Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 87

Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 87
88 heilsa Helgin 12.-14. desember 2014 Ráð til að ná góðum nætursvefni:  Dragðu úr streitu.  Fáðu næga hreyfingu til að halda þér í formi.  Fáðu andlega örvun daglega. Þeim sem leiðist er hættara við svefnleysi þar sem þeir eyða meira tíma í að kaupa inn, hanga og horfa á sjónvarpið.  Borðaðu hollan og góðan mat.  Hættu að reykja.  Dragðu úr koffíndrykkju.  Forðastu að drekka áfengi þegar nálgast fer háttatíma.  Farðu í heitt bað fyrir háttinn.  Hafðu svefnherbergið snyrtilegt og notalegt.  Komdu á svefnrútínu, til dæmis að lesa góða bók eða hvað það sem gæti fengið þig til að gleyma áhyggjum.  Ekki horfa á sjónvarp eða vera í tölvu fyrir háttinn, því rannsóknir hafa sýnt að það örvar hugann og heldur manni vakandi lengur.  Stundaðu heilbrigt kynlíf.  Forðastu truflun frá rúmfélaga. Maki sem hrýtur eða á við svefnraskanir að stríða gæti haldið fyrir þér vöku eða þú honum. Athugaðu með gott rúm og eyrnatappa.  Forðastu að hleypa gæludýrum í svefn- herbergið sem vekja þig.  Ef þú ert með lítil börn, leggðu á þig að koma á góðum svefnvenjum svo barnið sofi alla nóttina og trufli ekki þinn svefn.  Hreinsaðu hugann, ekki leyfa áhyggjun- um að ná taki á þér og mundu að þú getur ekki leyst vandann liggjandi í myrkrinu að kvöldi til.  Prófaðu slökunaæfingar ef þú átt erfitt með að slaka á.  Ekki reyna of mikið að sofna. Slakaðu á og hugsaðu um eitthvað annað.  Notaðu tímann í rúminu til að sofa.  Ef þú átt í vandræðum með svefn, ekki bíða með að leita ráða hjá lækni eða svefnráðgjafa. Farðu strax. Sofðu vel G óður svefn er undir-staða þess að takast á við verkefni dagsins af fullum krafti, vera í góðu jafnvægi, vera vel einbeitt/ur og í góðu formi til að beita gagnrýnni og skapandi hugsun. Í veröld þar sem mikið er að gera og úr mörgu að velja þarf svefninn oftar en ekki að láta í minni pokann. Enginn kemst af án hans, en alltof margir gera einmitt það, komast af í stað þess að sofa nógu mikið og uppskera góða heilsu, gott lundarfar og betri gáfur. Ef þú ert ein/n af þeim sem sofnar um leið og þú leggst á koddann eða situr í flugvél þá ertu svefnvana. Manneskja sem er vel sofin er 15 til 20 mínútur að sofna. Talið er að flest okkar sofi að meðal- tali klukkustund of lítið á nóttu, sem þýðir að svefn- skuldin safnast upp. En hvaða málið skiptir það? Ef við komumst upp með það að sofa lítið og náum samt að sinna okkar verkefnum á daginn, þurfum við þá nokkuð að sofa meira? Svefnbankinn veitir góða yfir- dráttarheimilid, en með tíð og tíma inn- heimtir hann skuld- ina ef ekki er lagt nógu mikið inn af svefni og það hefur alvarleg áhrif á heilsufar og andlega vellíðan. Það er jafn- mikilvægt að huga að góðum svefni og góðri næringu. Rannsóknir sýna að til að geta haft fulla athygli og ver- ið vel vakandi í sext- án klukkustundir þurfum við að sofa í átta klukkustundir. Ef við svíkjumst um klukkustundar svefn á nóttu, skuld- um við 7 klukku- stundir í svefn eftir vikuna sem jafn- gildir því að sleppa því að sofa eina nótt í viku. Til að byrja með finnum við kannski ekki svo mikið fyrir því og jafnvel margir svo vanir því að sofa að- eins of lítið þekkja ekki það ástand að vera raunverulega vel sofinn. P evaryl sveppalyf fæst án lyfseðils og er ætlað til sjálfs-meðhöndlunar á sveppasýkingum í leggöngum fyrir konur sem áður hafa verið greindar hjá lækni og þekkja ein- kennin. Pevaryl inniheldur virka efnið econazol sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Econazol frásogast lítið og er því fyrst og fremst um staðbundna verkun að ræða. Að sögn Guðnýjar Traustadóttur, markaðstengils hjá Vistor, er mikil reynsla komin á lyfið en Pevaryl hefur verið á markaði hér á landi í 35 ár og verið notað af fjölda kvenna. Fjöldi kvenna á barneignaraldri fær einhvern tímann sveppasýkingu í leggöng og um það bil helmingur þeirra fá hana að minnsta kosti einu sinni aftur. Sýkingin kemur frá smásæjum sveppi ”Candida Albicans“ sem almennt er til staðar í líkamanum en ef jafnvægi hans rask- ast getur það valdið sveppasýkingu. Sveppasýking þrífst best þar sem er rakt, hlýtt og þétt, svo sem í leggöngum. Sveppasýking herjar oft á konur á barneignaraldri þar sem þær hafa meira af hormóninu östrógeni, en það eykur glúkósamagn í leggöngunum sem sveppurinn nærist á. Auk þess kemur sveppasýking oft fram í tengslum við sýklalyfjameðferð. Að sögn Guðnýjar getur það verið kostur að nota staðbundið lyf eins og Pevaryl við sveppasýkingum í leggöngum þar sem frásog þess er lítið. Pevaryl – sveppalyf fyrir konur Vistor kynnir: Pevaryl skeiðarstíla og Pevaryl krem til staðbundinn- ar notkunar við sveppa- sýkingum í leggöngum. Pevaryl er mjúkur egglaga stíll. Pevaryl stíll og krem fæst án lyfseðils í apótekum. Einkenni sveppasýkingar Helstu einkenni sveppasýkingar eru kláði í og utan við leggöng, hvítleit og jafnvel kornkennd útferð. Slímhúðin getur auk þess verið sár, þurr og með sviða. Pakkningar Pevaryl: 1 Depot forðastíll og krem (samsett meðferð) 3 skeiðarstílar og krem (samsett meðferð) 1 Pevaryl depot forðastíll (eins dags meðferð) Setjið skeiðarstílinn hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn. Berið kremið á og í kringum leggangaop og/eða á skapabarmana 2-3 sinnum á dag þar til óþægindin eru horfin og í þrjá daga til viðbótar. Þegar keyptur er pakki með 3 stílum er mjög mikilvægt að klára meðferðina þ.e. 3 kvöld í röð. Pevaryl má nota á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu en ekki skal nota Pevaryl á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema samkvæmt læknisráði. Pevaryl fæst án lyfseðils í næsta apóteki. Pevaryl 150 mg skeiðarstíll, Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstíll og Pevaryl 1% krem (í samsettum pakkningum) (innihalda econazolnítrat) eru breiðvirk sveppalyf við sveppasýkingum í leggöngum (leggangabólga og skapabólga af völdum gersveppa). Skammtar: Einn skeiðarstíll hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn, 3 daga í röð (Pevaryl skeiðarstíll) eða einu sinni (Pevaryl Depot skeiðarstíll). Krem: Berist á svæðið í kringum leggangaop og endaþarmsop 2-3 á dag. Meðferð á að vara í 3 daga eftir að óþægindi eru horfin. Meðhöndlun maka: Þvoið reður og forhúð og berið kremið á tvisvar á dag þar til óþægindi hverfa og í 3 daga eftir það. Þungaðar konur ættu að þvo hendur vandlega fyrir notkun skeiðar- stíla. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð: Pevaryl og Pevaryl Depot má ekki nota samhliða annarri meðferð í eða á kynfærum. Ef fram koma merki um ertingu eða ofnæmi skal hætta meðferð. Pevaryl krem inniheldur bensósýru sem getur haft væg ertandi áhrif á húð, augu og slímhúðir og bútýlhýdroxýanisól sem getur valdið staðbundnum aukaverkunum í húð (snertiexemi) eða haft ertandi áhrif á augu og slímhúð. Pevaryl skeiðarstílar innihalda efni í olíugrunni sem getur haft áhrif á og dregið úr öryggi latexhetta og latexverja. Ekki skal nota lyfin samtímis slíkum verjum. Þeir sem nota sæðisdrepandi lyf skulu ráðfæra sig við lækni, þar sem staðbundin meðferð í leggöngum getur gert sæðisdrepandi lyf óvirkt. Meðganga / brjóstagjöf: Pevaryl má ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema skv. læknisráði. Nota má Pevaryl á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur fyrir móður vegur þyngra en möguleg hætta fyrir fóstrið. Ekki er þekkt hvort econazolnítrat berst í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar við notkun Pevaryl hjá konum með barn á brjósti. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfis- hafi: McNeil Sweden AB. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000 Unnið í samstarfi við istor  Þú þarf vekjaraklukku til að vakna á morgnana.  Það er erfitt fyrir þig að fara fram úr á morgnana.  Þú finnur fyrir þreytu, pirringi og streitu alla vikuna.  Átt erfitt með að einbeita þér.  Átt erfitt með að muna hluti.  Átt erfitt með gagn- rýna hugsun, að leysa vandamál og skapandi hugsun.  Sofnar oft fyrir framan sjónvarpið.  Sofnar oft á leiðinlegum fundum eða kennslu- stundum eða í heitum herbergjum.  Sofnar oft eftir stóra máltíð eða eitt glas af áfengi.  Sofnar oft þegar þú slakar á eftir kvöldmat- inn.  Sofnar á innan við fimm mínútum eftir að þú leggst á koddann.  Finnur oft til syfju við akstur.  Sefur fram eftir um helgar.  Þarft að leggja þig til að komast í gegnum daginn.  Ert með bauga. Þú ert í svefnskuld ef:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.