Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 22
FRÆÐIGREIN / GEISLAGERLABÓLGA mitans, Eikenella corrodens, Enterbacteriaceae, Fusobacterium, Bacteroides, Capnocytophaga, staphylokokka og streptókokka í sýnum með Actinomyces (9,10). Jordan og félagar sýndu fram á að sýkingar urðu þrálátari þegar mýs voru smit- aðar með A. actinomycetemcomitans og A. israelii saman (11). Sami rannsóknarhópur sýndi einnig fram á að meinvirkni Actinomyces virtist aukast þegar E. corrodens var með í spilinu (12). Svo virð- ist að sampil streptókokka og Actinomyces bakt- ería auki viðnám þeirra síðarnefndu gegn ónæm- iskerfinu (13). Lýst hefur verið sýkingum í mið- taugakerfi þar Haemophilus paraphrophilus var í för með Actinomyces (14). í rannsókn Pulverer og félaga þar sem skoðuð voru sýni frá tæplega 2000 tilfellum af staðfestri geislagerlabólgu á höfði og hálsi ræktaðist fjöldi annarra baktería, svo sem staphýlokokkar, streptókokkar og fusobakteríur auk fjölda annarra. í aðeins 4,5% tilvika rækt- uðust einungis Actinomyces (4). Álitu þeir félagar að geislagerlabólga væri nær alltaf blönduð sýking (4). Faraldsfræði geislagerlabólgu Erfitt er að henda reiður á algengi sjúkdóms- ins. Helstu ástæður þess eru fyrst og fremst þær að Actinomyces tilheyra eðlilegri bakteríuflóru mannsins. Einnig er geislagerlabólga ekki tilkynn- ingarskyld til heilbrigðisyfirvalda og getur það haft áhrif á mat manna á algengi hennar. Eldri rannsóknir benda til að algengi sjúkdómsins sé nálægt 1-2,5 tilfelli/100.000 íbúa (15,16). Þrátt fyrir að faraldsfræðilegar upplýsingar séu að einhverju leyti óáreiðanlegar virðist tíðnin hafa lækkað mikið á undanförnum þremur til fjórum áratugum og er talið að sú lækkun stafi af aukinni notkun á sýklalyfjum og bættri tannheilsu (7). Þekkt er að geislagerlabólga er algengari í körlum (15) og er hlutfallið milli kynja 3:1 (7). Áverkar á andlit og verri tannhirða er talin vera ástæða þessa (7). Algengi sjúkdómsins hér á landi er með öllu óþekkt. Áður hefur verið greint frá geislagerlabólgu hérlendis, en þar var um að ræða tilfellaröð frá Barnadeild Landakotsspítala frá árinu 1968 sem birtist í Lœknablaðinu (8). sýkinga eru léleg tannheilsa (15), nýlegar tann- aðgerðir og þrálátar kokeitlabólgur (6). Einnig er talið að áverkar á andlit kunni að auka hættu á sýkingum (7). Oftast er um langvinna og hægfara sýkingu að ræða (17), en einkenni geta einnig verið bráð (6, 7). Birtingarmynd geislagerlabólgu í andliti og hálsi getur verið bólga í mjúkvefjum, ígerð eða verkjalaus fyrirferð (4,6,7). Geislagerlabólga í brjóstholi Actinomyces getur valdið sýkingum í lung- um, fleiðru, miðmæti eða í brjóstvegg (6). Lungnasýkingar eru um 15% af öllum sýkingum af völdum þessara baktería (7). Sýking í lungum kemur fyrir í öllum aldurshópum en er sjaldgæf í börnum (18). Talið er að aðalsýkingarleiðir séu ásvelging frá munnholi eða maga (6). Fyrir tíma sýklalyfja gat sýking náð til lungna með því að komast í gegnum þind frá sýkingarstað í kviðarholi, til dæmis framhjá þind eða aftan lífhimnu (retrope- ritonealt) (6), en það er talið afar sjaldgæft í dag (7). Jafnframt er mögulegt að sýkingin geti borist beina leið um fellabrautir (fasciuplön) frá hálsi niður í brjósthol (6). Hærri tíðni sýkinga í lungum virðist vera hjá þeim sem eru með lungnasjúkdóma eins og lang- vinna lungnateppu eða berkjuskúlk (bronchiec- tasis) (19, 20) og einnig meðal þeirra sem eiga við áfengisvandamál að stríða (21). Actinomyces sýking í gollurshúsi er alvarlegur en sjaldgæfur sjúkdómur. Einungis hefur rúmlega 20 tilfellum verið lýst síðan 1950 (22). Eitt slíkt tilfelli er þekkt á Islandi en það var í átta ára gamalli stúlku sem lagðist inn á Barnadeild Landakotsspítala (8). Klínísk einkenni geislagerlabólgu í brjóstholi eru gjarnan hósti, hitavella og þyngdartap, stund- um með brjóstverkjum (20, 23). Sýking í lungum getur einnig birst sem fyrirferð sem vex inn í berkju (24). Sýkingu í lungum getur fylgt vökva- söfnun í fleiðru (25), fleiðruholsígerð, skemmdir á nærlægum rifjum eða bringubeini (26). Greining getur verið snúin því einkenni eru oft ósértæk og geta líkst fjölda annarra sjúkdóma (18). Geislagerlabólga í andliti og hálsi Sýkingar í andliti og hálsi eru algengastar af sýk- ingum af völdum geislagerla (6) en talið er að 55% sýkinga leggist á höfuð og háls (15). Actinomyces finnast í miklu magni í kokeitlum og í tannholds- og tannsprungum (gingivodental crevices) og er talið að þetta skýri hvers vegna svo margar slíkar sýk- ingar koma fram í munnholi. Helstu áhættuþættir Geislagerlabólga í kviðarholi Talið er að um 20% af öllum sýkingum með Actinomyces komi fyrir í kviðarholi (7). Athygli vekur að greining á sýkingum í grindar- og kvið- arholi virðist færast í vöxt en tíðni sýkingarinnar virðist vera á undanhaldi annars staðar (27). Mánuðir og jafnvel ár geta liðið frá því sýkill nær bólfestu í kviðarholi þar til fullnægjandi greining liggur fyrir (17). 482 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.