Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 121

Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 121
Vignir og Þorfinnur eru áhugamenn um skegg og viskí og sameinuðu þessi áhugamál með því að búa til skeggolíu.  KarlmennsKa sKeggolía sem gefur frísKandi og heilbrigt útlit Bjuggu til skeggolíu með viskílykt Vinirnir Vignir Jóhannesson og Þorfinnur Guttormsson fengu þá flugu í höfuðið að búa til sína eigin skeggolíu. Þeir eru báðir miklir áhugamenn um skegg og viskí og ákváðu að sameina þessi tvö áhugamál sín. „Hugmyndin kom nú bara upp í sumar og okkur langaði að búa til olíu sem dregur ilm sinn frá viskíi og þá sérstaklega viskí kokteilum,“ segir Þor- finnur. „Við ákváðum að búa til skeggolíur og vildum hafa þær í takt við þrjá klassískustu viskí kokteila heims. Olíurnar fengu nöfnin The Old Fashioned Style, The Mint Julep Style og The Sazerac Style eftir þessum frægu drykkjum.“ Þeir Vignir og Þorfinnur hófust svo handa að blanda olíurnar. „Það er ekki hlaupið að því að búa til þessar olíur og var þetta því heimalærdómur. Við prófuðum okkur áfram og á endanum vorum við komnir með réttu olíurnar. Við notum aðeins náttúruleg efni í þetta og þetta er í rauninni hárnæring fyrir allar tegundir skeggs, frískar og gefur hraust og heil- brigt útlit,“ segir Þorfinnur. „Bara eins og malt. Við fórum svo með olíurnar til fólksins hjá Reykjavík Letter Press sem kórónaði heildarmyndina og hannaði allt útlitið fyrir flöskurnar og merkið, og þau eru snilling- ar,“ segir Þorfinnur. Olíurnar eru ekki komnar í verslanir en er verið að vinna að því. Þangað til er hægt að nálgast þær á Facebook undir nafninu Beard Oil Brewery. -hf Kærustuparið Sigmundur og Lilja myndskreytir nýjustu bók Hugleiks Dagssonar. Þau búa sitt í hvoru landinu en ætla að eyða jólunum á Íslandi.  bæKur tvær sögur mætast í miðjunni í bóK hugleiKs dagssonar Sjómannslíf hjá Sigmundi og Lilju Ofan og neðan er þriðja bókin í Endaflokki Hugleiks Dagssonar þar sem hann túlkar mismunandi heimsendi í hverri bók með hjálp klárustu teiknara landsins, þeim Sigmundi Breiðfjörð og Lilju Hlín Péturs. Ofan og neðan segir frá því þegar þyngdarafl jarðarbúa snýst við og allir detta upp. Örfáar hræður hanga eftir í hvolfdum heimi. Bókin segir tvær reynslusögur af slíkum eftirlif- endum, sem lesnar eru frá sitt hvorum enda bókarinnar og mætast í miðjunni. Sigmundur segir það forréttindi að vinna með höfundi eins og Hugleik. n ýjasta bók Hugleiks Dagssonar, Ofan og neðan, er frábrugðin öðrum bókum því hún er í raun tvær sögur. Bókin er þannig útfærð að hún hefur tvær kápur á sitt hvorri hliðinni og hefur sitt hvora söguna. Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson og Lilja Hlín Péturs myndskreyta sögurnar, en þau eru kærustupar og búa í sitt hvoru landinu. „Hugleikur hafði samband við mig þegar hann vantaði myndir í þriðju bókina í heimsenda períódunni sinni,“ segir Sigmundur Breiðfjörð sem býr í Laguna Beach í Kaliforníu og er að læra teiknimyndateiknun, eða Entertainment Illustration eins og það heitir á ensku. „Hugleikur fékk svo hugmynd um að gera bók sem hægt er að skipta í tvennt og hefði tvær ólíkar sögur. Kærastan mín, Lilja Hlín, er teiknari líka og því lá beinast við að hún gerði hina söguna,“ segir Sig- mundur en Lilja Hlín er búsett í Kanada þar sem hún er að læra hreyfimyndagerð. „Fjarbúðin er stundum erfið, en þetta gengur upp,“ segir Sigmundur. „Fólkið hér í Ameríku skilur okkur ekki, en ætli þetta sé ekki svona sjómannslíf,“ segir Sigmundur sem klárar sitt fjögurra ára nám í vor. „Ofan og neðan er ekki beint sama sagan. Þetta eru tveir ólíkir karakterar og saga um það hvernig þeir díla við svipaðar að- stæður á mjög ólíkan hátt, segir Sigmund- ur. Minn karakter sem er í Neðan er mjög niðurdrepandi og myrkur, en það er bjartara yfir kar- akternum sem Lilja teiknar í Ofan. Það eru bjartari litir og jákvæðari stemning. Það er mjög gaman að vinna með Hugleik. Hann er frumlegur og skemmtilegur og mjög góður penni,“ segir Sigmundur. Hann og Lilja ætla að eyða jólunum á Ís- landi. „Við komum bæði heim rétt fyrir jól, og það er tilhlökkun vissulega.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Kraumsverðlaunin afhent Tilkynnt var í gær, fimmtudag, hvaða plötur hlutu Kraums- verðlaunin í ár. Kraumslistinn er 20 platna úrvalslisti sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraums- verðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin. Plöturnar eru Aerial með Önnu Þorvaldsdóttur, Börn með samnefndri sveit, platan Hekla með Heklu Magnúsdóttur, Temperaments með Kippa Kanínus, Innhverfi með Óbó og Trash from the boys með Pink Street Boys. Gunni Helga komin yfir tíu þúsund eintök Bóksala er nú að ná hámarki fyrir jólin og bókaforlögin keppast við að tryggja sér tíma í prentsmiðjum til að anna eftirspurn. Hjá Forlaginu hefur það kvisast út að Saga þeirra, sagan mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson sé farin í þriðju prentun. Sama gildir um Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason. Alls hafa því á ellefta þúsund eintök verið prentuð af bók Gunna Helga. Þá er Hjálp eftir Þorgrím Þráinsson farin í aðra prentun. Jólamarkaður á KEX Hostel Jólamarkaður hönnuða og vefverslana verður haldinn á Kex Hostel laugardaginn 13. desember frá klukkan 10 til 17. Jólagjafirnar í ár verða til sölu á markaðnum, íslensk hönnun eins og hún gerist best í bland við skemmtilegar og nýjar vefverslanir. Meðal vefverslana sem taka þátt eru Kolka, Ratdesign, Snjóber og Hróm. Sigga Klingenberg og jólasveinninn kíkja í heimsókn og allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Sign á Gauknum Hljómsveitin Sign mun rísa úr dvala um helgina og halda tónleika á Gauknum í kvöld, föstudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn í dágóðan tíma sem hljómsveitin kemur fram og eru margir aðdáendur sveitarinnar sem hafa beðið eftir þessu kvöldi. Húsið opnar klukkan 20 og eru það rokkararnir í Endless Dark sem hita upp mannskapinn áður en Ragnar Zolberg og félagar stíga á stokk. Velgengni Arnaldar Indriðasonar nær eins og kunnugt er langt út fyrir landsteinana. Á dögunum kom Konungsbók út í kilju í Frakklandi hjá forlaginu Points en hún kom út á Íslandi árið 2006. Konungsbók rauk beint á metsölulistann þar í landi og hefur verið þar frá útkomu. Það sem heyrir hins vegar til tíðinda er að bókin er ekki flokkuð með glæpasögum, líkt og verið hefur til þessa með bækur Arnaldar, heldur er hún flokkuð með öðrum fagurbókmenntum, en mun erfiðar ku vera að ná inn á þann metsölulista en á glæpasögulistann. Arnaldur flokkaður með fagurbókmenntum 122 dægurmál Helgin 12.-14. desember 2014 fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.