Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 111

Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 111
Þetta er mjög góð Vís- inda-Villa bók og hún er mjög vel teiknuð. Þetta er tilraunabók og það er mjög skemmti- legt að gera tilraunir. Mér finnst skemmti- legast að gera tilraunir með pabba mínum, af því að hann kann svo mikið í tilraununum. Mér fannst skemmtilegasta tilraunin þegar við bjuggum til hljóð- bylgjubyssu, af því að það var svo flott hvernig hún hreyfði hluti án þess að koma við þá. Og svo líka tilraunin með leirbátinn, það var geðveikt flott að láta leir sem fyrst sökk, fljóta. En skemmti- legast var að geta séð í gegnum hend- ina á mér, það var geðveikt skemmtilegt. Svo hitti ég líka Vísinda- Villa um daginn og það var rosa skemmtilegt. Mig lang- ar til að verða vísindamaður þegar ég verð stór af því að mér finnst það svo áhugavert og maður er alltaf að læra eitt- hvað nýtt. Vísinda-Villi sagði mér um daginn að til þess að verða vísindamaður þá verður maður alltaf að vera forvitinn og hissa því að heimurinn er svo magnaður. Hann var með rosa mikið gel í hárinu, og mér finnst það mjög flott. Bless og takk fyrir bókina. Eldar Arnarsson, næstum því 7 ára. S káldsagan Þrír sneru aftur vekur athygli sem óhemju fagur prent-gripur. Jón Ásgeir Hreinsson ber ábyrgð á hönnuninni, en bandið er skreytt mynd af slípuðum fjörusteinum í bláu mistri og kápan svört með þremur rifum, svo kannski megi gægjast inn. Heyrst hefur að „gamli, góði Guðberg- ur“ sé kominn aftur í þessari skáldsögu. Ég veit ekki hvort hann fór nokkurn tíma burt, en það má til sanns vegar færa að Þrír sneru aftur minnir sumpart á eldri verk Guðbergs, Tangasögurnar svo- nefndu. Höfundur er á kunnuglegum slóðum í þessari bók, á einangruðum stað suður með sjó og þar er hvorki stuð né stemmn- ing: „Mánuðum saman var við engu að búast á þessum stað nema veðrið breyttist en yfirleitt var skýjað.“ (9) Innri tími sögunnar er næstum því heil öld. Hún hefst í aðdraganda heimsstyrj- aldar og henni lýkur ekki fyrr en Íslend- ingar eru farnir að markaðssetja „nátt- úruvæn hótel á mörkum hins byggilega heims.“ Þrír sneru aftur er fjölskyldu- saga og persónur innan fjölskyldunnar bera ekki nöfn, heldur eru nefndar eftir stöðu sinni: Gamla konan, gamli maður- inn, strákurinn, sonurinn, systurnar og dætur þeirra. Sem oft áður lýsir Guðbergur Bergs- son nöturlegum heimi, þar sem karlar eru vondir við konur og konur niðurlægja karla, foreldrar yfirgefa börn sín eða reka þau af höndum sér og í staðinn verða börnin vond við foreldra sína í ellinni. Kvenfólkið er heldur óráðvant, fyrst „í Bretanum“ svo „í Kananum“ og karlarnir síðar „í Tæjunum“ (en þær eru „mátulega þröngar“ og hafa víst samkvæmt einni af persónum GB bjargað mörgum mönnum frá því að verða barnaperrar). Í þessari sögu er flest fólk heldur ill- gjarnt og í besta falli ófullkomið. Sonur- inn á bænum kallar m.a.s. sérstakan kvik- indishátt „íslenskt innræti“ (166). Já og Íslendingar selja sig, hafa alltaf selt sig og munu vísast halda áfram að selja sig. Þeir seldu sig Bretum, Könum og Nató. Þeir eru ginnkeyptir fyrir hvers kyns ál- og orkuverum en vilja engu að síður selja sig áfram sem „náttúruparadísina Ísland“. Og afkvæmin eru dæmd til þess að endur- taka mistök forfeðranna. Eiginlega er þessi sýn Guðbergs á þjóð sína þannig að maður verður örmagna af neikvæðninni, þótt maður kalli ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Fyndnin er þó líka þarna í dágóðum skömmtum. Þessi guðbergska fyndni, sem er einhvers kon- ar vaðall með óvæntum snúningi, yfir- leitt ljómandi ósmekklegum. Fyndnin er stundum góðlátlega írónísk, en oftar beisk og illgjörn, mun hráslagalegri en í mörgum fyrri bókum höfundar. Kona sem ég vinn með les ekki bækur nema fullvissa sig um það áður að þær endi vel. Hún vill ekki standa upp frá bók með vonda tilfinningu í brjósti. Mikið hef ég hlegið að henni fyrir þessa sérvisku, en nú rennur mér blóðið til skyldunnar: Kæra Anne Franziska! Varaðu þig á bók- inni Þrír sneru aftur eftir Guðberg Bergs- son. Manni líður ömurlega, bæði á meðan maður les og líka eftir að maður klárar hana, þótt hún sé bæði „vel skrifuð“ og „góð“ eins og það er kallað. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir  RitdómuR VíSindabók Villa 2 Það er gaman að gera tilraunir  Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson JPV 2014, 97 s. Eldar og Vísinda-Villi.  RitdómuR ÞRíR SneRu aftuR  Þrír sneru aftur Guðbergur Bergsson JPV útgáfa 2014, 215 s. Íslendingar eru ömur legir, n-ti hluti Guðbergur Bergsson. Eiginlega er þessi sýn Guðbergs á þjóð sína þannig að maður verður örmagna af nei- kvæðninni, þótt maður kalli ekki allt ömmu sína í þeim efnum ... Fyndnin er stundum góðlátlega írónísk, en oftar beisk og illgjörn, mun hráslagalegri en í mörgum fyrri bókum höfundar. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Í fullkomnu flæði Sous Vide er matreiðsluaðferð sem felst í að sjóða í lofttæmi við lágan og jafnan hitan. Með því að elda við fullkomið hitastig - ekki of lengi og ekki of stutt - er hægt að hámarka bragðgæði matarins. Með Sous Vide-amboðinu frá Sansaire geta áhugamenn jafnt sem atvinnumenn náð fullkomnu valdi á hitastiginu og „súvídað“ í hvaða íláti sem er. Maður þarf ekki einu sinni að eiga pott. laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is 112 bækur Helgin 12.-14. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.