Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 56
Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is. T Ú R I S T I E itt er víst, ekki langaði mig að vill-ast fyrsta daginn sem ég átti að mæta í Hagaskólann. Vonaði heitt og innilega að ég færi nú ekki að villast á leiðinni eins og í fyrsta göngutúrnum frá miðbænum. Vissulega er erfitt að villast á leiðinni frá Dunhaga 20 út í Hagaskóla, hann stendur við Dunhaga. Samt var ég á nálum, einbeitti mér að því að halda mér á gangstéttinni. Á hlaupunum þurfti ég sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af flâ- neurfreistingum, á hlaupum er ekki hægt að flanera, leyfa líkamanum að reika um Svaf yfir sig fyrsta daginn í Hagaskóla Táningabók er þriðja og síðasta endurminningaverk rithöfundarins Sigurðar Pálssonar. Við grípum hér niður í kafla þar sem Sigurður fjallar um árin í Hagaskóla þar sem hann kynntist meðal annars Pétri Gunnarssyni rithöfundi. landslag borganna. Ég kom að skólabyggingunni, hafði tekist að halda aftur af mín- um meðfædda flanör. Enda var stressið alveg nóg fyrir, ég var nefnilega þegar orðinn of seinn, vekjaraklukkan eitthvað vanskelig, ég vaknaði ekki fyrr en frú Helga, sem ég leigði hjá, ruggaði við mér. Spratt upp eins og ringluð fjöður í klukkuverki, rudd- ist í föt og hljóp af stað. Fyrsti dagurinn minn í alvöru skóla og ég mætti of seint! Ég stóð þarna allt í einu inni í skólastofu eins og fábjáni, tíminn byrjaður. Kristján Benediktsson landafræðikennari var við stjórn- völinn. Gunnar Gunnarsson, fréttamað- ur og rithöfundur, var bekkjarbróð- ir minn. Ég hitti hann á dögunum niðri í Austurstræti, hann sagði mér að ég hefði ekki leitað í ein- hverjar lygar og uppspuna heldur sagt sannleikann: vekjaraklukk- an hringdi ekki. Vissulega ofur kunnugleg afsökun sem enginn tók lengur mark á. En Gunnar sagði að einhvern veginn hefði það blasað við að ég væri að segja satt. Enda varð ekkert meira havarí úr þessu. Mér þóttu kennararnir prýðileg- ir: Sigurður Elíasson kenndi mér náttúrufræði, hann orti textann við Litlu flugu Sigfúsar Halldórs- sonar: „Lækur tifar létt um máða steina“ og svo framvegis. Setningin „bláskel liggur brotin milli hleina“ hafði vakið með mér sterkar kenndir þegar ég var barn, söknuð, angurværð. Pétur Gunnarsson sagði m.a. í greinargerð um okkar fyrstu kynni þarna í landsprófi: „En þó fór ekki hjá því að ég skynjaði sitthvað óvenjulegt í fari þessa nýkomna pilts og fór ekki á milli mála þegar ég stóð hann að verki þar sem hann valhopp- aði, annað hvort á leið úr eða í skólann. [...] Ekki mjög löngu seinna beit drengurinn höfuðið af skömm- inni með því að birtast á reiðhjóli – hann var svona langt að norðan. Hann var keis.“ Skrýtið til þess að hugsa: ég hef aldrei komið inn í Hagaskólabygg- inguna síðan ég gekk þaðan út með landsprófsskírteini í vasanum. Mér þykja skólabyggingar sérkenni- legar erfiðar til endurkomu, það grípur mig margfaldur rembihnútur framandleika og óþægilegs kunnug- leika. Hvernig gerist þetta? Skilningarvitin nema langa ganga sem einu sinni voru ennþá lengri, eyrun bíða eftir bjöllu sem tekst að vera bæði hvell og rám og ekki er nokkur leið að leiða hjá sér. Svo er það lyktarskynið. Hvað hefur þessi áhrif? Ekki var farið neitt illa með mig þarna, ég varð ekki fyrir einelti, mér var ekki troðið niður í öskutunnur. En það sem maður óttast kannski er óumbeðin minn- ing um varnarlausan unglings- garm sem fann svo sárt hvað hann átti margt eftir ólært, allt var komið á flot, enginn bakki í nánd, laugin var djúp. Það var eina vissan í óvissunni. Það er ekki endurminningin sem er yfirþyrmandi heldur endurupp- lifunin. Að dragast aftur í þetta óþægi- lega millibilsástand táningsár- anna, vera hvorki barn né fullorðinn. Að lifa aftur eitthvað sem er alveg nóg að upplifa einu sinni. Eitt augnablik er feginleikanum ógnað. Feginleikanum að vera laus í eitt skipti fyrir öll við þetta milli- bilsástand. 56 bækur Helgin 12.-14. desember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.