í allt að 18 mánuði. Í desember njótum við þess að sjá síðustu sólargeisla ársins dansa um himininn. Unaðslegir á að líta þegar morgunkaffið er drukkið við eldhúsgluggann. Hádegiskaffið, allt í lagi – það er misjafnt hvenær við rísum úr rekkju. Nákvæmlega engin unaðslegheit fylgja þessum sömu sólargeislum þegar setið er undir stýri. Þá skyndilega verða þeir lúmskir, lævísir og lífshættulegir. Svo lágt er sólin á lofti að geislar hennar brenna göt á viðkvæmar hornhimnurnar og tímabundin blinda er óumflýjanleg. Hvað er hægt að taka til bragðs? Keyra eftir minni? Nei, það virkar ekki. Þá aðferð reyndi ég í fyrra þegar ég nennti ekki að skafa. Ég ber einmitt ábyrgð á einum löskuðum ljósastaur í Breiðholti eftir þá ágætu ökuferð. Það eina sem hægt er að gera í þess- ari stöðu er að loka augunum (þú sérð hvort eð er ekki neitt) og biðja æðri máttarvöld að sjá aumur á þér. Leyfa þér að lifa að minnsta kosti eina jólahátíð í viðbót. Sú aðferð virkar glettilega oft. Önnur aðferð sem svínvirkar er að fara bara ekk- ert í desember sem kostar akstur á móti sól. Ég nýtist að mestu við hana. Þurfti að vísu að skipta um matvöruverslun í kjölfarið. Og skrá mig í upptökupróf í janúar. En það eru smávægilegar fórnir í saman- burði við að fá að halda lífinu og hornhimnunum. Í desember slettist ávallt upp á ákveðinn vinskap sem er mér kær. Vinskap minn við fataskápinn. Samband okkar er stirt frá miðjum desember og langt fram í febrúar. Þó maður sulli nú aðeins í glögg- inu, fari á fjögur jólahlaðborð og troði í sig öllum smákökunum sem aflöguðust. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Alltaf skal það koma mér jafn mikið á óvart þegar vömbin tekur að vella upp úr buxunum. Og það hættir að virka að leggjast niður til þess að hneppa. Þó ég sé öll af vilja gerð þá er ekki nokkur einasta leið að þekkja magamál sitt í desember. Enda eru allir vopnaðir sælgæti og sætabrauði – hvar sem stigið er inn fæti. Það svoleiðis drýpur smjör af hverju strái. Ég var einmitt með bílinn í umfelgun um daginn þegar gamall bifvélavirki otaði að mér pip- arkökudunki í gríð og erg. Ég er að ýkja þegar ég segi gríð og erg. Hann bauð mér eina. Ég borðaði hins vegar átta. Þetta er nú bara í boði einu sinni ári. Má maður aðeins? Svo eru vetrardekk líka svo rándýr að ég sá mér þarna leik á borði. Éta mig sadda af piparkökum og spara mér heila máltíð. Tæplega korteri eftir að ég lauk við að éta gamla bifvélavirkjann út á gaddinn var ég komin með báðar hendur á kaf í Makkintoss-dunk inni á einhverri hárgreiðslustofu. Einn í munninn, tveir í vasann. Það er ógeðslega dýrt að láta klippa sig. Já, gallabuxurnar fara í leikbann fram á vorið. Vel teygjanlegar leggings og víðir kjólar fyrir mig, takk. Í desember þetta árið ákvað ég að bæta gráu ofan á svart og fleygja mér á kaf í jólabókaflóðið. Guð blessi sál mína. Nautheimska sál mína. Ég stóð í þeirri trú að maður smellti bara einni bók í flóðið. Færi svo undir sæng og teldi seðla fram að jólum. Borðandi sörur á meðan. Hafandi það kósý og hummandi Gleði- og friðarjól með Pálma Gunn- ars. Ekki aldeilis. Að vísu er þetta afar skemmtileg iðja. Erfið, vissu- lega. En gefandi. Fyrir utan þau skipti sem ég vill- ist og mæti ekki á rétta staði. Held bókakynningu á fá- farinni saumastofu öllum að óvörum í stað þess að mæta í hádegishlé hjá stóru fyrirtæki. Nú eða þegar ég stend í Hagkaupum og reyni að selja fólki hugmyndina um að ég sé stórkostlegur kokkur og ætlast til að það gæði sér á einhverjum kræs- ingum frá mér. Átta mig svo á því tveim tímum síðar að buxnaklaufin er opin. Og bangsam- ynstrið á nærbux- unum sé greinan- legt í gegnum helvítis klaufina. Það treystir enginn næstum þrítugri konu í slíkum nærfatnaði. Enn síður að það kaupi bók eftir hana. Bölvaðar gallabuxurnar fóru snemma í leikbann þennan desemb- ermánuðinn. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps- þættinum Nenni ekki að elda og var að gefa út samnefnda bók. Guðrún Veiga segir frá ástar/ haturssambandi sínu við desembermánuð sem er erfiðara en áður því hún er að kynna bókina sína. Með opna buxnaklauf á bókakynningu Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is ... þegar ég stend í Hagkaupum og reyni að selja fólki hugmyndina um að ég sé stórkost- legur kokkur ... Átta mig svo á því tveim tímum síðar að buxnaklaufin er opin. Og bang- samynstrið á nærbuxunum sé greinanlegt í gegnum helvítis klaufina. 24 pistill Helgin 12.-14. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.