Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 26

Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 26
F acebook er ekki eina vandamálið. Með hverri einustu statusfærslu á samfélagsmiðli, bloggi eða You Tube-myndbandi eru foreldrar að koma í veg fyrir að börn þeirra geti notað netið óáreitt í framtíðinni. Nú þegar eru til smáforrit sem þekkja andlit okkar og geta metið út frá þeim hverjir séu vinir okkar, hvaða flokk við kjósum eða hvað sé uppáhalds veitingastaðurinn okkar. „Name Tag“ er eitt þessara forrita. Með snjallsímann að vopni skannar notand- inn andlit úti á götu og forritið dregur á engri stund upp prófíl viðkomandi, út frá greiningu á andlitsfalli. Það eina sem þarf til er ein tögguð mynd af sam- félagsmiðli. Forritið getur þar að auki þekkt barnsandlit og fylgst með því vaxa, og þannig rakið ævisögu fólks í framtíðinni. Erum varnarlaus á netinu Höfundur forritsins, Kevin Alan Tussy, segir það vera öryggisvél. Gert meðal annars til þess að vernda okkur frá barnaníðingum en forritið getur borið andlitsmynd þína saman við myndir í bandarískum gagnabanka yfir barna- níðinga. Auk þess að geta fundið barna- níðinga segir Tussy einnig gott að hafa öryggið á oddinum á stefnumótum en planið er að notendur geti borið skann- að andlitið saman við myndir í gagna- banka stefnumótasíðna. „Það er einfald- lega mun þægilegra að kynnast fólki ef við getum vitað allt um manneskjuna áður,“ segir Tussy. „Þetta er svo mikil persónuárás að mér rennur bara kalt vatn milli skinns og hörunds,“ segir Þórlaug Ágústsdótt- ir, pírati og internetsérfræðingur. Hún er ekki sammála því að forritið eigi eftir að auðvelda samskipti okkar heldur varpi það enn frekara ljósi á það hversu varnarlaus við erum gagnvart inter- netinu. „Það sem er svo óhugnanlegt við þetta er að upplýsingar sem koma upp í svona gagnabönkum eru ekkert endilega sannar og svo erum við auð- vitað að auka hættuna á því að samborg- arar okkar taki lögin í sínar hendur ef þeim líkar ekki eitthvað í fortíð fólksins í kringum sig. Ég er sannfærð um að þetta eigi eftir að eyða trausti í samfé- lagi okkar.“ Að skrá sig af internetinu Börnin hafa auðvitað ekkert um málið að segja, er líklegast nokk sama. En verður þeim sama í framtíðinni? Flest börn eru skírð án sinnar vitundar en þau geta skráð sig úr þjóðkirkjunni þegar þau komast til vits og ára, kjósi þau það. En það er alls ekki jafn auðvelt að skrá sig af internetinu. Sérfræðingar segja það ekki hægt þrátt fyrir að sífellt fleiri kjósi að taka ekki þátt í gagna- námi og markaðsvæðingu þess. „Það er verið að reyna að ýta á Go- ogle til að hægt verði að hreinsa sig af internetinu,“ segir Þórlaug og bendir á að verið sé að vinna að persónuverndar- lögum í Evrópu sem eigi að gera það kleift. „Google segist vera að bjóða upp á þessa þjónustu en er í raun að bjóða fólki upp á að sópa öllu saman undir það sem kallast „Google plus“, þar sem upplýsingarnar geymast, þannig að í rauninni fara upplýsingarnar ekki af internetinu.“ Verðum að gæta að því hverju við deilum Við getum tekið þá ákvörðun að stíga sjálf í þennan heim en eigum við að taka þessa ákvörðun fyrir börnin okkar? „Í rauninni ekki,“ segir Hrefna Sigurjóns- dóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla hjá Saft, sem er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og ung- linga. „En ég held að við munum aldrei koma í veg fyrir það að fólk birti myndir á netinu og það ætti ekkert að vera slæmt. Fólk þarf bara að vera meðvitað um það hvar og hvernig myndir það birtir og hver getur séð þær. Við ættum til dæmis ekki að birta myndir þar sem fólki líður illa, er fáklætt eða þar sem óþarfa persónuupplýsingar koma fram. Við þurfum líka að gæta þess að ítarleg- ar upplýsingar séu á læstum svæðum.“ Þórlaug tekur í sama streng en bendir á að Facebook sé til dæmis ekki læst svæði. „Í rauninni á maður bara að setja myndir inn á svæði þar sem maður sjálfur á réttinn að myndunum, og það er ekki þannig á Facebook. Í rauninni getur hver sem er halað niður myndum þaðan og sett á hið opna internet, þaðan sem svo aftur er hægt að nota myndirn- ar til gagnanáms.“ Siðferðislega rangt að deila barnamyndum Málið er að netheimar eru farnir að vera of flóknir fyrir venjulegt fólk að skilja því líkt og Hrefna bendir á þá eru ekki lengur til eitthvað fyrirbæri sem kallast netheimar, þeir eru samofnir raunheimum. „Krakkar í dag fæðast í einn heim og netið er partur af honum og þess vegna verðum við að vera með- vituð um að það gilda sömu reglur í samskiptum þar og annarsstaðar. Þetta er ekki annar heimur.“ Þórlaug telur það ekki vera siðferðis- lega rétt af okkur að setja líf barna okkar á netið. „Það er auðvitað kolrangt af okkur. Við erum að taka ákvarðanir fyrir hönd barna okkar án þess að hafa hugmynd um hvernig þau vilja snúa sér í þessum málum þegar þau verða eldri. Kannski vilja þau bara vera laus við þetta allt saman.“ Þar að auki gerist allskonar hlutir á netinu sem við viljum ekki að börnin okkar verði vitni að. „Ímyndaðu þér litlar stelpur sem lenda í því að vera eltar af eltihrellum, þegar allt líf þeirra liggur á netinu. Þær eiga þá í ekkert öruggt hús að venda. Það er hægt að vita í hvaða skóla þær voru, hvert þær fóru í sveit og hverjir eru þeirra vinir,“ segir Þórlaug. „Netið byrjaði sem svo jákvæð þróun og það er margt dásamlegt við það að geta deilt upplýsingum, en við deilum sífellt fleiri persónulegum upplýsingum og það getur verið hættulegt,“ segir Þórlaug sem setur sjálf barnamyndir á Facebook, en mjög vel valdar. „Ég hugsa mig vel um áður en ég dreifi mynd, alltaf með það í huga að hún eigi eftir að vera almenningseign.“ Kannski er bara kominn tími til að hætta að safna minningum á netinu og draga fram gömlu albúmin. Eða hvað? Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Að vera eða vera ekki á inter- netinu, það er spurningin Name Tag, sem upphaflega var hannað fyrir Go- ogle gleraugu, er eitt þessara smáforrita sem greina andlit. Með snjall- símann að vopni skannar notand- inn andlit úti á götu og forritið dregur setur síðan upp prófíl viðkomandi, út frá greiningu á andlitsfalli. Það eina sem þarf til er ein tögguð mynd af sam- félagsmiðli eins og Facebook. Forritið getur þekkt barnsand- lit og fylgst með því vaxa, og þannig rakið ævisögu fólks í framtíðinni. Mynd/Getty 70% Íslendinga eru á Facebook. Sem þýðir að 70% okkar fylgjumst með lífi Facebook-vina okkar sem eru misduglegir við að deila lífi sínu með alnetinu. Flestir eru þó mjög duglegir við að deila barnamyndum. Börnin að baka, börnin í nýjum fötum, á róló, upp í rúmi, í baði, niður á strönd og við jólatréð....þau eru bara svo sæt að við stöndumst ekki freistinguna. En vilja börnin láta deila sér? Verðmæti persónuupplýsinga hefur gert það að verkum að stöðugt erfiðara er að vera nafn- laus á netinu, þrátt fyrir að sífellt fleiri kjósi að vera það. Svona myndir ættum við ekki að setja á internetið, samkvæmt Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla hjá SAFT, sem er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga. Mynd/Getty 26 úttekt Helgin 12.-14. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.