Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 52
Þ
að verður hér nær óbætan-
leg ástand í mjög langan
tíma ef ekki verður samið
við lækna f ljótlega, því
læknar munu segja upp,“
segir Tómas Guðbjarts-
son, prófessor og hjarta- og lungnaskurð-
læknir á Landspítalanum. „Ástandið
verður erfiðast í sérgreinunum eins og
nýrnalækningum, meltingarlækningum
og myndgreiningu, svo ég tali nú ekki um
krabbameinslækningar þar sem skortur
hefur verið á sérfræðingum í nokkur ár,“
segir hann.
Tómas vakti athygli á dögunum vegna
aðgerðar sem gerð var á manni sem fékk
hnífstungu í hjartað. Aðgerðin þótti mikið
afrek og er fáheyrt að það takist að bjarga
lífi einstaklings með jafn alvarlega áverka
á hjarta og í þessu tilfelli. Tómas stýrði
einnig teymi lækna og hjúkrunarfræðinga
sem björguðu lífi manns sem ráðist var á á
lögmannsstofu fyrir tæpum tveimur árum.
Sú björgun þótti einnig mikið afrek. Þá var
Tómas hluti af alþjóðlegu teymi sem vakti
heimsathygli fyrir að græða fyrsta plast-
barkann í sjúkling árið 2011.
Það sem færri gera sér hins vegar grein
fyrir að fyrir réttum tveimur árum gekkst
Tómas sjálfur undir aðgerð á ennisholum
vegna síendurtekinna sýkinga sem hann
hafði glímt við í næstum tvö ár. Hann var
ekki eini sérfræðilæknirinn sem var með
skrifstofu í gömlu Landspítalabygging-
unni á Hringbraut sem hafði átt við svipuð
veikindi að stríða heldur höfðu tveir aðrir
sérfræðilæknar gengist undir sams kon-
ar aðgerð. Um svipað leyti kom upp leki
á gjörgæsludeildinni á Hringbraut eftir
miklar rigningar. Rannsókn leiddi í ljós að
byggingin var sýkt af myglu og voru ein-
kenni læknanna rakin til þess. Tómas er
nú, tveimur árum eftir að skrifstofu hans
var lokað, loks að ná sér af veikindum sem
drógu úr honum þrótt. Það er ömurleg
staðreynd að Landspítalinn sé í bókstaf-
lega heilsuspillandi vinnustaður, eins og
hann orðar það sjálfur.
Þegar upp komst um mygluna var afráð-
ið að koma upp skrifstofugámum á lóðinni
við Hringbraut. Ekkert bólar á þeim enn,
nær tveimur árum síðar. „Ég hef ekki val
að færa mig til í starfi. Hér við Hringbraut
eru hjartaskurðstofurnar og ég get ekki
hugsað mér að hætta í hjarta- og lungna-
skurðlækningum og fara að gera eitthvað
annað. Það er hins vegar ekki spennandi
að starfa á vinnustað sem gerir mann veik-
an,“ segir Tómas.
„Þetta er auðvitað allt mjög tragískt og
endurspeglar úrræðaleysið á Landspítal-
anum. Ástandið má ekki rekja til stjórn-
unarvanda á spítalanum sem einfaldlega
er skammtað alltof lítið fé. Það er auð-
veld ákvörðun að velja á milli þess að nota
rekstrarfé í að þétta glugga eða halda uppi
krabbameinsmeðferð. Ég óttast hinsvegar
að viðhald húsnæðis verði enn eitt árið lát-
ið sitja á hakanum því fjárlög næsta árs eru
mikil vonbrigði,“ segir hann.
Vantar 1,8 milljarð í rekstur spítal-
ans
Tómas á sæti í prófessoraráði Landspít-
alans en ráðið hefur mörg undanfarin ár
barist fyrir auknum fjárframlögum til
Landspítalans. „Að mati okkar í prófess-
oraráðinu vantar 1,8 milljarð inn í rekstur
Landspítalans, bara til að halda sjó. Pers-
ónulega finnst mér því fjárlögin núna eins
og köld vatnsgusa í andlitið. Fyrir ári síðan
barðist prófessoraráðið fyrir almennilegri
viðspyrnu sem ekki varð af þótt framlög til
spítalans væru aukin. Fjárlög næsta árs er
heldur ekki hægt að kalla viðspyrnu, þar
sem féð nægir ekki einu sinni til að sinna
grunnrekstri. Því er ljóst að frekari hag-
ræðingu þarf til,“ segir Tómas. „Pólitík-
usar segja að aldrei hafi verið varið meira
fé til spítalans. Við sem störfum á gólfinu á
Landspítalanum erum því ekki sammála,“
segir Tómas og bendir á að spítalinn sé
rekinn án aukinna fjárframlaga og niður-
skurði ár frá ári. Í löndunum í kring um
okkur séu fjárframlög til heilbrigðiskerf-
isins aukin um 1 prósent að jafnaði frá ári
til árs vegna aukins kostnaðar sem hlýst
af auknum fjölda aldraðra og hækkandi
meðalaldri. Raunverulegur niðurskurður
til Landspítalans sé því meiri en tölurnar
gefi til kynna.
Heilbrigðisstarfsfólk of duglegt að
spara
Tómas segir að sumu leyti óheppilegt að
læknaverkfallið beri upp á sama tíma og
þegar fjárlögin voru sett fram því þessu
tvennu eigi ekki að blanda saman, baráttu
lækna fyrir leiðréttingu á kjörum sínum
og auknum fjárveitingum til heilbrigðis-
kerfisins. „Við læknar verðum að líta í eig-
in barm og getum svolítið sjálfum okkur
um kennt hvernig komið er, við höfum
dregist aftur úr öðrum viðmiðunarstéttum
í dagvinnulaunum og börðumst ekki nægi-
lega fyrir kjörum okkar frá hruni vegna
ástandsins í þjóðfélaginu. Við hefðum fyr-
ir löngu átt að vera búnir að spyrna við
fótum,“ segir Tómas og vísar til þess að á
árunum fyrir hrun hafi verið komin upp
umræða meðal lækna um nauðsyn þess
að leiðrétta launin, sérstaklega dagvinnu-
laun yngri lækna. Síðan hafi komið hrun
og læknar hafi kosið að halda sig til hlés
meðan efnahagskreppan gengi yfir.
„Að mínu mati var heilbrigðisstarfsfólk
á Íslandi of duglegt við að spara eftir hrun-
ið. Spítalinn tók á sig miklu þyngri byrð-
ar en hann hefði átt að gera. Þetta varð
því eins konar rússneskur bónus, okkur
var gert að spara og það gerðum við, og
í verðlaun var okkur fyrirlagt að spara
enn meir. Það er hægt að keyra svona að-
haldsaðgerðir í 2-3 ár, en nú eru komin
sex ár frá hruni og það er rosaleg þreyta
komin í mannskapinn, ekki bara lækna
heldur líka hjúkrunarfræðinga og annað
heilbrigðisstarfsfólk. Þegar það vantar 2-3
ræðara í tíu manna báti gefst fólk einfald-
lega upp, og það er það sem er að gerast
núna,“ segir hann.
„Það hefur orðið ákveðinn trúnaðar-
brestur milli stjórnvalda og starfsfólks.
Það sést vel á því hve mikill stuðningur
er við verkfallsaðgerðir okkar meðal ann-
ara heilbrigðisstarfsmanna en einnig hjá
almenningi. Fram að þessu hafa læknar
varla íhugað að fara í verkfall, það stríðir
einfaldlega gegn öllu því sem starf okkar
stendur fyrir. Við verðum hins vegar leið-
rétta kjör lækna svo ungir sérfræðingar
fáist til að vinna hér á landi,“ segir Tómas.
Hámark tvær vikur til að semja
„Ég met stöðuna þannig að samningsað-
ilar hafi að hámarki tvær vikur til þess að
ná saman – annars geti orðið nær óbætan-
legt tjón. Þó svo að læknar hafi samþykkt
að halda verkfallsaðgerðum áfram eftir
áramót hef ég heyrt marga kollega lýsa
því yfir að þeir muni frekar flytja úr landi
en að bjóða skjólstæðingum sínum upp á
áframhaldandi verkfallsaðgerðir. Það er
erfitt fyrir lækna að horfa upp á ástandið
sem nú er uppi og sjá hvernig það bitnar á
sjúklingum okkar. Síðar í dag þarf ég að
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Land-
spítalanum vakti athygli á dögunum vegna
aðgerðar á manni sem fékk hnífstungu í hjartað.
Þetta er ekki eina afrek Tómasar sem þykir á
heimsmælikvarða. Færri vita hins vegar að hann
er rétt um þessar mundir að ná sér af veikindum
sem hann hefur glímt við í fjögur ár sem or-
sökuðust af myglu í gömlu Landpítalabyggingunni
við Hringbraut. Hann er harðorður um stöðu
heilbrigðiskerfisins og segir trúnaðarbrest milli
stjórnvalda og heilbrigðisstarfsfólks. Tómas segir
að semjist ekki í læknadeilu innan tveggja vikna
verði hér nær óbætanlegt ástand því læknar
muni flytja úr landi.
Ég vil
ekki hætta
hjartaskurð-
lækningum
„Ég held að stjórnvöld
ofmeti þolinmæði lækna.
Ég finn mikla beiskju og
pirring hér á göngunum,
en um leið mikla sam-
stöðu um að lengra verði
ekki gengið á rétt sjúkra
og heilbrigðisstarfs-
manna,“ segir Tómas
Guðbjartsson, prófessor
og hjarta- og lungna-
skurðlæknir á Land-
spítalanum. Ljósmynd/Hari
Framhald á næstu opnu
52 viðtal Helgin 12.-14. desember 2014