Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 77

Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 77
Helgin 12.-14. desember 201478 tíska Jólaförðun Lancôme É g byrja á því að undirbúa húðina með La base pro pore eraser. Hann fyllir vel upp í húðholur og fínar línur, auk þess sem farðinn helst eins allan daginn. Að mínu mati alveg nauð- syn. Á augnlokin nota ég La base augnprimer svo augnskugginn verði fallegri og endingarbetri . Á Báru valdi ég farðann Teint Mi- racle númer 010. Hann gefur fal- legan ljóma og góða þekju. Ég nota alltaf farðaburstann frá Lancôme þegar ég ber farðann á því áferðin verður miklu fallegri. Teint Mi- racle ljómapennann nota ég undir augun og í kringum varir til að fá fallegt endurkast. Ótrúlegt hvað allt verður sléttara og bjartara. Augu Ég byrja að fylla aðeins upp í augabrúnir með Sourcils pro augabrúnablýantinum en hann er mjög þægilegur í notkun og með bursta svo það er auðvelt að móta augabrúnirnar. Hypnôse palette númer Dr 6 er falleg fimm augn- skugga palletta. Í henni er allt sem þú þarft til að gera fullkomin augu. Ég byrja á ljósasta skugganum yfir allt augnlokið, set því næst dökkgráa litinn í glópuslínuna og blanda vel að miðju. Silfurgráa skuggann notaði ég frá innri augnkrók að miðju. Undir neðri augnhárin nota ég fallega brúna skuggann til að ramma augun vel inn. Eyeliner er nauðsynlegur í fallega förðun, Liner Plum er mjög auðveldur í notkun og ég enda allt- af á að nota hann því hann er bæði auðveldur og fljótlegur. Maskarinn sem ég valdi er Grandiôsa. Hann gerir allt. Varir Á Báru valdi ég nýja Ĺ absole númer 368. Fallegur djúpbleikur litur. Hann er svo sparilegur og til- valinn fyrir hana. Kinnar Kinnalitur Blush subtil númer 11. Fallegur mildur brúntóna kinna- litur rétt á epli kinnanna. H úðvörurnar frá Ole Henriksen hafa skapað sér sess í snyrtivöruflóru landsins og ekki að ástæðulausu því vörurnar skera sig úr á margan hátt. Sú ástríða sem eigandi merkisins, Daninn Ole Henriksen, gefur vörum sínum hefur skapað honum nafn um allan heim og er hann í uppáhaldi meðal viðskipta- vina og fjölmiðlafólks víðs vegar um heiminn. Hann er þekktur fyrir glaðværan persónuleika og má segja að litríkar pakkningar á snyrtivörunum hans endurspegli hans frjálslega fas. Húðvörur úr náttúrulegum og virkum efnum Húðvörur Ole Henriksen eru unnar úr náttúrulegum innihalds- efnum og einkennast af einfald- leika og skemmtilegri litadýrð og eru efnin án parabena. Vörurnar hafa ekki bara jákvæð áhrif á húðina heldur ber sérhver vara með sér sérstakan ilm sem gefur umhirðu húðarinnar nýja upplifun. Vörurnar eru allar unnar úr virk- um efnum sem finnast í náttúrunni og er það skoðun Ole Henriksen að fegurðin eigi að vera náttúruleg og án þjáninga. „Hann hefur það að leiðarljósi við hönnun línunnar að allir eigi að geta verið með fallega húð en það þurfi rétt efni fyrir hverja og eina húðgerð,“ segir Málmfríður Einarsdóttir, eigandi Carita snyrtingar í Hafnarfirði, en þar er boðið upp á heildrænar Ole Henriksen meðferðir. Fjölbreytt vöruúrval Ole hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að allir geti verið með fallega húð og því er vöruúrvalið breitt svo allir geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Í Ole Henriksen línunni er að finna andlitshreinsa, andlitsvötn, serum, andlitskrem, augnkrem, maska, kornakrem og ýmsar vörur fyrir líkamann. Mikil rannsóknarvinna og sérþekking liggur að baki hverrar vöru sem hver er hönnuð til að takast á við eða meðhöndla ólík húðvandamál. Sítrus er afgerandi innihaldsefni hjá Ole Henriksen og áhrif efn- anna eru upplífgandi vegna ilmsins og áhrifarík á margan hátt fyrir húðina vegna þeirra vítamína sem þau innihalda. Á Carita snyrtingu er boðið upp á sérstaka ávaxtasýrumeðferð frá Ole Henriksen. Meðferðin er köll- uð „þriggja þrepa meðferðin“ og hefst á djúphreinsun með hnetu- kornakremi. Að henni lokinni er ávaxtasýra látin liggja á húðinni, en hún er unnin er úr sítrónum og er einstaklega rakagefandi og hreinsandi. Meðferðinni lýkur með andlitsmaska sem inniheldur fræ og olíu sem næra og mýkja húðina. Unnið í samstarfi við Arctic Trading Company Litríkar húðvörur úr náttúrulegum efnum Förðun: Kristjana Guðný Rúnars- dóttir. Módel: Bára Hafsteinsdóttir. Unnið í samstarfi við Lancôme Fjarðagötu 13 • Í Firðinum Hafnarfirði • S. 555 4420 17.995,- St. 36 - 41 einnig til í gráu 20.995,- St. 36 - 41 19.995,- St. 37 - 42 17.995,- St. 36 - 41 Nýtt frá SixMix Nýtt kortatímabil, sendum í póstkröfu ÞÆGILEGAR ÞEKJANDI SOKKABUXUR Lyfta upp rassi, grenna maga, læri, mjaðmir. Mjúk mittisteygja, skerst ekki, situr vel, rúllar ekki. Falleg áferð, atir saumar, skrefbót úr bómull. 2.673 kr. • • • • • • Síðumúli 34 · 108 RVK · S. 551 4884 · www.stillfashion.is Þú færð jólakjólinn í Stíl
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.