Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 60

Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 60
Hreindís Ylva heitir nú Ilva Holmes A kkúrat núna býst ég við að vera áfram hér í London. Hér finnst mér æðislegt að vera og hér er fullt af tækifærum,“ segir Hreindís Ylva Garðarsdótt- ir Holm, 25 ára íslensk leikkona í London. Hreindís Ylva er fasta- gestur á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir því hún leikur aðalhlutverkið í nýrri ímyndarherferð Ice - landair - um íslensku stúlkuna sem er föst úti yfir jólin en fær svo óvænt fjölskylduna til sín. Skólinn mælti með því að skipta um nafn Hreindís útskrifaðist úr Guildford-leiklistarskól- anum í fyrravor og hefur síðan verið að koma sér á framfæri. „Ég er búin að vera að gera hitt og þetta. Ég hef leikið í stuttmyndum og svo hef ég fengið tvö aukahlut- verk í myndum í fullri lengd. Og svo þess - ari auglýsingu,“ segir Hreindís í símtali frá London. Nafnið Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm er sjálfsagt ekki þjált fyrir Breta og því hefur leik- konan tekið upp nýtt nafn þar í landi, til að koma sér á framfæri. Hún kallar sig nú Ilva Holmes. „Ég breytti bara yfir í venjulegt i svo það yrði borið rétt fram. Og svo bætti ég aðeins við Holm-nafnið. Skólinn mælti með því fyrst ég var búinn að losa mig við allan hreiminn að ég gerði sjálfri mér greiða og breytti nafn- inu.“ Ekki búin að festa ræturnar í London Guildford er lítill bær fyrir utan London. Hreindís er ekki fyrsti Ís- lendingurinn sem nemur þar leik- list, Halla Vilhjálmsdóttir var þar fyrir um áratug. „Ég kunni rosalega vel við mig þarna. Við fengum góða þjálfun í kvikmyndaleik. Það er alltaf að verða mik- ilvægara en það eru ekki allir skólar farnir að taka inn mikla kvik- myndakennslu,“ segir Hreindís. Hvar liggur áhuga- svið þitt? „Það er aðeins meira í bíómyndum og sjón- varpi, kannski af því ég hef fengið skemmtileg verkefni í þeim geira. Ég hef auðvitað áhuga á leikhúsinu líka en bíó- ið heillar. Ég gerði líka smá af því heima áður en ég fór út,“ segir Hreindís sem lék í kvikmyndinni Óróa á sínum tíma. Hreindís Ylva býst við því að vera áfram í London eins og áður segir. Þar leigir hún í austurhluta borgarinn- ar með vinkonu sinni sem er norsk. Hrein- dís er einhleyp og því er ekkert sem aftrar henni að fara þangað sem verkefnin bjóðast. „Ég er ekkert endilega búin að festa ræturnar í London. Ef mér bjóð- ast spennandi verkefni í Ameríku eða annars staðar í Evrópu tek ég þeim. Mér finnst gaman að ferðast svo það getur vel farið saman. Ég hef líka alltaf sagt að ég er opin fyrir því að koma heim og vinna. Það er mikið af flottum verkefnum á Íslandi.“ Æðislegt verkefni fyrir unga leikkonu Icelandair-auglýsingin sem Hrein- dís Ylva leikur í hefur vakið þó nokkra eftirtekt. Hún var tekin upp í Berlín og Hamborg. Það voru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson sem leikstýrðu, Árni Páll Hansson framleiddi en Ragnar Jónsson og Kári Sævars- son á Íslensku auglýsingastofunni skrifuðu handrit. „Þetta var ótrú- lega skemmtilegt. Þetta voru langir dagar en í mjög góðum félagsskap. Handritið er fallegt og það var ekki erfitt að setja sig í spor aðalpersón- unnar,“ segir Hreindís. Er þetta ekki vel borgað? „Það var ekkert hægt að kvarta yfir því, þetta var alveg kærkomið. Fyrst og fremst var þetta samt æðis- legt verkefni fyrir unga leikkonu – þetta var eiginlega heilt „showreel“ fyrir mig.“ Hreindís kveðst hafa fengið mikið af skilaboðum eftir að byrjað var að sýna auglýsinguna. Margir spyrja hvort hún komi heim um jólin. „Jú, ég kem heim um jólin – ann- að en Berglind. Ég kem 21. desem- ber og fer bókstaflega beint á jóla- tónleika Regínu Óskar. Ég missti af þeim í fyrra en ætla ekki að missa af þeim í ár.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm útskrifaðist í fyrra sem leik- kona í Englandi og hefur unnið að því að koma sér á framfæri síðan. Þar kallar hún sig Ilva Holmes. Hreindís Ilva birtist nú á skjám landsmanna í nýrri auglýsingaherferð Icelandair. Stefnan er tekin á að vinna í sjónvarpi og kvikmyndum – hvar í heim- inum sem góð hlutverk bjóðast. Hver er Hreindís Ylva Fædd 1. mars 1989. Alin upp í Mos- fellsdal og gekk í Varmárskóla. Stúdent frá MH. Lærði við Söng- skólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Lærði við Guildford School of Acting. Yngvi Rafn bróðir hennar er gítar- leikari í hljómsveit- inni Vio. Hefur tvisvar tekið þátt í undankeppni Eurovision. Árið 2009 söng hún lagið Vornótt sem amma hennar samdi. Í fyrra söng hún Lífið snýst með Svavari Knúti. Gaf út plötuna Á góðri stund árið 2011 þar sem hún syngur bestu lög Erlu Þorsteins. ? Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm kallar sig Ilvu Holmes. Mælt var með því að hún breytti nafninu sínu ef hún ætlaði að koma sér á framfæri sem leikkona í Englandi. Hreindís Ylva í hlutverk Berglindar í Icelandair-auglýsingunni. 60 viðtal Helgin 12.-14. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.