Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 119

Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 119
 Í takt við tÍmann Ólafur Ásgeirsson Mamma hélt ég væri hommi þegar ég horfði á Sex and the City Ólafur Ásgeirsson er 24 ára leiklistarnemi sem vakið hefur athygli í Steinda-þáttunum og auglýsingum fyrir Orville Redenbacher örbylgjupopp. Hann má reyndar helst ekki borða popp því hann er í tannréttingum. Ólafur og félagar í Nemendaleikhúsinu eru með síðustu sýningu á trúða- sýningunni Clown Oddity í gamla dómshúsinu við Lindargötu í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Frítt er inn og allir velkomnir. Staðalbúnaður Ég kaupi mér föt þegar ég sé eitthvað sem mig langar virkilega í en það gerist ekki mjög oft. Ég veit heldur ekki hvaða fatastíl ég tilheyri – ætli það sé ekki smá MH- lykt af honum, ég á til dæmis fimm lopapeysur. Upp á síð- kastið finnst mér allt sem er dökkblátt flott. Ég vil meina að ég hafi startað þess- ari Barbour-tísku á Íslandi þegar ég mætti í Barbour- jakka á busaball í MH árið 2006. Þá skammaðist ég mín fyrir jakkann en nú eru allir í þessu. samsam  SamSam Meira en krúttlegar Systurnar Hólmfríður og Gréta Samúelsdætur, sem kalla sig SamSam, hafa á undanförnum árum sent frá sér stöku lag og á þessu ári tóku þær þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Eftir eitt lag, sem náði miklum vinsældum, sérstaklega meðal yngstu kynslóðarinnar. Þær hafa nú sent frá sér sína fyrstu plötu með frumsömdu efni. Þessi plata kom mér á óvart satt að segja. Ég bjóst við efni í ætt við Júróvisjónlagið ágæta, en platan er töluvert áhugaverðari. Öll lögin á plötunni eru eftir Hólmfríði (fyrir utan smá undan- tekningu í aukalögum) og það verður að segjast að þar á ferð er efnilegur lagasmiður. Þær syngja báðar á plötunni þó erfitt sé að greina á milli hver syngur hvað, raddirnar eru mjög líkar. Það er margt á þessari plötu sem er gott og þær systur sýna fram á það að þær eiga heilmikið erindi á íslenskan tónlistar- markað. Öll lögin eru á ensku og eru textarnir margir hverjir hreint ágætir. Allur hljóðfæraleikur er góður og umslagið er skemmtilegt. Það er greinilegt að það er meira í þær spunnið en bara krúttlegt yfirbragðið, sem er vel. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Bestu lögin eru Someday, I love you I og My Goodbye. Úlfur  Todmobile Tímalaus Todmobile Todmobile þarf ekki að kynna fyrir neinum tón- listarunnanda á Íslandi. Í gegnum feril sem spannar um aldarfjórðung hefur Todmobile alltaf farið sína eigin leið í tónlistar- sköpun sinni. Á nýjustu plötu sveitarinnar, Úlfur, er engin breyting á. Eins og svo oft áður fer sveitin um víðan völl og lætur sér fátt óviðkomandi. Það sem heyrir til nýbreytni á Úlfi er það að söngvarinn, Eyþór Ingi, tekur þátt í lagasmíðunum og er fyrir- ferðarmikill á plötunni. Það er eins og þau Þorvaldur og Andrea hafi verið að bíða eftir Eyþóri í nokkur ár, því hann smellpassar í þennan geðklofa sem Todmobile sýnir fram á í hvert sinn sem plata kemur frá hópnum. Eins er sam- starf við þá Jon Anderson og Steve Hackett í tveimur lögum á þessari plötu. Að mínu mati hafa þeir ágætu menn engu við að bæta í breiða flóru Todmobile sem var fyrir. Ég hef gaman af þessari plötu. Todmobile nær alltaf að koma mér á óvart. Það er leitun að öðrum eins söngvurum eins og Andreu og Eyþóri og þau passa saman eins og Malt og Appelsín. Bestu lögin eru Úlfur, Við bíðum við bakkann, Drottning drauma og Ég sakna þín. Batnar Útsýnið  Valdimar Glæsileg frammistaða Þriðja breiðskífa hljóm- sveitarinnar Valdimar, Batnar útsýnið, er frábær plata. Í rauninni gæti ég bara látið þar við sitja en það væri kjánalegt. Valdimar hefur seiðandi yfirbragð og það er ekki hægt annað en að sökkva sér í heyrnartólin þegar maður leggur við hlustir. Hljóðfæraleikarar sveitarinnar eiga allir stór- leik á plötunni þar sem út- setningarnar eru til mikillar fyrirmyndar. Frumlegar, snyrtilegar og hógværar í kringum aðalatriðið, sem er rödd Valdimars Guð- mundssonar. Valdimar er einn besti söngvari sem landið hefur alið af sér og það er hrein unun að hlýða á. Textarnir á plötunni eru mjög góðir og er ég afar hrifinn af orðavali og fram- burði Valdimars. Það er svo oft sem maður skilur ekki hvað íslenskir söngvarar eru að syngja sökum lin- mælsku, en íslenskunördinn í manni kætist allur við það að hlusta á Valdimar. Ein af plötum ársins, klárlega. Bestu lögin eru Á miðri leið, Út úr þögninni, Hindranir og Ryðgaður dans. Plötuhorn hannesar Lj ós m yn d/ H ar i Hugbúnaður Skólinn tekur mikinn tíma hjá mér og maður keyrir sig út við að setja upp sýningar. Við í bekknum eru líka rosa mikið saman og það flæðir yfir í félagslífið. Þar fyrir utan sér maður glitta í fjölskyldu og aðra vini af og til. Mér finnst gaman að fara í bíó og leikhús og ég horfi mikið á sjónvarps- efni þó ég horfi ekki á sjónvarp. Ég horfi á House of Cards, Mad Men, Fargo, Game of Thrones, True Detective, Sher- lock, The Wire, Breaking Bad, Nathan For You og South Park. Ég veit að þetta eru allt strákaþættir en ég horfði alltaf á Sex and the City með mömmu þegar ég var 13 ára. Þegar ég var búinn að horfa á nokkra í röð spurði hún mig hvort ég væri samkynhneigður. Mér fannst bara gaman að horfa á fullorðinsþætti. Vélbúnaður Ég er með iPhone og Macbook Pro. Ég er tiltölulega nýbyrj- aður á Instagram og finnst það eiginlega skemmtilegasti miðillinn. Twitter kemur líka sterkur inn en ég kann ekki alveg á hann. Facebook er orðið svolítið þreytt. Ég er líka óvirkur Candy Crush notandi, búinn að vera „clean“ í eitt og hálft ár. Svo nota ég Kindle heilmikið, það er snilldargræja. Aukabúnaður Ég reyni að elda þegar ég get og er til dæmis góður í að elda kjúkling. Ég bjó á Ítalíu í eitt ár og lærði ýmsar uppskriftir af stelpu frá Sardiníu. Því miður hef ég ekki haft mikinn tíma til að elda undanfarið. Í staðinn höfum við farið svolítið á Bergsson. Búllan er líka alltaf klassísk, Gló er fínt og líka Núðluskálin. Á djamminu fer ég á Kaffibarinn, Prikið, Dollý, Paloma eða Húrra – allt eftir því með hverjum maður er og í hvernig stuði. Á barnum panta ég mér bjór. Uppáhalds- staðirnir mínir eru sumarbústaður við Þingvallavatn, París, Berlín og Bologna. From the writings of an Icelandic humourist Thórbergur Thórdarson Translated by Hallberg Hallmundsson and Julian meldon d’arcy “Long esteemed as a leading stylist and humorist, Thórdarson is a peculiar mixture of paradoxical traits: a clear and keen intellect and a singularly gullible nature. He was an avowed Communist, but inasmuch as he accepted the concept of life after death, he denied materialism. Above all, he was a firm believer in ghosts, which he ‘felt’ everywhere around him. For a time, he became a theosophist, practiced yoga, and even wrote a book on the subject. In addition, he remained one of the most ardent Esperantists in Iceland. Through all his diverse interests could be seen a man who was, basically, an honest seeker after truth, although, politically, he seemed to have found it once and for all. Thórdarson wrote essays, biographies, poetry and autobiographical works. His eccentricity, crowned with a brilliant style and an ever present humor, which he frequently pointed at himself, resulted in some of the most original and unique works of modern Icelandic literature.” Hallberg Hallmundsson From An Anthology of ScAndinAviAn literAture ISBN 978-9935-9118-2-7 9 789935 911827 An Anthology of the Writings of the Novelist, Essayist, and Humorist Thórbergur Thórdarson Translated by HALLBERG HALLMUNDSSON and JULIAN MELDON D’ARCy Of Icelandic Nobles & Idiot Savants Reykjavík 2014 O f Icelandic N obles & Idiot Savants Translated by: H . H allm undsson and Julian M . D ’A rcy 2014 Also published by BRÚ: The funniest chapters from the writ­ ings of Mr. Thórdarson, along with the most daring, as for example his letter to a Nazi from the year 1933. The Poetry of Egill Skallagrímsson, Hallgrímur Pét urs son, Jónas Hall­ grímsson, Stephan G. Stephans­ son, Einar Benediksson, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jón Dan, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Einar Bragi, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ísak Harðarson, Jónas Þorbjarnarson and many more. Of Icelandic Nobles is 217 pages and Potpourri is 243 pages Translations and biographies by Hallberg Hallmundsson Of Icelandic Nobles & Idiot Savants An Anthology of the Writings of the Novelist, Essayist, and Humorist Thórbergur Thórdarson Translated by Hallberg Hallmundsson and Julian Meldon D'Arcy Distributed by Forlagið – JPV. The books are available in all of the bigger bookshops A Potpourri of Icelandic Poetry Through Eleven Hundred Years 120 dægurmál Helgin 12.-14. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.