Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 58
Freistandi súkkulaðibitakökur
12 stk
125 g smjör
1 bolli púðursykur
¾ bolli sykur
3 msk Cadbury kakó
1 tsk vanillusykur
100 g hvítt Toblerone súkkulaði
100 g valhnetur
2 tsk lyftiduft
1 bolli hveiti
1 egg
Hitið ofninn í 160°C. Hrærið smjör, púðursykur og sykur
saman þar til létt og dúnkennt. Blandið svo vanillusykri
og eggi saman við. Þá er hveiti, lyftidufti og Cadbury
kakói hrært saman við ásamt hvíta súkkulaðinu og
valhnetunum. Notið matskeiðar við að setja 12 kúlur
á bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 10-15 mínútur.
GERIR GÆFUMUNINN!
Handgerðar dúkkur
sem gott er að knúsa
Petra Dís Magnúsdóttir heldur úti vefversluninni dukkuborn.net sem selur handgerðar
dúkkur frá Spáni. Ljósmynd/Hari
Þ etta hófst með þeim hætti að ég var að leita að dúkku fyrir dóttur mína
hérna heima fyrir nokkrum
árum en fannst lítið vera í boði.
Mér fannst dúkkurnar hérna
vera of einsleitar og fjöldafram-
leiddar. Það vantaði öll persónu-
leg einkenni,“ segir Petra. Í janú-
ar 2011 var hún stödd á Spáni
og sá þá dúkkur sem vöktu hjá
henni áhuga. „Ég hugsaði um
þær í hálft ár áður en ég ákvað
að byrja að flytja þær inn. Mér
fannst það hrikalega stórt skref
í byrjun en svo var þetta minna
mál en ég hélt. Ég opnaði Fa-
cebook síðu og byrjaði að selja
hægt og rólega, svo vatt þetta
bara upp á sig. Fyrsta og önnur
pöntun rauk út fyrir jólin í fyrra
og sú þriðja líka. Í janúar var
lagerinn því alveg galtómur. En
ég er betur undirbúin fyrir þessi
jól.“
Dúkkur sem líkjast
eigendunum
Dúkkurnar eru handgerðar
og eru því mjög raunverulegar
og fallegar, en framleiðslan
hefur verið í höndum spænsks
fjölskyldufyrirtækis í nokkra
áratugi. Dúkkurnar eru með
mjúkan búk og vínyl útlimi, fal-
legt hár sem gaman er að greiða,
raunveruleg augu og augnhár.
Flestar dúkkurnar segja mamma
og pabbi og hlæja þegar ýtt er á
maga þeirra og nokkrar þeirra
gráta. Petra segir að það veki
mikla lukku hve dúkkurnar eru
raunverulegar. „Fólk er jafnvel að
kaupa dúkkur því þær líkjast til-
vonandi eigendum.“
Dúkkur sem ævieign
Petru finnst mikilvægt að dúkk-
urnar séu með mjúkan búk svo
börnin geti knúsað þær en oft
mynda börn mjög sterk tengsl við
dúkkurnar sínar. „Ef vel er hugs-
að um dúkkuna þá getur hún
enst um aldur og ævi. Ég fékk
mína fyrstu dúkku þegar ég var
sex ára og á hana ennþá,“ segir
Petra. Nánari upplýsingar um
dúkkurnar má finna á netverslun-
inni: www.dukkuborn.net
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Petra Dís Magnús-
dóttir starfar sem
vefumsjónarmaður
hjá Ikea en utan
vinnutíma eiga dúkk-
ur hug hennar allan.
Petra Dís heldur
úti vefversluninni
Dúkkubörn, en þar
er að finna vandaðar
og raunverulegar
dúkkur frá Spáni.
58 viðtal Helgin 12.-14. desember 2014