Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 73

Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 73
Helgin 12.-14. desember 201474 tíska Íslensk hönnun framleidd í Tógó Bergþóra Guðnadóttir hannar kjól fyrir samtökin Tau í Tógó. Allur ágóði rennur til heimilis fyrir munaðarlaus börn í Tógó. Bergþóra: Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og stofnandi Farmers Mar- ket, hannar kjóla sem eru saumaðir í Tógó, til styrktar heimili fyrir munaðarlaus börn. Kjól arn ir eru all ir með þrykkt um afr- ísk um munstr um. Litagleðin ræður ríkjum þegar kemur að efnisvali. Hver kjóll kem ur með slæðu sem hægt er að nota á ýmsa vegu. F armers Market og Tau frá Tógó hafa efnt til samstarfs um hönnun og sölu á kjól sem er hannaður af Bergþóru Guðnadóttur, hönn­ uði og stofnanda Farmers Market og saumaður á saumastofu Divine Providence, sem er heimili fyrir munaðarlaus börn í Aneho, Tógó. „For svars­ kona sam tak anna Tau í Tógó, Guðný Ein ars dótt ir, kom að máli við mig og vildi kanna hvort ég væri til í að hanna fyr ir þau flík sem yrði svo fram leidd á sauma stof unni Aneho í Tógó. Mér fannst þetta svo fallegt verkefni að ég gat ekki skorast undan því að taka þátt,“ seg ir Bergþóra. Saumastofan er tekjulind heimilisins Tau frá Tógó kaupir vörur af saumastofunni og selur á Ís­ landi, í Danmörku og Frakk­ landi. Saumastofan er tekjulind heimilisins og er um leið nokk­ urs konar iðnskóli fyrir elstu börnin. Allur ágóði af sölu Tau frá Tógó fer aftur til heimilisins. Helmingur fer í að panta fleiri vörur og skapa þannig verkefni fyrir stofuna og helmingur fer í menntunarsjóð fyrir börnin. Etnískir heimar mætast í hönnuninni „Ég lagðist undir feld og bjó til kjól sem er frekar einfaldur, í einni stærð og hentar því flest­ um. Efnin fá fyrst og fremst að njóta sín en þau eru mjög glaðleg með afrískum mynstrum,“ segir Bergþóra, sem valdi þó efnin ekki sjálf, heldur sjá starfsmenn saumastofunnar um það. „Þau fóru á markaði í Tógó og völdu ýmis konar bómullar­ efni sem eru öll mjög ólík og því eru engir tveir kjólar eins.“ Efnin eru etnísk sem Bergþóru finnst áhugavert í ljósi þess að hún hefur einnig verið að vinna á etnískum nótum við hönnun sína fyrir Farmers Market, en þá í norrænum stíl. „Mér fannst þessir etnísku heimar speglast skemmti­ lega saman,“ segir Bergþóra. Farmers Market sem og aðrir aðilar sem hafa lagt sitt að mörkum gefa alla vinnu í tengslum við verkefnið. Kjólarnir eru gerðir í takmörkuðu upplagi og eru til sölu í verslun Farmers Market, Hólmaslóð 2, frá og með 9. desember. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-16 Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Nýtt kortatímabil "Kryddaðu fataskápinn” Afmælisafsláttur Verslunin er 2ja ára og af því tilefni ætlum við að gefa af öllum vörum verslunarinnar í dag og á morgun laugardag. FALLEGIR KJÓLAR OG SKEMMTILEG JÓLA-TILBOÐ Pantaðu á www.curvy.is eða komdu við í Fákafen 9 Afgreiðslutímar Mán-Fös frá kl. 11-18 Laug. frá kl. 11-18 Sun. frá 13-17 STÆRÐIR 42-56 Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Grensásvegi 8 • S. 553 7300 Opið mán-mm12-18,fös 12-19,lau 12-17 Jóla verð sprengjan er han 50% afsláttur AF ÖLLU Gríptu tækifærið og gerðu dúndur kaup fyrir jólin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.