Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2007, Page 21

Læknablaðið - 15.06.2007, Page 21
FRÆÐIGREIN / GEISLAGERLABÓLGA Útskrifaðist sjúklingur á sjötta degi eftir aðgerð við ágæta líðan. Konan fékk penicillín í sex mánuði alls og þoldi meðferðina vel. Við skoðun hálfu ári síðar hafði hún náð fullum bata. Umræða og yfirlit Geislagerlabólgu (Actinomycosis) í mönnum var fyrst lýst árið 1878 (1) en 1891 var bakt- erían einangruð með ræktun (2). Þessar bakt- eríur voru í fyrstu ranglega taldar vera sveppir (3). Actinomyces eru loftfælnar eða smáloftsæknar og vaxa best þegar hlutþrýstingur koltvísýrings er aukinn og eru jafnframt lítt krefjandi á næring- arefni (4). Bakteríurnar litast gram-jákvæðar, eru þráðlaga í smásjárskoðun, mynda ekki spora og eru flokkaðar í fjölskyldu Actinomycetaceae (5). Innan Actinomyces ættkvíslarinnar eru að minnsta kosti 14 mismunandi tegundir og eru í það minnsta sex þeirra þekktar af því að valda sjúkdómi í mönnum (6). Actinomyces tilheyra eðlilegri bakteríuflóru mannsins og finnast í munnholi, ristli og leggöng- um. Rof á slímhúð, til dæmis vegna tannviðgerða, tannsýkinga, sarpsbólgu, botnlangabólgu, skurð- aðgerða í kviðarholi eða vegna áverka (6), getur valdið sýkingu í nánast hvar sem er í líkamanum. Birtingarmynd þessa sjúkdóms er afar fjöl- breytileg og helgast af þeim eiginleika sýkilsins að geta lagst á alla vefi líkamans. Actinomyces valda hægfara sýkingu sem veldur þéttum trafkenndum vilsufylltum fyrirferðum sem dreifst geta samfellt eftir yfirborði slímhúða eða brotist gegnum vefi, oft með fistlamyndun út á húð eða inn í nærliggj- andi hollíffæri (7). Sýkingin virðir engin vefjamörk og getur einnig valdið fjarlægum meinvörpum (8). Vegna þessara eiginleika bakteríunnar er geislagerlabólgu oft ruglað saman við krabbamein Mynd 2. og skýrir hvers vegna þessi sjúkdómur getur verið Eggjaleiðarabólga af erfiður í greiningu. Einstaka sinnum má greina vijldum geislagerla (H&E kornótta, gulleita útferð sem vellur úr fistlum og litun). eru kornin gjarnan nefnd brennisteinskorn (sulfur granules) (7). Brennisteinskorn eru samsöfn bakt- eríunnar þar sem hún hefur safnast saman í þyrp- ingar. Þau eru ekki sértæk fyrir geislagerlabólgu, og geta einnig sést í nókardíusýki (nocardiosis) og litmyglu (chromomycosis) (6). Almennt er talið að aðrir sýklar séu meðvirk- ir í sýkingum af völdum geislagerla (7). Sumir höfundar telja að mismunandi birtingarmynd sjúkdómsins helgist af því hvaða bakteríur séu meðvirkandi í hverri sýkingu (4). Holm greindi frá því um miðja seinustu öld að hann hefði greint meðal annars Actinobacillus actinomycetemco- Mynd 3. Geislagerlasamsafn (sulphur granule) með ígerð í legvöðva (H&E litun) Mynd 4. Gramslitun sýtúr greinóttar gram-jákvœðar bakteríur sem samrýmast Actinomyces. Læknablaðið 2007/93 481

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.